Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 68
Húsavík. Bæjarland Húsavíkurkaupstaðar á Skálamel og við Botnsvatn. Lúpína var fyrst sett í
Skálamel árið 1967 er smáplöntum var plantað í einfalda röð efst í skógræktargirðingu í hlíðinni ofan
bæjarins. Árið 1974 var girðingin færð út til norðurs og breiddist lúpínan einnig þar um. Sama ár var
áburði og grasfræi dreift úr flugvél Landgræðslu rikisins yfir Skálamel. Um 1980 er farið að taka fræ af
lúpínunni og dreifa á nýja staði. Árið 1989 var bæjarlandið girt og friðað fyrir sauðfjárbeit. Þá voru
gömlu skógræktargirðingamar teknar upp. Lúpína mun einnig hafa verið sett í mel innan
skógræktargirðingar við Botnsvatn ofan Húsavíkur árið 1967. Heimildarmaður: Þröstur Eysteinsson.
Lögð vom út þrjú snið með 9 reitum ails. Snið HÚ I l^f var efst á Skálamel og lág samsíða og
um 10 m neðan við gamla girðingastæðið. Fyrsti reiturinn var úti á blásnum mel sem hafði verið utan
við gömlu girðinguna og var beittur til 1989. Reiturinn var rétt utan við lúpínubreiðu sem myndast
hafði á melnum eftir friðunina. Annar reitur var rétt innan við jaðar breiðunnar og utan við gamla
girðingarstæðið. Þriðji var síðan í gömlu lúpínubreiðunni um 15 m innan við gamla girðingarstæðið þar
sem lúpínan var þétt en með talsverðu grasi í sverði. Fjórði reiturinn var um 100 m norðar í gömlu
griðingunni þar sem lúpínan var gisin en mikið gras í sverði. Snið HU II 1-3 var neðar í hlíðinni þar
sem lúpínan var yngri og hafði breiðst yfir lyngmóa. Það lág yfir gamla girðingastæðið að sunnan, um
15 m ofan við stíginn sem liggur út eftir hlíðinni ofan við greniskóginn. Fyrsti reiturinn var í lyngmóa
utan við girðingastæðið og lúpínubreiðuna. Annar reitur var einnig utan við girðingastæðið en innan við
jarðar lúpínunnar sem vaxið hafði upp eftir friðunina 1989. Þriðji reiturinn var í gamalli lúpínu 10 m
innan girðingarinnar. Snið HÚ III1-2 var við norðurjaðar skógræktarsvæðisins upp við Botnsvatn þar
sem girðingin hafði staðið. Þar hafði lúpínan verið sett í lítinn melkoll sem hún hafði breiðst um innan
girðingarinnar. Fyrri reiturinn var settur niður í litt gróinn melinn utan við gamla girðingarstæðið en
hinn inn í lúpínubreiðuna innan við það. Gróðurmælingar fóru fram 22.-24. júlí, 1993.
Ássandur í Kelduhverfi. I landgræðslugirðingu á Ássandi, vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar var lúpínu
sáð í sandinn á fáeinum stöðum í kringum 1977 og mynduðust með tímanum litlar breiður. Lúpínan átti
fremur erfitt uppdráttar þar, sennilega vegna þurrka. Heimildarmaður: Andrés Amalds.
Lagt var út eitt snið með þremur reitum, ÁS 1-3. Sniðið var í lítilli, stakri breiðu sem var skammt
frá suðurjaðri girðingarinnar með þjóðveginum um 1 km vestur af Jökulsá. Fyrsti reiturinn var á bemm
melnum utan við breiðuna, annar rétt innan við jaðarinn þar sem lúpínan var einna þéttust og þriðji
reiturinn inn í miðju breiðunnar þar sem lúpínan var farin að gisna talsvert og komið í hana gras.
Gróðurmælingar fóm fram 20. júlí, 1990.
66