Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 40

Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 40
Uppskeran var lítil, e.t.v. vegna þess að fijóvgunin hefur verið léleg og sumar plöntumar voru gamlar. Tíminn sem beijatínslan stóð yfir var mismunandi eftir afbrigðum. Elsanta var uppskorin frá 2. júní - 16. júní, Elvira og Senga Sengana frá 2. júní - 28. júní og Glima, Jonsok og Zephyr frá 2. júní - 23. ágúst. Þann 17. júlí var úðað með Permethrin gegn blaðlús. J arðarberjaplöntur frá Alaska - Finnlandi. Ath. XXVIII - 95. Jarðabeijaplöntunum frá Alaska - Finnlandi var plantað í óupphitað gróðurhús þann 18. maí. Áburður á fermetra var 2,8 kg sauðatað og Blákom, en af því var borið á sem svaraði g/m^: 6,4 N, 2,8 P, 7,5 K, 4 S, 0,6 Mg, 1,4 Ca og 0,03 B. Svart plast var lagt yfir jörðina og plantað í gegnum það. Engin ber komu, en mikið af reglum sem vora fjarlægðar. Plöntumar sem vora gróðursettar voru merktar þannig: 1. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimaki. 2. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimaki. 3. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimaki. Red berry. 4. Fragaria, 1992. FráElimáki. 5. Fragaria, 1992. 6. Fragaria, 1992. FráElimaki. 7. Fragaria, 1992. 8. Fragaria, 1992. FráElimaki. Plönturnar sem aðeins eru merktar Fragaria gætu sumar verið F. virginiana, eða bastaxður af F. virginiana eða F. chiloensis og F. vesca. Ræktun hindberja. Ath. XII - 90. Hindberjaplöntur af stofninum Baldur, sem gróðursett voru vorið 1990 dafna vel í plasthúsinu, Það er að því leyti erfið að fást við þau að þau skríða um húsið og eru því illgresi. Berin voru ekki tínd reglulega og vora ekki vigtuð, en töluvert kom samt af berjum á plöntumar.

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.