Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 43
RANNSÓKNIR á vallarfoxgrasi 41
koma til greina, því að hún leiðir til hagstæðara hlutfalls milli kolvetna og próteins
í grasinu.
Sé heyið þurrkað á velli og í hlöðu, virðist rétt að bíða með að slá vallarfoxgrasið,
þar til 7—14 dögum eftir að það skríður. Sökum lægra rakainnihalds verður þá léttara
að þurrka heyið, en fóðurgildi grassins er nokkru minna en þess, sem fyrr er slegið.
Þegar fyrri sláttur er sleginn þetta seint, er ekki við því að búast, að há spretti að marki.
INNGANGUR
Engmo vallarfoxgras hefur á síðari árum
verið notað meira í grasfræblöndur en aðr-
ar grastegundir. Engmo vallarfoxgras er
upphaflega frá býlinu Engmo í Norður-
Noregi, en komst í hendur tilraunamanna
frá tilraunastöðinni Holt, sem framrækt-
uðu það. Tilraunastöðin Holt er um 100
km fyrir norðan heimskautsbaug, og Engmo
vallarfoxgras hefur reynzt vetrarþolið þar
(Jetne 1964).
Rubin túnvingull er upprunninn í Dan-
mörku, en þar er túnvingull yfirleitt lítið
notaður til túnræktar, en fremur í skrúð-
garða, flugvelli og íþróttavelli (Andersen
1969). í sömu heimild er greint frá, að um
árabil hafi fengizt gott verð fyrir túnving-
ulsfræ, en það liefur aukið áhuga jurtakyn-
bótamanna og fræframleiðenda á túnvingli.
Dönsku kynbótamennirnir reyna aðallega
að framleiða stofna af túnvingli, sem þola
vel traðk og spark, en reyna ekki að fram-
leiða jurt til túnræktar. Þetta skýrir nokk-
uð, hvers vegna Rubin og aðrir danskir
stofnar af túnvingli gefast ekki betur í tún-
rækt en raun ber vitni. Þar við bætist, að
uppruninn er sennilega of suðlægur fyrir
íslenzkar aðstæður.
Árið 1965 var liafin tilraun á Hvanneyri
með áhrif sláttutíma og dreifingartíma
köfnunarefnisáburðar á Engmo vallarfox-
gras. Ári síðar hófst tilraun, þar sem rann-
saka átti, hvaða áhrif það hefði á uppskeru
og fleiri atriði, þegar blandað væri saman
Engmo vallarfoxgrasi og Rubin túnvingli.
Tilraunirnar voru gerðar á mýrartúni.
Mýrin var ræst fram 1960, landið plægt og
kýft 1963 og unnið með jarðtætara 1964 og
1965. Mýrin er fremur flöt og er 1,0—1,5 m
djúp. Rúmþyngd jarðvegsins er 0,2—0,3 g/
cm3 og glæðitap 55—65%.
Athygli skal vakin á því, að í grein þessari
tákna tölur um fosfór og kalí í áburði og
uppskeru hrein efni, P og K, en ekki sýringa
efnanna, P2O3 og K2O, eins og áður liefur
tíðkazt.
Önnur tilraunin, sem hér er ritað um,
kemur við sögu í grein Friðriks Pálmason-
ar (1970) um vatnsleysanlegar sykrur í
grasi. Jón Snæbjörnsson og Magnús Ósk-
arsson (1970) hafa áður gert grein fyrir
bráðabirgðaniðurstöðum úr sömu tilraun,
að því er varðar áhrif sláttutíma á magn
próteíns, kalsíums og fosfórs í uppskerunni.
Loks er þess að geta, að grein hefur verið
gerð fyrir áhrifum sláttutímans á rakastig
grassins á grundvelli talna úr þessari tilraun
(Bjarni Guðmundsson 1970).
LÝSING TILRAUNA
Þegar tilraunirnar, sem greinin fjallar um,
voru skrásettar, hlutu þær númerin 167—65
og 199—66, sem gefur til kynna, að þær hóf-
ust árin 1965 og 1966.
Tilraun nr. 167—65 var skipulögð þannig:
Engmo vallarfoxgrasi var sáð í tilraunina
3. júní 1964 og notað 15 kg/ha af fræi. Árið
1964 var borið á sem svaraði 80 kg/lia N, 59
kg/ha P og 83 kg/ha K. Árin 1965—1971 var
grunnáburður 29,5 kg/ha P og 83 kg/ha K.
Stærð tilraunareita var 4 x 8,9 = 35,6 m2.
Þegar tilraunin var skipulögð, var gert
ráð fyrir að slá e- og f-liði, eftir að vallarfox-