Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2020, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 27.11.2020, Qupperneq 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/vefverslun SÉRVALDIR NÝIR BÍLAR Á EINSTÖKU SÓLARHRINGSTILBOÐI AF AUKAHLUTUM Í VEFVERSLUN *Gildir ekki af reiðhjólum né með öðrum tilboðum STJÓRNMÁL Töluverðrar taugaveikl- unar gætir nú í þinginu og spennu- stigið milli stjórnarf lokkanna er mjög hátt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Spennan er annars vegar tilkom- in vegna jólastress í þinginu og hins vegar mikillar þreytu sem komin er í samstarfið, þótt hennar gæti í meiri mæli í þingliðinu en meðal ráðherra í ríkisstjórn. Efast nú fleiri um að framhald verði á samstarfi f lokkanna þriggja eftir kosningar og er þeirri skoðun jafnvel hreyft að slíta eigi samstarfinu fyrr. Eins og ávallt eru síðustu vikur fyrir jól álagstími í þinginu vegna fjárlagavinnunnar. Mikil togstreita er sögð vera milli ráðuneyta, eink- um milli heilbrigðisráðherra sem vill fá tugi milljarða til viðbótar í heilbrigðismálin og fjármálaráð- herra sem tekur það ekki í mál. Auk togstreitu um síðustu fjár- lög kjörtímabilsins hafa ráðherrar orðið áhyggjur af málastöðunni og óttast að ná ekki forgangsmálum sínum gegnum ríkisstjórn og þing- flokka á þessum síðasta þingvetri. Veldur þetta spennu milli ráðherra og þingliðs stjórnarmeirihlutans. Meðal þeirra mála sem ætla má að ágreiningur sé um eru fjölmiðla- frumvarp menntamálaráðherra, áfengisfrumvarp dómsmálaráð- herra og frumvörp umhverfisráð- herra um miðhálendisþjóðgarð og þjóðgarðsstofnun. Þá eru þingmenn byrjaðir að skoða stöðu sína fyrir næstu kosningar, enda f lokkarnir farnir að huga að uppröðun á framboðs- lista. Þeir sem þurfa að fara gegnum prófkjör velta því óneitanlega fyrir sér hver sölupunkturinn inn í bak- landið eigi að vera. „Þá þykir mörgum hagfelldara að sýna sérstöðu sína fremur en sam- stöðu,“ eins og einn stjórnarþing- maðurinn komst að orði. – aá / sjá síðu 8 Spennustigið er hátt í þinginu Mikil þreyta er komin í stjórnarsamstarfið og spennustigið milli stjórnarflokkanna er hátt, bæði vegna fjárlagavinnu og komandi prófkjöra og kosninga. Togstreita er milli ráðherra vegna fjárlaga næsta árs. Stress og taugaveiklun einkennir stjórnarsam- starfið vegna fjárlaga og þess hve skammt er eftir af kjörtímabilinu. Aftakaveður var víða um land í gærkvöldi. Hviður fóru upp í 40 metra á sekúndu og var skyggni víða slæmt. Hálka og stórhríð var á Hellisheiði. Varð það til þess að strætisvagn á leið til Reykjavíkur fór út af veginum og festist ofan við Skíðaskálann í Hveradölum. Sem betur fer urðu engar skemmdir og gat bílstjórinn losað bílinn og komist í bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBO LTI Stelpurnar ok kar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru öruggar í umspilið fyrir Evrópu- mótið í knattspyrnu hið minnsta eftir 3-1 sigur á Slóvakíu í gær. Íslenska liðið lenti undir en sneri leiknum sér í hag í seinni hálfleik. Lokaleikur Íslands í undan- keppninni er á þriðjudag og kemur þá í ljós hvort stelpurnar komist beint inn á EM eða þurfi að fara í umspil. – hó / sjá síðu 30 Sara Björk skaut Íslandi í umspil Sara skoraði tvisvar af vítapunkt- inum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.