Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR ur-Noregi, þar sem tún kól að meðaltali rúmlega 50%, en úðaða reiti einungis 10%, og var uppskera þar 12,4 hkg/ha nteiri en af reitum, sem ekki voru úðaðir. Þegar rannsaka skal orsakir kalskemmda á íslandi, er rétt að athuga, hvort sveppir geti átt hér einhvern hlut að máli á sama hátt og erlendis, enda þótt líkur og fyrri athuganir bendi ekki til þess. Rannsóknum þeim, sem liér verður greint frá, var ætlað að veita svar við þessu. LÝSING RANNSÓKNA Rannsóknirnar voru tvíþættar: í fyrsta lagi rannsóknir á kölnum túnum árið 1968 og í öðru lagi úðunartilraunir gegn kalsvepp- um árið 1968/1969. a. Rannsóknir á kölniim túnurn árið 1968. Þessar rannsóknir voru einvörðungu gerð- ar á Norðurlandi, en árið 1968 var kal með mesta móti í þeim hluta landisns. Var farið á 208 bæi fljótlega eltir að snjóa leysti. Hel/t voru valdir bæir með mikilli nýrækt, og voru metnar kalskemmdir á einstökum spildum og að meðaltali á öllum túnum hvers bæjar. Á kalskemmdum túnum var athugað gaumgæfilega, hvort um rotkal gæti verið að ræða. Á 93 spildum, þar sem svipmót kalskemmda gat bent til rotkals, voru tekin sýni af kölnu grasi til smásjár- athugunar á rannsóknastofu. Þessi 93 sýni voru frá 73 bæjum í 32 hreppum og 5 sýsl- um. b. Úðunartilraunir gegn kalsveppurn árið 1968j 1969. í samvinnu við tilraunastöðvarnar á Suð- ur- og Norðurlandi (Sámsstaðir, Korpa, Akureyri) voru lagðar út 15 úðunartilraun- ir með PCNB-lyf gegn kalsveppum haustið 1968. Tilraununum var dreift á bæi, víðast TAFLA 1 - TABLE 1 Upplýsingar um úðunartilraunir með PCNB árið 1968/1969 Informations about the spraying experiments with the fungicid PCNB in 1968/1969 Bær Name of farm Hreppur County Sýsla Shire Úðunar- dagur Date of spraying in 1968 Fjöldi tilrauna Number of experiments Úthlíð Skaftártunguhr. V.-Skaftafellssýsla 22. nóv. 2 Flaga Skaftártunguhr. V.-Skaftafellssýsla 22. nóv. 2 Heiðarbær Þingvallahreppur Árnessýsla 15. nóv. 2 Brúsastaðir Þingvallahreppur Árnessýsla 3. des. 9 Stardalur K jalarneshreppur Kjósarsýsla 15. nóv. 2 Hulduhólar Mosfellshreppur Kjósarsýsla 27. nóv. 2 Hofsárkot Svarfaðardalshr. Eyjafjarðarsýsla 22. nóv. 1 Sakka Svarfaðardalshr. Eyjaf jarðarsýsla 22. nóv. 1 Þverá Hálshreppur S.-Þingeyjarsýsla 19. nóv. 1

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.