Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 35

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 35
Jarðvegsþættir og uppsöfnun lífrœnna efna. Talsverður breytileiki kom fram í jarðvegsþáttum (pH, C og N, 3. tafla). Há fylgni reyndist að vera á milli kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi (r=0,925). Sýrustig hafði hins vegar lága fylgni við kolefhi (-0,392) og köfhunarefni (r=-0,305). Sýrustig (pH) í einstökum reitum mældist á bilinu 5,19-7,30. Lægst var sýrustig jarðvegs á Kví- skeijum, en þar mældist það 5,19 í viðmiðunarreit utan breiðu en hafði hækkað í 5,35 inni í elsta hluta hennar. Lágt sýrustig (pH <5,8) mældist einnig í lyngmóajarðvegi frá Hveravöllum og Húsavík og í graslendi í Heiðmörk sem lúpína hafði hörfað af. Hæst reyndist sýrustig jarðvegs vera á Ássandi í Kelduhverfi, þar sem það mældist 7,30 í viðmiðunarreit utan við breiðuna en hafði lækkað niður í 6,90 í elsta hluta hennar. í það heila tekið var sýrustig hærra í jarðvegi frá Norðurlandi. í þriðjungi reita mældist sýrustig hærra en 6,50 og voru það allt reitir frá svæðum fyrir norðan. Ekki var ein- hlítt hvort eða hvaða breytingar urðu á sýrustigi innan breiða. Munur á sýrustigi innan breiða var miklu minni en sá munur sem reyndist vera á svæðum og gróðurlendum. Kolefiusirmihald jarðvegs í reitum mældist á bilinu 0,05-7,84%. Snauðastur af kolefni var jarðvegur úr viðmiðunarreitum utan lúpínubreiða í Þjórsárdal og á Ássandi (19. ljósmynd), en í þeim reitum mældist það innan við 0,1% (16. mynd). Jarðvegur úr dæld með aðalblábeijalyngi og fjalldrapa utan við lúpínubreiðu á Hveravöllum (18. Ijósmynd) reyndist vera ríkastur af kolefni og þeir reitir sem næstir komu (kolefni >6%) voru einnig á lyngmóajarðvegi á Hveravöllum (17. mynd). Þar sem lúpína hafði numið lítt gróið land með snauðum jarðvegi mátti víðast hvar greina aukningu í kol- efnisinnihaldi jarðvegs (16. mynd). í elstu breiðum á Suðurlandi, þ.e. á Kvískeijum og í Múlakoti, var kolefnisinnihald komið í 3,8 og 3,3% en var innan við 2% á við- miðunarlandi utan þeirra (16. mynd). Ætla verður að kolefnisinnihald jarðvegs hafi verið talsvert lægra en þetta þegar lúpína var fyrst sett á þessi svæði en framvinda og jarðvegsmyndun hefur einnig átt sér stað á viðmiðunarlandinu. I Heiðmörk og í Svín- afelli var kolefhisuppbygging í jarðvegi skemmra á veg komin, en þar var um talsvert yngri breiður að ræða. Á sandorpnu hrauni í Þjórsárdal hafði orðið minnst uppbygging á kolefnisforða í jarðvegi af breiðum á Suðurlandi og náði það ekki 1% á 20 árum (16. mynd). í Þjórsárdal var mikið áfok af sandi og vikri inn í breiðuna sem hefur valdið þynningu á kolefhi. Á Norðurlandi varð uppbygging á kolefnisforða á rýru landi lang- mest í breiðum á Ytrafjalli og Húsavík. Þar mældist kolefhi 3,2 og 2,7% en það var 1,5 og 0,8% á viðmiðunarlandi utan breiða (16. mynd). í melabreiðum í Hrísey, Hveravöllum og á Ássandi jókst kolefni í jarðvegi en það náði hvergi 1% (16. mynd). Á Hveravöllum og Húsavík breiddist lúpína yfir lyngmóa þar sem jarðvegur var mjög ríkur af kolefni. Á þessum stöðum reyndist kolefnisinnihald í jarðvegi vera mun lægra þar sem lúpína hafði farið yfir og var það öfugt við það sem átti við um breiður á melum á sömu stöðum (17. mynd). 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.