Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 3

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/vefverslun SÉRVALDIR NÝIR BÍLAR Á EINSTÖKU SÓLARHRINGSTILBOÐI AF AUKAHLUTUM Í VEFVERSLUN *Gildir ekki af reiðhjólum né með öðrum tilboðum STJÓRNMÁL Töluverðrar taugaveikl- unar gætir nú í þinginu og spennu- stigið milli stjórnarf lokkanna er mjög hátt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Spennan er annars vegar tilkom- in vegna jólastress í þinginu og hins vegar mikillar þreytu sem komin er í samstarfið, þótt hennar gæti í meiri mæli í þingliðinu en meðal ráðherra í ríkisstjórn. Efast nú fleiri um að framhald verði á samstarfi f lokkanna þriggja eftir kosningar og er þeirri skoðun jafnvel hreyft að slíta eigi samstarfinu fyrr. Eins og ávallt eru síðustu vikur fyrir jól álagstími í þinginu vegna fjárlagavinnunnar. Mikil togstreita er sögð vera milli ráðuneyta, eink- um milli heilbrigðisráðherra sem vill fá tugi milljarða til viðbótar í heilbrigðismálin og fjármálaráð- herra sem tekur það ekki í mál. Auk togstreitu um síðustu fjár- lög kjörtímabilsins hafa ráðherrar orðið áhyggjur af málastöðunni og óttast að ná ekki forgangsmálum sínum gegnum ríkisstjórn og þing- flokka á þessum síðasta þingvetri. Veldur þetta spennu milli ráðherra og þingliðs stjórnarmeirihlutans. Meðal þeirra mála sem ætla má að ágreiningur sé um eru fjölmiðla- frumvarp menntamálaráðherra, áfengisfrumvarp dómsmálaráð- herra og frumvörp umhverfisráð- herra um miðhálendisþjóðgarð og þjóðgarðsstofnun. Þá eru þingmenn byrjaðir að skoða stöðu sína fyrir næstu kosningar, enda f lokkarnir farnir að huga að uppröðun á framboðs- lista. Þeir sem þurfa að fara gegnum prófkjör velta því óneitanlega fyrir sér hver sölupunkturinn inn í bak- landið eigi að vera. „Þá þykir mörgum hagfelldara að sýna sérstöðu sína fremur en sam- stöðu,“ eins og einn stjórnarþing- maðurinn komst að orði. – aá / sjá síðu 8 Spennustigið er hátt í þinginu Mikil þreyta er komin í stjórnarsamstarfið og spennustigið milli stjórnarflokkanna er hátt, bæði vegna fjárlagavinnu og komandi prófkjöra og kosninga. Togstreita er milli ráðherra vegna fjárlaga næsta árs. Stress og taugaveiklun einkennir stjórnarsam- starfið vegna fjárlaga og þess hve skammt er eftir af kjörtímabilinu. Aftakaveður var víða um land í gærkvöldi. Hviður fóru upp í 40 metra á sekúndu og var skyggni víða slæmt. Hálka og stórhríð var á Hellisheiði. Varð það til þess að strætisvagn á leið til Reykjavíkur fór út af veginum og festist ofan við Skíðaskálann í Hveradölum. Sem betur fer urðu engar skemmdir og gat bílstjórinn losað bílinn og komist í bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBO LTI Stelpurnar ok kar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru öruggar í umspilið fyrir Evrópu- mótið í knattspyrnu hið minnsta eftir 3-1 sigur á Slóvakíu í gær. Íslenska liðið lenti undir en sneri leiknum sér í hag í seinni hálfleik. Lokaleikur Íslands í undan- keppninni er á þriðjudag og kemur þá í ljós hvort stelpurnar komist beint inn á EM eða þurfi að fara í umspil. – hó / sjá síðu 30 Sara Björk skaut Íslandi í umspil Sara skoraði tvisvar af vítapunkt- inum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.