Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 30
Tekjuþróun sveitarfélaga var til umfjöllunar í Fréttablað-inu þann 4. nóvember sl. Þar
kom fram að tekjur sveitarfélaga
af útsvari væru 3,6 milljörðum
eða 2% meiri fyrstu 10 mánuði
ársins en sömu mánuði í fyrra. Sú
tala stingur í stúf við niðurstöður
greiningarhóps á vegum stjórn-
valda sem skilaði niðurstöðum í
lok ágúst. Þar kom fram að útsvar-
stekjur mundu dragast saman á
árinu um 11,1 milljarð frá f jár-
hagsáætlunum sveitarfélaga en
einungis aukast um innan við 800
milljónir frá árinu 2019. Hér verða
einungis skoðaðar útsvarstekjur en
þær eru nokkuð góður mælikvarði
á hvernig efnahagsumsvif þróast í
einstökum sveitarfélögum vegna
þess að þær eru í beinu samhengi
við launagreiðslur, þær eru tíman-
legar og birtast mánaðarlega.
Hér er miðað við staðgreiðslu-
upplýsingar fyrir fyrstu tíu mánuði
ársins og þær bornar saman við
fyrra ár.
Í 40 sveitarfélögum þar sem
bjuggu 181.000 íbúar í upphafi
árs 2020 hafa útsvarstekjur vaxið
meira en sem landsmeðaltalinu
nemur. Efst tróna nokkur fámenn
sveitarfélög þar sem farið hefur
saman íbúafjölgun og stækkun
útsvarsstofns. Þá taka við útgerðar-
sveitarfélögin Bolungarvík, Vopna-
fjörður, Grýtubakkahreppur og
Vestmannaeyjar þar sem útsvars-
stofn stækkar frá tæpum 7% í yfir
8%. Næst taka við 6 sveitarfélög
með um 30.000 íbúa þar sem stofn-
inn hefur vaxið milli 5 og 6%. Þar á
meðal eru Mosfellsbær, Árborg og
Hveragerði þar sem íbúum er að
fjölga mjög. Sveitarfélagið Skaga-
fjörður er í þessum hópi.
Öll sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu að Reykjavík undanskil-
inni hafa haft meiri vöxt útsvar-
stekna en meðaltalinu nemur, en
íbúum þeirra hefur einnig fjölgað
þannig að vöxtur tekna á mann
hefur verið minni en heildartalan
segir til um.
Út sva r stek ju r ha fa d reg ist
saman í 22 sveitarfélögum með
tæplega 40.000 íbúa. Sveitarfélögin
á austanverðu Suðurlandi hafa hér
töluverða sérstöðu. Í Mýrdals-
hreppi hafa útsvarstekjur dregist
saman um 9% frá fyrra ári en
íbúum fjölgaði þar verulega í fyrra.
Sömu sögu er að segja um Rangár-
þing eystra, Skaftárhrepp og Ása-
hrepp. Sums staðar er íbúum jafn-
framt að fækka (Tjörneshreppur,
Dalabyggð, Þingeyjarsveit og Sval-
barðsstrandarhreppur). Í Reykja-
nesbæ hafa útsvarstekjur dregist
saman um 2% og um 1,2% í Suður-
nesjabæ meðan þær eru að vaxa
um 4% í Vogum og tæplega 3% í
Grindavík.
Niðurstaðan af þessari skoðun
er að þróun útsvarstekna á landinu
það sem af er ári er afar misjöfn og
að um þriðjungur landsmanna býr
í sveitarfélögum þar sem þær hafa
vaxið meira 3% í ár.
Star fshópur sveitarstjórnar-
ráðuneytisins fékk mat einstakra
sveitarstjórna á áætluðum útsvar-
stekjum í ár. Almennt séð er vænt
útkoma ársins betri en þær áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Í Reykjanesbæ
var áætlað að útsvarstekjur mundu
dragast saman um 230 m.kr. en nú
sýnist samdrátturinn stefna í 113
m.kr. Reykjavíkurborg áætlaði að
tekjurnar drægjust saman um 171
m.kr. en nú stefnir í að þær verði 1
milljarði meiri en 2019. Í Suðurnes-
jabæ var áætlaður samdráttur 31
m.kr. en stefnir í 17 m.kr. Í um það
bil tug sveitarfélaga var reiknað
með samdrætti sem ekki verður.
Í þrettán sveitarfélögum verður
útkoman verri en reiknað var með.
Þau eru f lest fámenn og upphæðir
lágar fyrir utan Fjarðabyggð.
Niðurstaðan er sú að sveitarfélög
hafa ekki enn sem komið er orðið
fyrir eins mikilli skerðingu tekna af
útsvari og sveitarstjórnir gerðu ráð
fyrir fyrr í ár hvað sem síðar kann
að verða. Efalítið skipta aðgerðir
ríkisstjórnarinnar sköpum í við-
haldi útsvarstekna. Sums staðar
á landinu hefur þróun útsvars-
stofnsins ekki orðið fyrir áhrifum
a f kórónuveir u k reppu nni og
minnir staðan á þá þróun sem varð
í kjölfar bankahrunsins sem kom
mjög misjafnlega niður eftir land-
svæðum. Áhrifin eru mest þar sem
ferðaþjónusta er aðalundirstaða
í atvinnulífi en eftir því sem liðið
hefur á árið hefur útsvarsstofninn
braggast frá því sem stefndi í um
mitt ár.
Sums staðar á landinu hefur
þróun útsvarsstofnsins
ekki orðið fyrir áhrifum af
kórónuveirukreppunni og
minnir staðan á þá þróun
sem varð í kjölfar banka-
hrunsins sem kom mjög
misjafnlega niður eftir land-
svæðum.
Vonandi hefur COVID
kennt okkur hófsemi. Þá
væri ekki allt neikvætt í
kringum þennan faraldur.
Kórónukreppan hefur
misjöfn áhrif á sveitarfélög
Snúningshjól með bremsum
Ryðfrír stálvaskur með snertilausri virkni
Sápuskammtari
Handþurrkuskammtari
Hurð með lás
Fótstig fyrir vatn
20 lítra tankur fyrir hreint vatn
20 lítra tankur fyrir aallsvatn
Staðalbúnaður:
Hafið samband fyrir frekari upplýsingar
vaska@vaska.is | sími 843-9333 | þú finnur VASKA líka á Facebook
Nánari lýsing:
Hæð: 150 cm
Breidd: 79 cm
Dýpt: 49 cm
Hæð vasks: 90 cm
Þyngd: 36 kg (einungis stöðin)
Litur: Svartur | RAL 9005
Black Friday
40%
afsláur
þea vikuna
Er fyrirtækið þi með at á hreinu?
VASKA er með lausnina fyrir fyrirtæki sem vilja hafa heilbrigða umgengni og snyrtimesku í fyrirrúmi.
Nú koma vonandi jól með hækkandi sól. Eitthvað á þennan hátt sungu Bagga-
lútar þegar kreppan 2008 skall á.
Jólin sem núna eru væntanleg verða
sennilega ekki eins og við erum vön.
Það er langt frá því að heimurinn
hafi sigrast á COVID, þessari skæru
veiru, ekki heldur við hér á Íslandi.
COVID hefur sett hagvöxtinn á
hliðina. Og hvað? Lifum við f lest
ekki ennþá góðu lífi miðað við það
sem margir í heiminum þurfa að
búa við? Hagvöxtur er drifkraftur
til aukinnar neyslu og þar með
göngum við stöðugt á auðlindir
jarðar. Margir hafa uppgötvað að
önnur verðmæti sem stjórna lífinu
okkar eru mikilvægari, t.d. meiri
tími, aukin samvera og minni
hraði. Í ríkiskassanum virðist vera
nóg eftir til að aðstoða fólk og fyrir-
tæki sem eru í tímabundnum vand-
ræðum. Og vonandi fer aðstoð ekki
til fyrirtækja sem hafa malað gull
undanfarin ár og þurfa ekki á styrk
að halda.
Nú eru margir uggandi yfir því
að geta kannski ekki haldið jóla-
hátíðina á hefðbundinn hátt. Engir
Jólin koma
Úrsúla
Jünemann
kennari á
eftirlaunum
jólatónleikar, engin jólahlaðborð,
búðarölt leggst að mestu af og inn-
kaupin fara fram á netinu. Stemn-
ingin í lágmarki. Því miður eru öfl
til í þjóðfélaginu, jafnvel á þinginu,
sem krefjast meira frelsis. En við
verðum að halda stillingu því bar-
áttan við veiruna er alls ekki búin.
Auðvitað er sárt að fjölskyldur geta
ekki nema að mjög takmörkuðu
leyti hist um jólin. Að skjótast milli
landa til að hitta ástvini í nokkra
daga er úr sögunni í bili. En við
þurfum að breyta lífsvenjum hvort
sem er og athuga kolefnissporin
okkar til að á jörðinni verði hægt
að lifa góðu lífi til framtíðar.
Höfum þetta í huga og forðumst
að kaupa og gefa óþarft dót sem
lendir fyrr eða seinna í rusli. Forð-
umst að nota allskonar glys og
glingur sem fer í tunnuna. Vonandi
hefur COVID kennt okkur hófsemi.
Þá væri ekki allt neikvætt í kringum
þennan faraldur.
Landakotsatvikið sem svo hefur verið nefnt er talið alvarlegasta atvikið í sögu Landspítalans.
Í marsbyrjun var sett á fyrirvara-
laust heimsóknarbann ættingja á
hjúkrunarstofnanir vegna meintrar
smithættu. Þessu var mótmælt bréf-
lega til embættis landlæknis og í
blöðum og bent á að smit gæti ekki
síður borist með starfsfólki, eins og
forstjóri Karólinska benti einnig á.
Engin viðbrögð komu fram um leið-
beiningar til starfsfólks svo sem að
forðast hópa, grímunotkun, skim-
anir né hitamælingar eins og sjá
mátti framkvæmdar á einfaldan
hátt víða um heim.
COVID-19 vírusinn er einhver
mest smitandi örveira sem komið
hefur fram og hefur þegar þetta er
skrifað sýkt 12 milljónir Banda-
ríkjamanna, þar á meðal sjálfan
forsetann og hluta samstarfs-
manna hans sem ætla mætti að
væri einhver best verndaði hópur
í heiminum, einnig Pentagon og
hermálayfirvöld. Um 260 þúsund
Bandaríkjamenn hafa látist. Vírus-
inn hefur einnig sýkt marga aðra
verndaða forystumenn t.d. forsætis-
ráðherra Breta.
Það átti því ekki að koma algjör-
lega á óvart að þrátt fyrir ættingja-
bann tækist COVID-19 að smeygja
sér inn á íslenskar sjúkrastofnanir
með sínar gloppóttu varnir og valda
dauða. Landakotsspítali varð verst
úti hér á landi.
Í úttekt þessa atviks er einkum
gagnrýnt að húsakostur Landa-
kots sé gamall, ekki útbúinn fyrir
alheimsfaraldur og engin loftræst-
ing! Harðorð neikvæð ummæli hafa
komið fram frá starfsfólki og ætt-
ingjum um að húsnæðið sé óhæft
fyrir sjúklinga. Komið hefur þó
síðar fram að nokkrar af eldri bygg-
ingum Landspítala t.d. Vífilsstaðir
eru án loftræstistokka en vegnar
samt vel með þeirri aldagömlu
aðferð að opna glugga a.m.k. öðru
hvoru. Loftræstikerfi geta verið
varasöm og dæmi eru um svæsnar
sýkingar t.d. hermannaveikina þ.e.
Legionnaires disease frá loftræsti-
kerfi. Starfsfólk Landakots hefur
aldrei veikst af völdum myglu eins
og á LSH.
Landakotsspítali er einhver
merkilegasta sjúkrastofnun Íslands.
Spítalinn var byggður 1902 af St.
Jósefs systrum fyrir erlent gjafa-
fé samkvæmt óskum lækna og var
aðalsjúkrahús og kennsluspítali
landsins þar til 1930 að Íslendingar
höfðu fyrst dug í sér að byggja eigin
spítala þ.e. Landspítalann. Við end-
urnýjun og nýbyggingu Landakots
1964 varð hann aftur fullkomnasta
sjúkrahús landsins en naut aldrei
sannmælis af hálfu yfirvalda vegna
annars rekstrarfyrirkomulags.
Landakot annaðist lengst af þriðj-
ung bráðaþjónustu á móti Land-
spítala og þáverandi Borgarspítala.
Eftir að ríkið keypti spítalann 1976
var ekki látið fé í neinar umbætur.
Sjúkrastofnun er ekki aðeins
steinsteypuveggir heldur mun
frekar starfsfólkið. Landskotsspít-
ali hafði lengst af af burða lækna-
liði á að skipa, f lestir menntaðir á
fremstu sjúkrahúsum í Bandaríkj-
unum t.d. Harvard, Mayo Cli-
nic, Duke, Cleveland Clinic og U.
Minnesota. Nokkrir læknar voru frá
háskólasjúkrahúsum í Þýskalandi
og Bretlandi.
Margt frumherjastarf var unnið
á Landakoti, fyrsti keisarinn, fyrsta
barnadeildin, höfuðaðgerðir, nýj-
ungar í bæklunarlækningum, og
Landakot var miðstöð augnlækn-
inga um árabil og margt f leira.
Innrás COVID-19 inn á Landa-
kotsspítala, sem var ekki frekar en
aðrar stofnanir byggður né mann-
aður fyrir slíkan faraldur, var eins
og segja má „hinn fullkomni storm-
ur“. Starfsfólk vann þrekvirki og má
vera stolt að ekki fór verr. Sjúklingar
mega vita að í framtíðinni á að vera
eins öruggt að hvíla á Landakots-
spítala sem á öðrum stofnunum ef
hann fær eðlilegt viðhald.
Ég er stoltur af að hafa verið
kandidat á Landakoti.
Landakotsatvik
Birgir
Guðjónsson
læknir
Sigurður
Guðmundsson
sjálfstæður
ráðgjafi
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R28 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð