Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 19

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 19
ÁTMAGN TVÍLEMBNA AÐ SUMARLAGI 17 FYRIRKOMULAG OG FRAMKVÆMD ATHUGUNAR Athugunin hófst 24. júní 1971 á tilrauna- stöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Korpu og stóð til 21. september eða samtals í 90 daga. Ætlunin var að hafa tvo flokka af tvílembdum ám í fóður- magnsathugun. Þannig áttu ær og lömb í öðrum flokknum að hafa frjálsan aðgang að túnbeit í afgirtu hólfi, og átti að gera uppskerumælingar til ákvörðunar á fóður- notkun, en í hinum flokknum áttu ær og lömb að vera fóðraðar inni og átti fóðrið í þær að vera vegið nákvæmlega og af því tekið þurrefnismagn í hvert skipti. Fengnar voru í þessa athugun sex ær, tví- lembdar, úr Mosfellsdal. Ærnar voru allar í svipuðu ástandi, allar í fremur rýrara lagi. Upplýsingar um aldur, burðardag ánna eða fæðingarþunga lambanna voru ekki fyrir hendi, svo að öruggt væri. Ærnar voru á svipuðum aldri, 4—5 vetra, og lömbin um 4 vikna gömul. Um þunga lamba í byrjun athugunar og kyn þeirra er getið í niður- stöðum á töflu V. Ám og lömbum var skipt í flokka 24. júní. Voru þrjár ær með sex lömb alls í hvorum flokki. Túnærnar voru settar í gamalgirt beitarhólf á landi tilraunastöðvarinnar að Korpu. Ula tókst frá upphafi að halda ánurn innan girðingar, og var því þessum hluta athugunarinnar breytt. Túnánum var sleppt, en lömb þeirra vegin að hausti til samanburðar, metin sem úthagalömb. Ærnar þrjár í fóðrunarflokknum, auk lambanna sex, voru hafðar í húsi tilrauna- stöðvarinnar á Korpu. Voru ær og lömb látin ganga sarnan, þó þannig, að lömbin gætu farið í aðra stíu til hliðar, þar sem þau gátu legið og étið sér. Rimlagólf var í báðum stíum. Slegið var ferskt gras í fénaðinn tvisvar á dag, strax hvern morgun eftir kl. 9 og síðan síðdegis frá kl. 16—17. Eftir slátt var grasinu ekið inn, og tekið úr sýni með bor til þurrefnisákvörðunar, og magnið, sem gefið var, síðan vegið. Reynt var að gæta þess, að alltaf væri gefið vel ríflegt ntagn, þannig að afgangur yrði af fóðri, svo að ær og lömb gætu valið úr grösum. Ær og lömb voru vegin vikulega á sarna tíma hvern fimmtudag og ánum þá einnig gefin holdastig. Mælt var mjólkurmagn úr ánum tvisvar á tímabilinu, 7.-8. júlí og 20.—21. júlí. Tekið var sýni af rnjólk til efnagreiningar 12. ágúst með handmjöltum, eitt úr hverri á. Ollum fénaðinum var gefið ormalvf í byrjun athugunar, einnig ám og lömbum, sem metin voru sem úthagalömb. Notað var ormalyiið Ripercol, H/2 tafla í ær og 1/2 tafla í lömb. Síðar, í byrjun ágústmán- aðar, var endurtekin ormalyfsgjöf hjá fóðr- unarflokknum. Saursýni voru tekin til ormaeggjatalningar á Keldum undir umsjá Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis. Voru þau sýni tekin vikulega frá 27. júlí til loka skeiðsins. I lok athugunar 21. september var lömb- um slátrað, og voru þá afurðir hvers lambs flokkaðar og vegnar. Ekki tókst þó að ná úthagalömbunum öllum þann dag. NIÐURSTÖÐUR 1. Fóðurgildi grassins Reynt var að hafa það gras, sem slegið var, í góðum vexti og ekki mikið sprottið. Á þeirn spildum, sem grasið var slegið af, var blandaður heilgrasagróður: sveifgrös, túnvingull og vallarfoxgras, auk þess nokk- uð af hvítsmára. Af því túni, sem fyrst var slegið, var tekin há, um leið og hún var nógu sprottin. Eftir 4. júlí var farið að gefa lömbunum hána og ánum að nokkru leyti á móti grasi fyrri sláttar, en 17. júlí og síðan var öllu gefið há. Fóðurgildisákvörðun var gerð á lieysýn- um, sem notuð höfðu verið til ákvörðunar á þurrefni, þannig að tekið var sýni í melt- anleikarannsókn úr innvegnu grasi lyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.