Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 31
Þéttleiki lúpínu og tegundafjöldi. Náið samband reyndist vera á milli þéttleika lúpínu
og fjölda plöntutegunda í reitum þegar á heildina var litið (10. mynd). Á sunnanverðu
landinu voru vaxtarskilyrði fyrir lúpínu allstaðar það góð að hún náði fullri þekju og
varð fremur hávaxin, eða um 80-120 cm (12. mynd). Þar voru um 20-60 plöntu-
tegundir á viðmiðunarlandi utan lúpínubreiða en það var kannað á Kvískeijum, Svína-
felli, Múlakoti, Þjórsárdal og Heiðmörk. Flestar tegundir voru í algróinni, rakri mosa-
heiði í Múlakoti (4. ljósmynd) en fæstar í sandorpnu, berangurshrauni í Þjórsárdal (13.
mynd). Inni í gömlum lúpínubreiðum voru tegundir mun færri eða á bilinu 5-25.
Fæstar voru þær í Skorradal en flestar í Þjórsárdal (13. mynd). Fátítt var að yfir 20
plöntutegundir fyndust í reitum inni í breiðum. Þar sem land var kannað bæði utan og
innan breiða voru tegundir alls staðar fleiri utan breiða en innan þeirra, nema í Þjórs-
árdal þar sem fjöldinn hélst nánast hinn sami (13. mynd).
Á Norðurlandi voru vaxtarskilyrði lúpínu breytilegri. Þar náði hún ekki alls
staðar að loka ógrónu landi og hæð hennar var mest um 40-110 cm (14. mynd). Á
flestum svæðum, nema í Hrísey og á Húsavík, var lúpína langhæst og þéttust í reitum
rétt innan við jaðarinn en lækkaði mikið og gisnaði innar í breiðunni. Þar sem at-
huganir voru gerðar á breiðum á melum og mólendi á sömu svæðum (Hrísey, Hvera-
vellir, Húsavík) reyndist lúpína alls staðar vera hávaxnari í mólendinu. Á viðmiðunar-
landi utan lúpínubreiða voru um 10-55 plöntutegundir í reit fyrir norðan. Fæstar voru
tegundir á melakollum á Hveravöllum en flestar í skriðu á Ytrafjalli og í mólendi á
Hveravöllum (14. mynd). Inni í breiðum var þróunin mjög misjöfn en þar voru 3-62
plöntutegundir í reit, fæstar í Hrísey en flestar á Ytrafjalli. Á Hveravöllum fjölgaði
tegimdum verulega inni í breiðum þar sem lúpína var lágvöxnumst og gisnust á
melum, eða um allt að helming (I 1-3, II1-3), og sömu þróunar gætti einnig í annarri
breiðunni á Hálsmelum (II 1-2). Á mel á Ássandi urðu nánast engar breytingar á
tegundafjölda. Lítilsháttar fækkun varð á tegundum inni í lúpínubreiðum í Varmahlíð
og á Ytrafjalli (I og II), en tegundafjölbreytni hélst þar há. Þá er rétt að benda á að í
elstu lúpínubreiðunni á Ytrafjalli (III1) fundust yfir 62 tegundir plantna en enginn við-
miðunarreitur var þar hins vegar utan við breiðuna (14. mynd). í Hrísey og á Húsavík
varð mikil fækkun á tegundum inni í breiðum, bæði á melum og í mólendi, og sömu
sögu er að segja um breiður í mólendi á Hveravöllum. Hvergi á landinu fækkaði
tegundum hlutfallslega jafn mikið og þar sem lúpínan breiddist yfir mólendi í Hrísey
(II 1-3). Þar fundust 36 tegundir í reit í mólendinu en aðeins þijár inni í breiðunni, að
lúpínunni meðtalinni (12. ljósmynd). í hinni breiðunni í Hrísey var einnig jafn fátt um
tegundir í elsta hlutanum en breytingar höfðu hins vegar ekki orðið eins miklar þar
(14. mynd). Á Húsavík voru tegundir einnig fáar inni í elsta hluta breiða en þær voru
þó talsvert fleiri en í Hrísey. Á Húsavík vom 30-35 tegundir á viðmiðunarlandi utan
breiða en 5-13 tegundir inni í elsta hluta breiða (14. mynd).
29