Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 34

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 34
Uppskera í lúpínubreiðum. Meira en tífaldur munur var á uppskeru lúpínu eftir stöðum. Mest var hún í elsta hluta breiðu í Múlakoti, 992 g/m2, og þar var að auki 202 g/m2 uppskera af öðmm blóm- plöntum. Minnst var uppskera lúpínu hins vegar í elsta hluta breiðu í Varmahlíð, þar sem hún var 78 g/m" en uppskera annarra blómplantna nam 15 g/m2 (15. mynd). Sunnanlands var umtalsverð uppskera af lúpínu (297-992 g/m2) bæði í ungum breiðum og gömlum. A eftir Múlakoti var uppskera þar mest á Kvískeijum og Svínaf- elli en þar var í báðum tilvikum um gamlar breiður að ræða (15. mynd). Á Norður- landi var uppskera lúpínu alls staðar meiri í yngri en eldri hluta breiða. í yngri hluta breiða mældist hún 337-652 g/m2, minnst var hún á Ássandi en mest í Varmahlíð (15. mynd). í eldri hluta breiða mældist uppskera lúpínu á Norðurlandi hins vegar aðeins 78-389 g/m2. Minnst var hún í Varmahlíð og á Hveravöllum en mest á Húsavík og i Hrísey (15. mynd). Á Hveravöllum var uppskera lúpínu mikil þar sem hún sótti út í mólendi, eða 651 g/m2. í sömu breiðu var uppskera lúpínu þar á mel hins vegar 337 g/m2 (15. mynd). Samanborið við lúpínu var uppskera annarra blómplantna alls staðar fremur lítil í breiðum og náði hvergi yfir 70 g/m2, nema í Múlakoti. Þar sem mælingar voru gerðar bæði í yngri og eldri hluta breiða var uppskera þeirra ætíð meiri í eldri hlutanum (15. mynd). 15. mynd. Uppskera lúpinu og annarra háplantna í lúpínubreiðum haustið 1993. Frá Kvískerjum (KS), Svínafelli (SF), Múlakoti (MK), Þjórsárdal (ÞD), Heiðmörk (HM), Varmahlíð (VH), Hrísey (HR), Hveravöllum (HV), Húsavík (HÚ) og Ássandi (ÁS). Sýni vora tekin í gömlum (g) og ungum (u) hluta breiða þar sem lúpína hafði breiðst um lítt gróið land. Á Hveravöllum var uppskera einnig mæld í ungri breiðu þar sem lúpína hafði sótt út á mólendi (m). Meðaltal og staðalskekkja, n=6. Figure 15. Biomass of lupin and other vascular plants (g dwt/m') in the autumn of 1993. The sites are Kvísker (KS), Svínafell (SF), Múlakot (MK), Þjórsárdalur (ÞD), Heiðmörk (HM), Varmahlíð (VH), Hrisey (HR), Hveravellir (HV), Húsavík (HÚ) and Assandur (ÁS). From old (g) andyoung (u) parts of patches where lupin colonized barren areas. At the Hveravellir site a patch where the lupin had colonized heathland (m) was also sampled. Average and s.e., n= 6. 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.