Rit Búvísindadeildar - 15.05.1996, Side 45
þriðja hólfinu, aftur hrossi í fyrsta hólfinu og þannig koli af kolli þar til atferli
allra hrossanna á svæðunum (Hesti eða Skorradal) hafði verið skráð niður í fjórar
mínútur. Gert var ráð fyrir 1 mínútu til að finna nýtt hross og tók því hver umferð
75 mínútur og byrjað á nýrri umferð á tveggja tíma fresti. Því var fylgst með
hverju hrossi allt að 12 sinnum á sólarhring (meðan birtu naut), í alls 48 mínútur.
4 Auk þessa var á hveijum hálfum tíma atferli allra hrossanna skráð, fjöldi sem var
j á beit, hvfld, göngu o.s.frv.
Niðurstöður og umræður
Ekki hefur verið gengið frá gióðurgögnum með tölfræðilegri úrvinnslu og liggja
því aðeins meginatriðin fyrir. í Skorradal var Agrostis spp. ríkjandi, með nokkru
af Festuca spp. og áberandi Luzula. spp. Á Hesti voru Carex spp., sérstaklega
Carex panicea og C. chordorrhiza rflcjandi ásamt Eriophorum angustifolium. Á
Hesti var tegundafjölbreytnin mun meiri en í Skorradal, og einnig meiri munur á
milli hólfa, bæði hvað varðaði ríkjandi tegundir og uppskerumagn.
Efnagreiningar á skítasýnunum með tilliti til alkaxunagns liggja ekki fyrir og því
ekki niðurstöður á átmagni hrossa í einstökum hólfum. Alkanagreiningamar eru
innan verksviðs Fóðurdeildar Rala og hefur þar verið unnið að alkanamælingnum.
Erfiðleikar vora á því að greina C-36 í sýnunum en iausn fékkst í því máli
síðastliðið haust og er nú beðið niðurstaðna.
39