Fjölrit RALA - 15.01.2001, Síða 31

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Síða 31
Þéttleiki lúpínu og tegundafjöldi. Náið samband reyndist vera á milli þéttleika lúpínu og fjölda plöntutegunda í reitum þegar á heildina var litið (10. mynd). Á sunnanverðu landinu voru vaxtarskilyrði fyrir lúpínu allstaðar það góð að hún náði fullri þekju og varð fremur hávaxin, eða um 80-120 cm (12. mynd). Þar voru um 20-60 plöntu- tegundir á viðmiðunarlandi utan lúpínubreiða en það var kannað á Kvískeijum, Svína- felli, Múlakoti, Þjórsárdal og Heiðmörk. Flestar tegundir voru í algróinni, rakri mosa- heiði í Múlakoti (4. ljósmynd) en fæstar í sandorpnu, berangurshrauni í Þjórsárdal (13. mynd). Inni í gömlum lúpínubreiðum voru tegundir mun færri eða á bilinu 5-25. Fæstar voru þær í Skorradal en flestar í Þjórsárdal (13. mynd). Fátítt var að yfir 20 plöntutegundir fyndust í reitum inni í breiðum. Þar sem land var kannað bæði utan og innan breiða voru tegundir alls staðar fleiri utan breiða en innan þeirra, nema í Þjórs- árdal þar sem fjöldinn hélst nánast hinn sami (13. mynd). Á Norðurlandi voru vaxtarskilyrði lúpínu breytilegri. Þar náði hún ekki alls staðar að loka ógrónu landi og hæð hennar var mest um 40-110 cm (14. mynd). Á flestum svæðum, nema í Hrísey og á Húsavík, var lúpína langhæst og þéttust í reitum rétt innan við jaðarinn en lækkaði mikið og gisnaði innar í breiðunni. Þar sem at- huganir voru gerðar á breiðum á melum og mólendi á sömu svæðum (Hrísey, Hvera- vellir, Húsavík) reyndist lúpína alls staðar vera hávaxnari í mólendinu. Á viðmiðunar- landi utan lúpínubreiða voru um 10-55 plöntutegundir í reit fyrir norðan. Fæstar voru tegundir á melakollum á Hveravöllum en flestar í skriðu á Ytrafjalli og í mólendi á Hveravöllum (14. mynd). Inni í breiðum var þróunin mjög misjöfn en þar voru 3-62 plöntutegundir í reit, fæstar í Hrísey en flestar á Ytrafjalli. Á Hveravöllum fjölgaði tegimdum verulega inni í breiðum þar sem lúpína var lágvöxnumst og gisnust á melum, eða um allt að helming (I 1-3, II1-3), og sömu þróunar gætti einnig í annarri breiðunni á Hálsmelum (II 1-2). Á mel á Ássandi urðu nánast engar breytingar á tegundafjölda. Lítilsháttar fækkun varð á tegundum inni í lúpínubreiðum í Varmahlíð og á Ytrafjalli (I og II), en tegundafjölbreytni hélst þar há. Þá er rétt að benda á að í elstu lúpínubreiðunni á Ytrafjalli (III1) fundust yfir 62 tegundir plantna en enginn við- miðunarreitur var þar hins vegar utan við breiðuna (14. mynd). í Hrísey og á Húsavík varð mikil fækkun á tegundum inni í breiðum, bæði á melum og í mólendi, og sömu sögu er að segja um breiður í mólendi á Hveravöllum. Hvergi á landinu fækkaði tegundum hlutfallslega jafn mikið og þar sem lúpínan breiddist yfir mólendi í Hrísey (II 1-3). Þar fundust 36 tegundir í reit í mólendinu en aðeins þijár inni í breiðunni, að lúpínunni meðtalinni (12. ljósmynd). í hinni breiðunni í Hrísey var einnig jafn fátt um tegundir í elsta hlutanum en breytingar höfðu hins vegar ekki orðið eins miklar þar (14. mynd). Á Húsavík voru tegundir einnig fáar inni í elsta hluta breiða en þær voru þó talsvert fleiri en í Hrísey. Á Húsavík vom 30-35 tegundir á viðmiðunarlandi utan breiða en 5-13 tegundir inni í elsta hluta breiða (14. mynd). 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.