Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Page 15

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Page 15
Eftirhrif sláttutíma Sumarið 1991 var lögð út tilraun í nýlegu túni þar sem reynt verður að mæla eftirhrif mismunandi sláttumeðferðar. Fléttað er saman mismunandi tíma 1. og 2. sláttar og er í flestum liðum skipt á þessa sláttutíma og einslætti 20. júlí milli ára. Einnig eru liðir sem ávalt fá "slæma" meðferð og "góða" meðferð öíl ár, m. a. til að meta áhrif á gróðurfar. Til að fá enn betri samanburð og losna við hugsanleg áhiif árferðis byrjunarárið var lögð út samskonar tilraun við hlið hennar vorið 1992. Skipan hennar er nákvæmlega hin sama, nema árum er víxlað. Skipan þeirra er þannig: Ár 1 __ Ár2 Liður l.sláttur 2.sláttur 1 .sláttur 2.sláttur a 20.júní 15.ágúst 20.júní 15.ágúst b 20.júní 15.sept. 20.júní 15.sept. c 20.júní 15.ágúst 20.júlí d 20.júní 30.ágúst 20.júlí e 20.júní 15.sept. 20.júlí f 30.júní 30.ágúst 20.júlí g 30.júní lS.sept. 20.júlí h lO.júlí 15.sept. 20.júlí i lO.júlí 20.júlí k 20.júlí 20.júlí 1 20.júní 15.ágúst 20.júní 15.ágúst m 20.júní 15.sept. 20.júní 15.sept. o 20.júlí 20.júní lS.ágúst P 20.júlí 20.júní 30.ágúst r 20.júlí 20.júní 15.sept. s 20.júlí 30.júní 30.ágúst t 20.júlí 30.júní 15.sept. u 20,júlí lO.júlí 15.sept. X 20.júlí lO.júlí z 20.júlí Allir liðir fá sama áburð að vori, 650 kg Græðir 8/ha og liðir 1 og m að auki 40 kg N/ha eftir slátt í Kjama. í þessu tilraunum mælast bæði eftirhrif meðferðar 1994 og frumspretta og endurvöxtur 1995 á reitum sem fengu sömu meðferð árið áður. Vegna ýmissa orsaka urðu alvarleg mistök við dreifingu áburðar vorið 1995. Að jafnaði hefur verið borið á um eða fyrir mánaðarmót maí/júní, en það fórst fyrir og uppgötvaðist ekki fyrr en 19. júní. Daginn eftir, 20. júní, var svo borið á. Vegna þessa var ákveðið að slá saman fyrsta slætti sláttutíma 1 og 2, sem varð 4. júlí. Seinni sláttur var hinsvegar sleginn á "réttum" dögum. 9

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.