Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 52
50 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR
háarinnar. Fylgnin reyndist allhá eða frá
r = 0,76 til r = 0,98 og marktæk fyrir alla
þrjá liðina (P < 0,05). Eftir fyrsta sláttutíma
fyrri sláttar, sem að meðaltali var 30. júní,
reyndist háarmagnið aukast um 8,8 hkg/ha
við hverja °C, sem meðalhiti fyrsta mánaðar
frá fyrra slætti hækkaði. Hliðstæðar tölur
fyrir annan og þriðja sláttutíma, sem voru
13. og 28. júlí að meðaltali, reyndust vera
4,2 og 3,8 lrkg/ha og °C.
Nýting hitans virðist bezt miðsumars, en
fellur ört, er líður á sumarið, enda byrjar
Engrno vallarfoxgras snemma að búa sig
undir vetur, sökum liins norðlæga uppruna
síns.
GRÓÐURRANNSÓKNIR
Árin 1965 og 1966 voru gerðar mælingar á
vallarfoxgrasi úr tilraun nr. 167—65. Voru
100 sprotar af vallarfoxgrasi mældir við
hvern slátt. Sproti rnerkir hér stöngul með
blöðum og axi.
Vallarfoxgrasið mældist hæst 7. júlí 1965
eða 77,8 cm að meðaltali. Minnst var meðal-
hæð grassins við fyrsta slátt 22. júní 1966 eða
25,6 cm.
Mælingar voru gerðar á liæð grasanna í
tilrauninni með vallarfoxgras og túnvingul,
nr. 199—66, hinn 12. júlí 1967. Niðurstöð-
una má sjá á mynd 1, en Jiar kemur frarn, að
meðalhæð grasanna var mest, þegar vallar-
foxgrasið óx eitt sér, og þar sem túnvingull
óx einn sér, var meðalhæð grasanna minnst,
Þar sem vallarfoxgras og túnvingull uxu í
blöndu, voru tegundirnar jafnar að hæð.
Þetta má skýra þannig, að túnvingullinn
hafi teygt úr sér, þar sem hann átti í baráttu
við vallarfoxgrasið um ljósið. Líklega liefur
túnvingullinn á einhvern liátt þrengt kost
vallarfoxgrassins, svo að það náði ekki sömu
hæð, þar sem það var í samkeppni við tún-
vingul, og það náði í lireinrækt.
Athuganir á fjölda lifandi blaða á hverj-
um sprota á vallarfoxgrasi sýndu, að lifandi
blöð á hverjum sprota voru flest, meðan
grösin voru ung. Þegar gróðurinn hækkaði
og þéttist, visnuðu neðstu blöðin vegna
þverrandi birtu, og lifandi blöðum fækk-
aði. Þetta hefur vafalaust mikil áhrif á efna-
samsetningu grasanna. Flest voru lifandi
TAFLA7 - TABLE7
Dagsetningar, þegar tilraunareitirnir voru orðnir grænir og vallarfoxgrasið
skreið. Tilraun nr. 167—65
Date when the experimental fielcl turned green and ivhen Phleum pratense
shooted. Experiment no 167—65
Ár Year Reitir orðnir grænir Field became green Grös að skríða Grasses shooting
1965 12. maí (May) 7. júlí (July)
1966 20. - - 7. - -
1967 28. - - 11. - -
1968 27. - - 16. - -
1969 24. - 10. -
1970 13. - 6. -
1971 10. - - 4. - -