Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 72

Fréttablaðið - 27.11.2020, Page 72
Irina Shayk kom sér á kortið í fyrirsætubransanum þegar hún var á forsíðu Sport Ill-ustrated árið 2011. Hún er fædd í Yemanzhelinsk í Sovétríkjunum. Fyrirsætan er með töffaralegan og f lottan fata- stíl. Hún sést oft á götum New York í afslöppuðum klæðnaði sem fer henni einstaklega vel. Það er g reinilegt að svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá módelinu en þess á milli klæðist hún jarðtónum. Irina hefur gengið fyrir marga af þekktustu hönn- uðum heims en merkið Burberry er þó í mestu uppáhaldi hjá henni þegar hún mætir sjálf á stærri við- burði. Hún breytir þó stundum út af vananum og klæddist  til að mynda  kjól  frá ítalska merk- inu Twinset á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir tveimur árum. steingerdur@frettabladid.is Klassískur töffari Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk er með óaðfinnanlega flottan stíl. Hún heldur mikið upp á dragtir og er gjörn á að klæðast svörtu eða jarðlitum. Klassísk snið eru í uppáhaldi ásamt smágerðum sólgleraugum í anda tíunda áratugarins. Irina á sýningu Boss. Fyrirsætan er mjög hrifin af smágerðum sólgler- augum í anda tíunda áratugarins. Í dragt frá Burberry á BAFTA-verð- laununum en breska merkið er í miklu uppáhaldi hjá fyrirsætunni. Irina klædd í Oscar de la Renta á tískuvikunni í New York. Töffaraleg á röltinu í New York. Glæsileg í dragt frá Burberry. Í sérhönnuðum kjól frá Burberry í eftirpartíi eftir BAFTA-verðlaunin. Í Valentino á tískuvikunni í París. Í Cannes í svörtum kjól frá ítalska merkinu Twinset. Á röltinu í London í Bur- berry-kápu og regnstígvélum frá Chanel. 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.