Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 13
SÚGÞURRKUN HEYS MEÐ YLJUBU LOFTI 11
hitun, á meðan hitunartækið var í notkun,
reyndist vera 12,8° C. Gengið er út frá sarna
verði á olíu og rafmagni og við gerð töflu 2.
Þurrefnistapið var ákvarðað með poka-
aðferð þeirri, sem áður er lýst. Tafla 7
greinir frá niðurstöðum mælinganna.
Við stærðfræðilegt mat á þessum niður-
stöðum kom í ljós, að ekki var marktækur
munur á milli þurrkunaraðferðanna, að því
er varðar þurrefnistap (P > 0,05).
Svo sem fram kemur í töflu 6, var heyið
illa þurrt, er það var hirt (rakastig ~ 50%).
Er þetta vafalaust ástæðan til þess, að þurr-
eínistapið við kaldþurrkunina varð svo
hátt. Meðalfrávik þurrefnistapsins er einnig
hátt, og bendir það til ójafnrar verkunar
heysins. Er þetta í samræmi við niðurstöð-
urnar frá árinu 1961, en þá tókst verkun
heysins í kaldþurrkuninni rniður vel. Það
ár var heyið einnig mjög illa þurrt við hirð-
ingu.
Veðurfar á tilraunaskeiði 1964 var óhag-
stætt til heyþurrkunar (sbr. töflu 1). Þurrk-
unargeta útiloftsins var rúmlega 25% minni
á tilraunaskeiðinu 1964 en á árunum 1960—
1962. Þetta kemur þó ekki fram á afköst-
um súrþurrkunarinnar, sem voru að meðal-
tali 12,9 kg vatns á klst. árin 1960—1962,
en 13,0 kg vatns á klst. árið 1964. Skýring-
in á svo miklum afköstum köldu súgþurrk-
unarinnar þetta ár er hugsanlega sú, að
það ár hafi varmamyndun i heyinu orðið
óeðlilega mikil, sökum þess hve heyið var
hirt illa þurrt. Við svo hátt rakastig, sem
hér um ræðir, má búast við, að allt að
30% af varmamagni því, sem þarf til þurrk-
unarinnar, komi frá heyinu sjálfu, ef súg-
þurrkað er með köldu lofti (Bjarni Guð-
mundsson 1972). Elið háa þurrefnistap, sem
mældist við kaldþurrkunina árið 1964, bend-
ir einnig til þess, að varmamyndun hafi
orðið talsverð, en ekki liggja fyrir beinar
mælingar, er styðja þá tilgátu.
Þurrefnistapið við ylþurrkunina þetta ár
varð nokkru minna en meðaltap þurrefnis
í sama tilraunalið árin 1960—1962. Þessu
s
Q
3:
Q
ÍS
20
10
0
20
10
° 10. ' 20. ' 30. 5.
júli agúst
r
10.
20.
30.
júli
31. 10. 20. 30.
ágúst
1960
1961
1962
1. mynd. Vatnsmagn í heyi við hirðingu 1
lilöðu (upphitað loft).
Fig. 1. Loading rate (barn drying with pre-
heated air) expressed by the relation between
the water quantity in hay (tons) and the time
of loading, 1960—1962.
til skýringar má geta þess, að árið 1964 var
jafnan hirt lítið heymagn í einu, en oft að
sama skapi. Meðalvatnsmagn, sem hirt var
með heyi í ylþurrkunina í einu, var 3,8
tonn.
Niðurstöður tilraunarinnar benda til
þess, að tímabundin upphitun jiurrklofts-
ins liafi aukið hagkvæmni þurrkunarinnar
samanborið við það að liita loftið upp all-
an sólarhringinn. í þessari tilraun fylgdist
afkastaaukning súgþurrkunarinnar vegna
upphitunar að við kostnaðaraukninguna,
sbr. töflu 6. í tilraununum frá 1960—1962,
þar sem upphitunin var notuð stöðugt,
varð kostnaðaraukningin hins vegar 40—