Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 44

Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 44
Sólveig Baldursdóttir blaða-maður var fararstjóri Íslendinga til Boston í mörg ár um þakkargjörðarhelgina. Fyrsta ferðin var árið 2001 en þá starfaði Sólveig sem ritstjóri Gestgjafans. Þegar hún er spurð hvernig það hafi komið til, svarar hún: „Auglýsinga- stjórinn minn á Gestgjafanum, Anna Þorsteinsdóttir, bað mig að koma með sér á fund með Icelanda- ir þar sem hún var að ná samningi við fyrirtækið varðandi aug- lýsingar. Á þeim fundi kom upp að það vantaði fararstjóra í Thanksgi- ving-ferð sem Icelandair var með til Boston, það þyrfti að vera mann- eskja sem væri kunnug staðháttum þar. Ég upplýsti að ég hefði reyndar búið í Boston en hefði enga reynslu í fararstjórn. Icelandair-maðurinn vildi endilega að ég prófaði því sá sem hafði átt að fara í þessa ferð hafði forfallast með skömmum fyrirvara. Það var því fyrir algera tilviljun að ég fór sem fararstjóri til Boston. Það var svo ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég fór í fararstjóranámið í Háskóla Íslands. Ég fór í níu Thanksgiving-ferðir til Boston og allar voru sérlega skemmtilegar. Boston var síðan orðin eins og heimaborg Íslendinga og þurfti ekki lengur fararstjóra fyrir fólkið,“ segir Sólveig. Hamagangur í verslunum Hún segir að áhuginn á ferðunum til Boston hafi verið gífurlegur. „Á þessum tíma var hægt að kaupa vörur mun ódýrar þar en hér á landi. Farþegar þurftu að vita hvar átti að finna hagstæðu verslanirnar og þar sem ég var kunnug borginni, hafði verið þar við nám í þrjú ár, gat ég auðveld- lega lóðsað fólkið,“ segir hún. „Boston er mekka matarmenn- ingar og ég bjó til lesefni þar sem ég leiðbeindi farþegunum um hvar bestu veitingastaðina væri að finna í ýmsum matarstílum. Það lagðist vel í fólkið og svo var farið í einn alvöru þakkargjörðarkvöld- verð með kalkúni og öllu tilheyr- andi meðlæti. Óhætt er að segja að það hafi verið geysilegur hama- gangur í verslunum alla Thanks- giving-helgina og rosaleg umferð í borginni. Í verslunum á Newbury street í Boston er að finna dýrar merkjavörur og þangað vildu margir fara. Ég fór svo alltaf eina ferð í Wrentham-outlet mollið þar sem var hægt að gera mjög góð kaup,“ segir Sólveig og bendir á að farþegar hafi farið með tómar ferðatöskur út og oft með aðra tösku innan í annarri. „Flestir versluðu rosalega. Jafn- vel allan jólapappírinn, margar rúllur. Ég held að aðalástæða flestra hafi verið að kaupa jólagjaf- ir. Margir hugsuðu málið þannig að í raun væru þeir að fá ferðina fyrir lítið af því gjafirnar væru svo ódýrar. Ég veit ekki alveg hvort fólk kom út í plús en allir skemmtu sér rosalega vel því Boston er með skemmtilegri borgum,“ segir hún. Tapaði bakpoka og pokum Þegar Sólveig er spurð um eftir- minnilegt atvik á þessum ferðalög- um, svarar hún: „Eftirminnilegasta tilvikið var þegar ég og maðurinn minn, Gunnar Hrafnsson, vorum á leiðinni á veitingastað en þetta kvöld voru allir á eigin vegum. Veitingastaðurinn var á Beacon street sem er mjög löng gata en við höfðum ætlað okkur að ganga á veitingastaðinn því veðrið var gott. Við vorum stödd á móts við Cheers-barinn, sem margir kannast við úr sjónvarpsþátt- unum, þegar einn farþeganna, ung stúlka, hringdi hágrátandi í mig af því hún hafði gleymt bakpoka í leigubíl sem hún tók það kvöld. Í bakpokanum voru peningar, kreditkort, passarnir þeirra beggja og einhverjar gjafir. Það eina sem hún mundi var að leigubíllinn var hvítur. Það hjálpaði lítið því leigu- bílar í Boston voru allir hvítir. Ógleymanlegur leigubílstjóri Þetta var á föstudagskvöldinu og það var ljóst að ég gat lítið gert fyrr en daginn eftir. Ég sá fyrir mér að ég þyrfti að hafa samband við sendiráðið og fá hjá þeim ráð til að koma unga parinu heim og að helgin væri ónýt fyrir þeim. Ég sagði stúlkunni að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði og láta hana vita um leið og eitthvað hefði skýrst og kvaddi hana. Við Gunnar héldum áfram að ganga áleiðis á veitingastaðinn og af því ég var orðin svolítið stressuð og tiltölu- lega langt var að staðnum sagði ég að við skyldum taka leigubíl. Ég veifaði í leigubíl en margir hvítir leigubílar óku fram hjá okkur áður en loks stoppaði einn. Leigu- bílstjórinn leit út fyrir að vera múslimi en merki og myndir gáfu það til kynna. Við settumst aftur í og af því Gunnar er mikill spjallari sagði hann manninum farir okkar ekki sléttar og spurði hann hvað hann ráðlegði okkur að gera af því einn af farþegum okkar hefði lent í því að gleyma bakpoka í leigubíl þetta kvöld. Maðurinn stöðvaði þá bílinn, leit aftur í með risa- stórum brúnum augum, dró lítinn bakpoka upp úr farþegasætinu og spurði hvort þetta gæti verið bak- pokinn. Ég veit ekki hvert okkar varð mest hissa því líkurnar á því að við myndum veifa akkúrat bílnum sem stúlkan hefði gleymt bakpokanum í voru engar. Maður- inn trúði alveg örugglega að þetta hefði eitthvað með Allah að gera og sagðist feginn að hafa ekki verið búinn að losa sig við bakpokann því hann gæti hæglega lent í vand- ræðum ef eigandinn kæmi í leitirn- ar og segði til dæmis að í honum hefðu verið miklir peningar. Það er ekki erfitt að ímynda sér gleði stúlkunnar þegar ég hringdi í hana og sagði: Sæl, ég fann bakpokann þinn. Mér þótti ég hafa staðið mig vel sem fararstjóri þetta kvöld,“ segir Sólveig og bætir við að hún og Gunnar, eiginmaður hennar, fari reglulega til Boston og hafi gert frá því þau bjuggu þar. „Sonur okkar fæddist þar og borgin hefur alltaf verið okkur kær,“ segir hún. Sólveig segist versla svolítið á netinu en reyna að styðja við íslenska kaupmenn. „Ég vil styðja við íslenska verslun núna,“ segir hún. „Ég reyni einmitt að nýta mér tilboðin sem svarti föstudagurinn býður upp á hér á landi nú þegar jólainnkaupin eru hafin.“ Flestir versluðu rosalega. Jafnvel allan jólapappírinn, margar rúllur. Ég held að aðalástæða flestra hafi verið að kaupa jólagjafir. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Íslensk framleiðsla í 65 ár Kaupglaðir Íslendingar í Boston Svartur föstudagur er einn stærsti innkaupadagur um víða veröld. Í Bandaríkjunum hafa mynd- ast langar biðraðir við verslanir þennan dag og Íslendingar hafa flykkst þangað undanfarin ár. Sólveig var fararstjóri Íslendinga í Boston um árabil á þakkargjörðarhátíðinni en daginn eftir er Black Friday í verslunum með gríðarlega góðum tilboðum. Sólveig segir að mikill áhugi hafi verið á þessum ferðum á sínum tíma en þetta árið verður verslað hér heima enda útlönd fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það var hægt að gera góð kaup fyrir jólin í Boston. Margar íslenskar verslanir eru með góð tilboð í dag og um að gera að styðja við íslenska kaupmenn og kaupa jólagjafir snemma. Gott að losna við jólaösina síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RSVARTUR FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.