Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 68

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 68
Húsavík. Bæjarland Húsavíkurkaupstaðar á Skálamel og við Botnsvatn. Lúpína var fyrst sett í Skálamel árið 1967 er smáplöntum var plantað í einfalda röð efst í skógræktargirðingu í hlíðinni ofan bæjarins. Árið 1974 var girðingin færð út til norðurs og breiddist lúpínan einnig þar um. Sama ár var áburði og grasfræi dreift úr flugvél Landgræðslu rikisins yfir Skálamel. Um 1980 er farið að taka fræ af lúpínunni og dreifa á nýja staði. Árið 1989 var bæjarlandið girt og friðað fyrir sauðfjárbeit. Þá voru gömlu skógræktargirðingamar teknar upp. Lúpína mun einnig hafa verið sett í mel innan skógræktargirðingar við Botnsvatn ofan Húsavíkur árið 1967. Heimildarmaður: Þröstur Eysteinsson. Lögð vom út þrjú snið með 9 reitum ails. Snið HÚ I l^f var efst á Skálamel og lág samsíða og um 10 m neðan við gamla girðingastæðið. Fyrsti reiturinn var úti á blásnum mel sem hafði verið utan við gömlu girðinguna og var beittur til 1989. Reiturinn var rétt utan við lúpínubreiðu sem myndast hafði á melnum eftir friðunina. Annar reitur var rétt innan við jaðar breiðunnar og utan við gamla girðingarstæðið. Þriðji var síðan í gömlu lúpínubreiðunni um 15 m innan við gamla girðingarstæðið þar sem lúpínan var þétt en með talsverðu grasi í sverði. Fjórði reiturinn var um 100 m norðar í gömlu griðingunni þar sem lúpínan var gisin en mikið gras í sverði. Snið HU II 1-3 var neðar í hlíðinni þar sem lúpínan var yngri og hafði breiðst yfir lyngmóa. Það lág yfir gamla girðingastæðið að sunnan, um 15 m ofan við stíginn sem liggur út eftir hlíðinni ofan við greniskóginn. Fyrsti reiturinn var í lyngmóa utan við girðingastæðið og lúpínubreiðuna. Annar reitur var einnig utan við girðingastæðið en innan við jarðar lúpínunnar sem vaxið hafði upp eftir friðunina 1989. Þriðji reiturinn var í gamalli lúpínu 10 m innan girðingarinnar. Snið HÚ III1-2 var við norðurjaðar skógræktarsvæðisins upp við Botnsvatn þar sem girðingin hafði staðið. Þar hafði lúpínan verið sett í lítinn melkoll sem hún hafði breiðst um innan girðingarinnar. Fyrri reiturinn var settur niður í litt gróinn melinn utan við gamla girðingarstæðið en hinn inn í lúpínubreiðuna innan við það. Gróðurmælingar fóru fram 22.-24. júlí, 1993. Ássandur í Kelduhverfi. I landgræðslugirðingu á Ássandi, vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar var lúpínu sáð í sandinn á fáeinum stöðum í kringum 1977 og mynduðust með tímanum litlar breiður. Lúpínan átti fremur erfitt uppdráttar þar, sennilega vegna þurrka. Heimildarmaður: Andrés Amalds. Lagt var út eitt snið með þremur reitum, ÁS 1-3. Sniðið var í lítilli, stakri breiðu sem var skammt frá suðurjaðri girðingarinnar með þjóðveginum um 1 km vestur af Jökulsá. Fyrsti reiturinn var á bemm melnum utan við breiðuna, annar rétt innan við jaðarinn þar sem lúpínan var einna þéttust og þriðji reiturinn inn í miðju breiðunnar þar sem lúpínan var farin að gisna talsvert og komið í hana gras. Gróðurmælingar fóm fram 20. júlí, 1990. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.