Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 58

Fréttablaðið - 27.11.2020, Side 58
Allir vita að tónlist er holl og góð, nema rokkið... það kemur frá djöf linum. Að öllu gamni slepptu hefur tónlist marg- vísleg heilsusamleg áhrif. Núna þegar það verða líklega engir jóla- tónleikar er þeim mun mikilvægara að fara á Spotify eða YouTube og hlusta á eitthvað skemmtilegt. Ég persónulega hef bæði smekk fyrir klassískri tónlist og djassi, auk ýmiss konar heimstónlistar. Poppjólalög heyrast úr hverju horni þegar desember gengur í garð, og jafnvel fyrr, svo óþarfi er að auglýsa þau eitthvað frekar. Nei, hér verður horft til fagurtónlistar, sem er þó ekkert síður jólaleg en síbyljan. Magnum Mysterium með Jan Lundgren Byrjum á djassinum. Á vissan hátt er djassinn eins og búddisminn. Sá síðarnefndi hefur breiðst um heim- inn og hefur þann einstaka karakt- er að geta lagað sig að þankagangi mismunandi landsvæða, hvort sem það er tíbetsk náttúrutrú eða evrópsk sálfræði. Djassinn hefur líka þennan sveigjanleika, þar eru margar stefnur og nálganir. Fyrir nokkrum árum kom hingað til tónleikahalds sænski djasspían- istinn og tónskáldið Jan Lundgren. Hann spilaði með Barbörukórnum og nokkrum öðrum tónlistar- mönnum. Meginuppistaðan á efnisskránni var samtíningur laga eftir Monteverdi, Gabrieli, Gaffurio, Morales, Byrd og de Victoria. Svipað samansafn kom út í djassútgáfu Lundgrens á plötu fyrir rúmum ára- tug síðan undir nafninu Magnum Mysterium. Útsetningarnar eru lág- stemmdar og fallegar, það er aldrei togstreita á milli þessara ólíku tón- listarstefna. Þvert á móti skapar djassinn fallega umgjörð utan um tímalausa endurreisnartónlistina og lyftir henni upp í hæstu hæðir. Útkoman er afar andaktug. Officium með Jan Garbarek og Hilliard Ensemble Árið 1994 kom út merkileg plata sem sló heldur betur í gegn. Norski saxófónleikarinn Jan Garbarek impróvíserar þar við kórsöng Hilli- ard Ensemble, og syngur hann verk eftir tónskáld frá 12. – 16. öld. Þetta er trúarleg tónlist, enda er Officium nafnið á hinum daglegu tíðabænum Kirkjunnar. Söngurinn er afar fallegur, þrung- inn einhvers konar himneskri ró. Upptakan var gerð í klaustri, og endurómunin er ríkuleg. Einhver kynni að ætla að djass-saxófónn í slíku samhengi sé ósmekklegur, en það er öðru nær. Saxófónninn er tilfinningaþrunginn og hugleiðslu- kenndur, útkoman er alveg einstök. Vespers eftir Rahkmanínoff Annað kórverk er ómissandi um jólin, Vespers, eða Aftansöngur, eftir Rakhmanínoff. Það hefur nokkrum sinnum verið f lutt hér á landi. Rahkmanínoff tilheyrði rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni, en var reyndar ekki kirkjurækinn. Aftansöngur eru kvöldbænir, tíða- bænir, venjulega sungnar, eða bara beðnar, um kvöld. Titill verksins er ónákvæmur, um er að ræða nætur- vöku, yfirleitt aðfaranótt sunnu- dags í Rétttrúnaðarkirkjunni, og samanstendur af þremur tíðum. Stemningin í verkinu er forn. Rakhmanínoff byggði tónlistina á hefðbundnum söng, og meiri hluti stefjanna tilheyrir tónlistararfi kirkjunnar. Hið frumsamda er svo í sama anda, og Rakhmanínoff sjálfur kallaði það „meðvitað feik“. Saman myndar feik og alvara stór- kostlegt listaverk, og er ein af skær- ustu perlunum í tónlist rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar. Jól í Hallgrímskirkju Að lokum verð ég að nefna plötu sem er alltaf spiluð heima hjá mér um jólin, Jól í Hallgrímskirkju. Hún er á Spotify. Þetta er samansafn af lögum sem tengjast jólunum, beint eða óbeint. Þar er til dæmis hinn dásamlegi Pastorale í F-dúr eftir Bach sem Hörður Áskelsson leikur á orgelið af listfengi og mikilli tilfinn- ingu. Einnig má hlýða á sálma, bæði erlenda og íslenska, til að mynda Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. Mótettukór kirkjunnar syngur unaðslega vel undir öruggri stjórn Harðar, og aðrir hljóðfæra- leikarar eru með sitt á hreinu. Og aukalagið... Aukalagið hér er afar lágstemmt, Sposa son disprezzata. Það hefur verið eignað Vivaldi, en er í raun eftir Geminiano Giacomelli. Ég heyrði lagið fyrst í þáttaröðinni The Sopranos, en þar er það spilað á meðan tvær konur eru að dást að endurreisnarmálverki af Heilagri guðsmóður. Cecilia Bartoli syngur; hvílík guðdómleg fegurð. Þetta er tónlist sem fær hárin til að rísa. Hún hefur þau áhrif að maður trúir því auðveldlega að til sé eitthvað æðra en maðurinn; jólin eru svo sannar- lega tími til að minnast þess. Jónas Sen ÞVERT Á MÓTI SKAPAR DJASSINN FALLEGA UMGJÖRÐ UTAN UM TÍMALAUSA ENDURREISNAR- TÓNLISTINA OG LYFTIR HENNI UPP Í HÆSTU HÆÐIR. ÞAR ER TIL DÆMIS HINN DÁSAMLEGI PASTORALE Í F-DÚR EFTIR BACH SEM HÖRÐUR ÁSKELSSON LEIKUR Á ORGELIÐ AF LIST- FENGI OG MIKILLI TILFINN- INGU. Smá mótvægi við síbyljuna Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Frétta- blaðsins, skrifar um jólatónlist sem má orna sér við þegar ekki eru tónleikar. Vespers eftir Rakhmanínoff er ómissandi um jólin. Það er guðdómleg fegurð í söng Ceciliu Bartoli. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.