Fréttablaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 74
ÉG HEF SÍÐAR
EINNIG ORÐIÐ
FYRIR
ÁHRIFUM FRÁ
HENNI,
EINLÆGNI
HENNAR,
KÆRLEIKA OG
LÍKA HVERSU
KLÁR OG
FLOTT HÚN ER
Í STÖRFUM
SÍNUM.
Hugmyndin um að skrifa óperu um þessa merkilegu konu og segja sögu hennar með þeim hæt t i k v i k naði
fyrir fjórum árum þegar ég hafði
nýlokið við mína aðra óperu,
Ævintýrið um norðurljósin,“ segir
sópransöngkonan, tónskáldið og
kennarinn Alexandra Chernysh
ova um sína þriðju óperu, Góðan
daginn, frú forseti.
Óperan fjallar, eins og titillinn
ber með sér, um ævi og störf Vig
dísar Finnbogadóttur. „Óperan er í
þremur þáttum, eitthvað í kringum
tvær klukkustundir, sem er kannski
ekki alveg nóg til þess að koma öllu
sem mig langaði til skila,“ segir
Alexandra sem hlaut nýlega Súluna,
menningarverðlaun Reykjanes
bæjar, fyrir framlag sitt til eflingar
tónlistarlífs í Reykjanesbæ.
„Eitt er víst að frú Vigdís er okkur
öllum kær og hennar saga þarf að
heyrast sem víðast og verða öllum
og þá sérstaklega konum hvatning
til að trúa á sjálfa sig og rækta kær
leikann, ástríðu og þor.“
Vigdís og La Traviata
Alexandra hverfur allnokkur ár
aftur í tímann þegar hún er spurð
hvað kveikti hjá henni hugmynd
að óperu um fyrstu konuna sem
var þjóðkjörin forseti. „Árið 2007 í
Sæluviku Skagfirðinga frumsýndi
Ópera Skagafjarðar La Traviata,
með ógleymanlegum hætti íþrótta
húsinu í Varmahlíð.
Þetta var fyrir fullu húsi gesta,
hátt í 700 manns og ég heyrði frá
tengdaföður mínum heitnum,
Hilmari Jónssyni, að í salnum hefði
verið frú Vigdís Finnbogadóttir,
fyrsti kvenforseti Íslands og í heim
inum,“ segir Alexandra.
„Ég var orðlaus í fyrstu og vissi þá
ekki, 27 ára að aldri, að hún hefði
verið fyrsti kvenforseti í heiminum,
íslensk kona. Þannig byrjaði þetta
og kveikti áhuga minn á henni. Ég
hef síðar einnig orðið fyrir áhrifum
frá henni, einlægni hennar, kær
leika og líka hversu klár og flott hún
er í störfum sínum.“
Hefurðu verið í sambandi eða hitt
Vigdísi?
„Já, við töluðum saman og höfum
einnig skipst á tölvupóstum. Ég
spurði hana formlega um leyfi til
að skrifa óperuna sem hún gaf mér
fúslega.“
Vonin sem varð að veruleika
Óperan um Vigdísi er sú þriðja sem
Alexandra semur og hún gaf sér
góðan tíma til verksins og leitaði
víða fanga og nefnir sérstaklega
bókina Kona verður forseti, eftir Pál
Valsson, auk fjölda greina og annars
efnis um Vigdísi.
„Þetta er stórt efni og mig langaði
að segja sögu Vigdísar eins og hún
er og ekki skálda neitt. Mig langar
að segja eins og þetta var,“ segir
Alexandra. „Óperan er um hennar
líf og störf og byggir á sjálfsævi
sögu hennar. Í óperunni koma fyrir
atburðir sem mörkuðu líf hennar og
höfðu áhrif á hana. Eins og að ætt
leiða barn fyrst einstæðra mæðra
á Íslandi, að vera hvött til að bjóða
sig fram til embættis forseta og auð
vitað kvenréttindabaráttuna og
jafnrétti kynjanna.“
Alexandra segist í fyrstu hafa
verið ákveðin í að semja óperuna
á ensku og jafnvel frönsku þar sem
hún vilji segja sem flestum konum
um víða veröld sögu Vigdísar. „Svo
fór ég bara að hugsa og spjalla við
konur og þá sá ég hvað saga hennar
Vigdísar Finnbogadóttur er stór
hluti í lífi Íslendinga og bara kven
réttindasögunni. Þetta er vonin sem
varð að veruleika og þá ákvað ég
bara að skrifa óperuna á íslensku.“
Kraftur fjölbreytileikans
Alexandra er íslenskur ríkisborgari,
fædd 1979 og ólst upp í Úkraínu og
Rússlandi en flutti til Íslands árið
2003. Hún hefur tekið virkan þátt í
íslensku tónlistarlífi og hefur rekið
menningar og fræðslufyrirtækið
DreamVoices, ásamt eiginmanni
sínum, Jóni R. Hilmarssyni, frá 2006.
Hjónin settust að í Reykjanesbæ
2016 og fyrr í þessum mánuði hlaut
hún Súluna, menningarverðlaun
Reykjanesbæjar 2020, fyrir framlag
sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykja
nesbæ.
„Það er mér mikill heiður að fá
þessa viðurkenningu,“ segir Alex
Saga Vigdísar
ómar í þriggja
þátta óperu
Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova
æfir nú óperu sína Góðan daginn, frú forseti
sem hún byggir á ævi og störfum Vigdísar
Finnbogadóttur. Hún segir sögu Vigdísar
þurfa að heyrast sem víðast og ætlar að
sjálfsögðu að syngja aðalhlutverkið sjálf.
Alexandra
hlaut Súluna
fyrir framlag
sitt til eflingar
tónlistarlífs í
Reykjanesbæ.
Hér er hún með
verðlaunagrip-
inn, silfursúlu
eftir listakon-
una Elísabetu
Ásberg. MYND/
JÓN HILMARSSON
Alexandra heillaðist svo af Vigdísi Finnbogadóttur og sögu hennar að úr
varð heil ópera með blessun forsetans fyrrverandi. Alexandra ætlar sjálf
að syngja hlutverk Vigdísar og njóta þess. MYND/JÓN HILMARSSON
FARSÆLL FERILL
Alexandra hóf feril sinn á sviði
sem einsöngvari hjá Kiev Aca-
demical Musical Theater of
Opera and Ballet. Alexandra
söng með Kiev National Radio
Orquestra, New York Contem-
porary Opera, auk þess sem
hún hefur sungið sem ein-
söngvari með Óperu Skaga-
fjarðar og fleirum.
Alexandra hefur sungið
víða um Ísland, Evrópu, New
York og einnig í Kína og Japan.
Alexandra hefur gefið út þrjá
einsöngsdiska „Alexandra
soprano“ (2006), „Draumur“
með rómantískum lögum eftir
Sergei Rachmaninov (2008) og
„You and only you“ (2011).
Árið 2014 var Alexandra valin
í hóp tíu framúrskarandi ungra
Íslendinga fyrir framlag sitt til
menningar á Íslandi. Þá komst
hún í sumar á topp tíu listann í
World Folk Vision, alþjóðlegri
tónlistarkeppni, með laginu
Ave María úr frumsömdu óper-
unni Skáldið og biskupsdótt-
irin. Í haust sigraði hún síðan í
alþjóðlegri tónskáldakeppni í
Moskvu fyrir tónsmíð úr sömu
óperu sem samin er við handrit
Guðrúnar Ásmundsdóttur.
andra en verðlaunin eru veitt þeim
sem stutt hafa vel við menningarlíf
sveitarfélagsins og þegar Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, afhenti Alexöndru
verðlaunin og sagði hann meðal
annars:
„Slagorð Reykjanesbæjar, í krafti
fjölbreytileikans, á einstaklega vel
við í tilfelli Alexöndru. Hún er frá
bært dæmi um það hversu mikið
það auðgar samfélag okkar að hér
búi fólk af ólíkum uppruna með
fjölbreytta menningu í farteskinu
sem við öll njótum góðs af.“
Syngur Vigdísi sjálf
Óperan Góðan daginn, frú for
seti verður sem fyrr segir í þremur
þáttum og er samin fyrir tólf ein
söngvara, kóra og hljómsveit. Þótt
Alexandra hafi ákveðið að semja
óperuna á íslensku þá er hluti text
ans einnig á frönsku og ensku. Auk
þess sem ljóð eftir Sigurð Ingólfs
son, Hannes Hafstein, Ástu Björgu
Sveinbjörnsdóttur, Elísabetu Þor
geirsdóttur og fleiri f léttast saman
við texta Alexöndru.
„Ég ætla að syngja aðalhlutverkið
að sjálfsögðu og bara hafa gaman af
því,“ segir Alexandra og bætir við að
gangi allt upp stefni hún á að sýna
konsertuppfærslu af óperunni í
Veröld – Húsi Vigdísar á kvennrétt
indadaginn 8. mars á næsta ári með
fulltingi tónlistarfólks hvaðanæva
af landinu, meðal annars kórum og
söngvurum úr Reykjanesbæ.
Draumurinn er síðan vitaskuld
að stóru leikhúsin eða Íslenska
óperan setji verkið á svið. „Ég vona
að Þjóðleikhúsið eða Íslenska
óperan taki óperuna til sýninga.
Kannski á Listahátíð. Ég held líka
að það gæti verið svolítið gott fyrir
menninguna á Íslandi að þessi
ópera yrði sett upp í leikhúsi. Þetta
er góð tónlist og sagan er um þessa
merkilegu konu og það væri gaman
ef hún gæti séð þetta á sviði.“
toti@frettabladid.is
2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R56 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð