Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 35
Jarðvegsþættir og uppsöfnun lífrœnna efna.
Talsverður breytileiki kom fram í jarðvegsþáttum (pH, C og N, 3. tafla). Há fylgni
reyndist að vera á milli kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi (r=0,925). Sýrustig hafði
hins vegar lága fylgni við kolefhi (-0,392) og köfhunarefni (r=-0,305). Sýrustig (pH)
í einstökum reitum mældist á bilinu 5,19-7,30. Lægst var sýrustig jarðvegs á Kví-
skeijum, en þar mældist það 5,19 í viðmiðunarreit utan breiðu en hafði hækkað í 5,35
inni í elsta hluta hennar. Lágt sýrustig (pH <5,8) mældist einnig í lyngmóajarðvegi frá
Hveravöllum og Húsavík og í graslendi í Heiðmörk sem lúpína hafði hörfað af. Hæst
reyndist sýrustig jarðvegs vera á Ássandi í Kelduhverfi, þar sem það mældist 7,30 í
viðmiðunarreit utan við breiðuna en hafði lækkað niður í 6,90 í elsta hluta hennar. í
það heila tekið var sýrustig hærra í jarðvegi frá Norðurlandi. í þriðjungi reita mældist
sýrustig hærra en 6,50 og voru það allt reitir frá svæðum fyrir norðan. Ekki var ein-
hlítt hvort eða hvaða breytingar urðu á sýrustigi innan breiða. Munur á sýrustigi innan
breiða var miklu minni en sá munur sem reyndist vera á svæðum og gróðurlendum.
Kolefiusirmihald jarðvegs í reitum mældist á bilinu 0,05-7,84%. Snauðastur af
kolefni var jarðvegur úr viðmiðunarreitum utan lúpínubreiða í Þjórsárdal og á Ássandi
(19. ljósmynd), en í þeim reitum mældist það innan við 0,1% (16. mynd). Jarðvegur
úr dæld með aðalblábeijalyngi og fjalldrapa utan við lúpínubreiðu á Hveravöllum (18.
Ijósmynd) reyndist vera ríkastur af kolefni og þeir reitir sem næstir komu (kolefni
>6%) voru einnig á lyngmóajarðvegi á Hveravöllum (17. mynd). Þar sem lúpína hafði
numið lítt gróið land með snauðum jarðvegi mátti víðast hvar greina aukningu í kol-
efnisinnihaldi jarðvegs (16. mynd). í elstu breiðum á Suðurlandi, þ.e. á Kvískeijum og
í Múlakoti, var kolefnisinnihald komið í 3,8 og 3,3% en var innan við 2% á við-
miðunarlandi utan þeirra (16. mynd). Ætla verður að kolefnisinnihald jarðvegs hafi
verið talsvert lægra en þetta þegar lúpína var fyrst sett á þessi svæði en framvinda og
jarðvegsmyndun hefur einnig átt sér stað á viðmiðunarlandinu. I Heiðmörk og í Svín-
afelli var kolefhisuppbygging í jarðvegi skemmra á veg komin, en þar var um talsvert
yngri breiður að ræða. Á sandorpnu hrauni í Þjórsárdal hafði orðið minnst uppbygging
á kolefnisforða í jarðvegi af breiðum á Suðurlandi og náði það ekki 1% á 20 árum (16.
mynd). í Þjórsárdal var mikið áfok af sandi og vikri inn í breiðuna sem hefur valdið
þynningu á kolefhi. Á Norðurlandi varð uppbygging á kolefnisforða á rýru landi lang-
mest í breiðum á Ytrafjalli og Húsavík. Þar mældist kolefhi 3,2 og 2,7% en það var
1,5 og 0,8% á viðmiðunarlandi utan breiða (16. mynd). í melabreiðum í Hrísey,
Hveravöllum og á Ássandi jókst kolefni í jarðvegi en það náði hvergi 1% (16. mynd).
Á Hveravöllum og Húsavík breiddist lúpína yfir lyngmóa þar sem jarðvegur var mjög
ríkur af kolefni. Á þessum stöðum reyndist kolefnisinnihald í jarðvegi vera mun lægra
þar sem lúpína hafði farið yfir og var það öfugt við það sem átti við um breiður á
melum á sömu stöðum (17. mynd).
33