Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 28

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 28
Með gildistöku EES-samn-ingsins þann 1. janúar 1994 öðluðust EFTA ríkin þrjú, Noregur, Ísland og Liechten- stein, aðgang að innri markaði ESB. Til að njóta þessa aðgangs þurfa bæði aðildarríki ESB og EFTA-ríkin að innleiða regluverk ESB, acquis communautaire, sem tengist svo- kölluðu fjórfrelsi. Nokkrar undan- tekningar eru á þessu. Ein þeirra er sameiginleg landbúnaðarstefna ESB. Önnur er sameiginleg sjávar- útvegsstefna ESB. Í þessari grein verður fjallað um viðskiptasamn- inga Íslands og ESB um landbún- aðarvörur sem byggja á ákvæðum EES-samningsins. Landbúnaðarstefna ESB ekki hluti EES-samningsins Þar sem EES-samningurinn tekur ekki til sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar verður EFTA-ríkjunum ekki gert að innleiða regluverk ESB á því sviði. Um viðskipti með land- búnaðarafurðir sem og unnar afurð- ir er því samið sérstaklega í tvíhliða samningum milli Íslands og Noregs annars vegar og ESB hins vegar. Með EES-samningnum voru lögð drög að auknum viðskiptum með landbúnaðarafurðir og unnin mat- væli með tvennum hætti – annars vegar með 19. gr. EES-samningsins og hins vegar með bókun 3 við samninginn. Í framkvæmd hefur 19. gr. EES- samningsins verið talin taka til allra óunninna landbúnaðarvara, s.s. mjólkur, osta, en undir bókun 3 falla vörur sem almennt teljast unnar landbúnaðarvörur, sbr. b-lið 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins. Á grundvelli þessara ákvæða hafa Ísland og ESB gert samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur, fyrst 2007 og síðan aftur 2015 með gildistöku 2018. Sérstakir samningar um landbúnaðarvörur Mikilvægt er að halda því til haga að á grundvelli ofangreindra ákvæða í EES-samningnum gerir ESB sér- samninga við Ísland og Noreg hvort í sínu lagi. Það er því áhugavert að skoða hvernig Noregur hefur samið við ESB um þessi atriði í saman- burði við Ísland. Í aukaskýrslu með árlegri saman- tekt ESB um innleiðingu „ESB-Nor- egs“ samningsins um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 2019 er fjallað um stöðu samningsins og viðleitni ESB til að þróa samninginn frekar í samvinnu við Noreg. Þar er m.a. að finna upplýsingar um samn- ingaviðræður ESB og Noregs. Þann 14. nóvember 2019 áttu full- trúar ESB og Noregs fund um unnar landbúnaðarvörur sem falla m.a. undir bókun 3. Þar kynnti ESB þá ítrekuðu ósk sína að taka upp við- ræður um tolla á vörur sem falla undir hana, með það markmið að auka viðskipti sem væri í anda þess að sameina markaði EES-svæðisins. Norska sendinefndin hafnaði þess- ari beiðni og rökstuddi synjun sína með vísan til þess að „…tilgangur endurskoðunar á bókun 3 sé ekki aukið frelsi í viðskiptum heldur frekar að jafna stöðu aðila...“. Norska sendinefndin lýsti því þeirri afstöðu sinni að halda bókun 3 óbreyttri og vildi ekki taka á sig neinar skuld- bindingar í átt til aukins frjálsræðis í viðskiptum með unnar landbún- aðarvörur (lesist tollalækkanir). Af hverju ganga íslensk stjórnvöld lengra en norsk? Á fundinum var einnig rætt um þá málaleitan ESB að Noregur myndi gera samning um gagnkvæma verndun afurðaheita, svipað og Ísland gerði árið 2015, og hefur m.a. leitt til sérstakra tollkvóta fyrir osta. Fram kom að fulltrúar ESB „hvöttu norsku sendinefnd- ina til að íhuga að taka aftur upp viðræður um viðurkenningu svo- kallaðra landfræðilegra merkinga. Norska sendinefndin útskýrði að hún myndi ráðfæra sig við við- eigandi yfirvöld um möguleikann á að hefja þessar viðræður að nýju.“ Af þessu er ljóst að löndin tvö, Ísland og Noregur, hafa túlkað og unnið með misjöfnum hætti með 19. gr. EES-samningsins og bókun 3 við samninginn. Er ljóst að norsk stjórnvöld hafa ekki gengið jafn- langt og íslensk stjórnvöld í samn- ingum við ESB. Víðtæk áhrif tollkvóta á íslenskan landbúnað Forsvarsmenn samtaka bænda hafa ítrekað bent á hve gríðarleg breyt- ing felst í samningnum við ESB frá árinu 2015. Ofan á tollalækkanir á kjöti og tollkvóta fyrir kjöt og osta, bættust stórauknir kvótar í báðum þessum afurðum. Þann- ig nema tollkvótar fyrir nautakjöt yfir 20% af heildarmarkaði. Á sama tíma hefur Noregur ekki samið um neinn slíkan kvóta á grundvelli 19. gr. Fyrir svínakjöt er tollkvóti ESB til Íslands t.d. 700 tonn en 600 tonn í Noregi sem þó er með 14,6 faldan íbúafjölda Íslands, 5,3 milljónir. Nýjar aðstæður kalla á nýtt hagsmunamat Á fundi EES-ráðsins 18. nóvem- ber sl. ræddi utanríkisráðherra ýmsar forsendur sem lagðar voru til grundvallar við gerð samnings milli Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur og tiltók að þær hefðu breyst frá gerð samnings- ins. Þannig hefði Bretland nú gengið úr ESB og sá markaðsaðgangur sem samið var um við ESB nái því ekki lengur til Bretlands. Af hans hálfu kom ennfremur fram: „Þá skiptir líka máli að vegna áhrifa heims- faraldursins á komu ferðamanna til Íslands hefur dregið úr eftirspurn eftir landbúnaðarvörum hér á landi. Því þarf hugsanlega að kanna hvort ástæða sé til endurskoðunar á þeim viðskiptakjörum.“ Endurskoðun samninga við ESB Þessi orð eru tímabær og þeim ber að fagna. Íslendingar geta sjálfir framleitt stærstan hluta þeirra matvæla sem teljast til dýraafurða og eru flutt inn. Á gjöfulustu ferða- mannaárum takmarkar þó fjöldi síða á hverjum grís hve mikið beik- on má tilreiða ofan í ferðamenn. Það er sjálfsagt að við nýtum lands- ins gæði til þessa. Það veitir dýrmæt störf. Það sem sjaldnar er haldið á lofti í þessu sambandi er að fram- leiðsla hér á landi fer fram með margfalt minni lyfja- og varnar- efnanotkun en víðast í þeim lönd- um sem innf luttar búvörur koma frá. Með því að framleiða þessar afurðir sjálf, sem við getum vel, minnkum við bæði hættu á meng- un af þessum völdum og drögum úr álagi á lífríki þessara landa sem notkun þessara efna veldur þar. EES-samningurinn og landbúnaður Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Enn virðast margir ekki átta sig á því hvar fólk er statt sem er að heiman – eða vinnur að heiman. Af því getur hlotist lang- vinnur og óþarfur ruglingur. Í kóvinu hefur færst í vöxt að menn sinni vinnunni sinni heima, að fullu eða að hluta. Jafnvel fólk sem hefur ekki áður sinnt vinnu sinni heima og þarf nú fyrst að koma orðum að því. Notar tölvu og síma á sama hátt og það gerði á vinnustað, jafnvel þótt það sitji í eldhúsinu heima. Sumt þetta fólk telur sig þá vinna að heiman, jafn- vel þótt það sé heima og rökstyður með því að þó það sé líkamlega statt Vinna heima – eða að heiman? Þorvaldur Örn Árnason kennari á eftirlaunum heima hjá sér sé vinnan ekki þar. Ég er hins vegar í þeim hópi sem telur það góða fólk einfaldlega vera að vinna heima – eða jafnvel að vinna heiman frá, eða sinna vinnu sinni heima við. Ekki að heiman! Fram að þessu hefur „að heiman“ þýtt að vera ekki heima og óheppi- legt að fara núna að snúa þeirri merkingu við. Ég vann heima Ég er kennari á eftirlaunum, kenndi í nokkra áratugi og vann þá oftast bæði í skólanum og heima hjá mér. Framan af tók ég heim með mér í skólatösku efni til að lesa, verkefni sem ég las og leiðrétti, glærur sem ég gerði heima og sýndi svo í skólanum o.fl. Með árunum minnkaði í skóla- töskunni eftir því sem netið efldist og ég lærði að nota það. Heima- vinnan mín færðist smám saman á netið. Um tíma kenndi ég áfanga sem var blanda af fjarkennslu og staðarnámi. Fjarkennslunni sinnti ég mest í tölvunni heima hjá mér. Stundum ræddi ég í síma við sam- kennara, nemendur eða foreldra – og allt var þetta hluti af vinnunni og unnið heima. Ég lít svo á að allt þetta sem ég gerði heima hafi verið heimavinna – að ég hafi unnið heima – og það hafi engu breytt um það hvort ég notaði blað og blýant eða nettengda tölvu. En ég fór daglega að heiman og var oft langdvölum að heiman, m.a. til að sinna vinnu minni, í skólanum og víðar. Ég gat að vissu marki valið hvort ég vann heima eða að heiman, þ.e. hvað ég vann heima og hvað ég vann í skólanum. Ég gerði fleira heima hjá mér en að sinna kennslustarfinu. Ég var í samskiptum við fjölskylduna og sinnti heimilsstörfum og áhuga- málum. En mér kom aldrei í hug að ég væri að vinna að heiman meðan ég var heima. Ég held að allir Íslend- ingar hafi hugsað þannig allt fram á þessa öld. Athuganir á rituðu máli styðja það. Jú, það er málfrelsi, en ... Auðvitað má hver segja – og skrifa – hvað sem hann vill, en það er óheppilegt ef mikið notuð orð og orðatiltæki, m.a. í fjölmiðlum, hafa óljósa merkinu. Vinna hefur f lust heim á kóvid-tímanum og mikil- vægt að geta talað um það – og skilið hvert annað – og haldið samt áfram að skilja það sem var skrifað og sagt á síðustu öld. Ef einhver segist vinna að heim- an, þá vil ég að það sé ljóst hvort hann/hún er að vinna heima hjá sér eða annars staðar. Tungumálið á gjarna að vera fallegt – en líka rökrænt og sjálfu sér samkvæmt um algenga hluti. Svo er kostur að ungt fólk og komandi kynslóðir geti skilið það sem var skrifað allt fram á þessa öld. Það veitir dýrmæt störf. Það sem sjaldnar er haldið á lofti í þessu sambandi er að fram- leiðsla hér á landi fer fram með margfalt minni lyfja- og varnarefnanotkun en víðast í þeim löndum sem inn- fluttar búvörur koma frá. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.