Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 51
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 49
áætla, að 1°C lækkun á meðalhita sprettu-
tímans fylgi 10—15 hkg/ha rýrnun uppskeru
við þær aðstæður, sem liér er lýst.
Gerð var lausleg tilraun til að finna sam-
band á milli veðurfars og sprettu háarinnar
í tilraun nr. 167—65. Við athugun á háar-
magninu kemur í ljós, að árið 1965 sker sig
verulega úr hinum uppskeruárunum. Það ár
var uppskera úr seinni slætti rúmlega þrisvar
sinnum rneiri en á árunum 1966—1970, og
var munurinn mestur við síðasta sláttutíma,
Ekki er fyllilega ljóst, af hverju munurinn
stafar, en hann stendur líklega í sambandi
við það, að árið 1965 var fyrsta uppskeruár
tilraunalandsins.
Séu nú hin árin athuguð, kemur í Ijós, að
allnáin fylgni virðist vera á milli eftirtekju
seinni sláttar og meðalhita fyrsta mánaðar
frá fyrra slætti. Er það í fullu samræmi við
það, sem áður er fundið um samband varma-
magns og uppskeru úr fyrri slætti, því að
sökum þess, að vaxtartími háarinnar er jafn-
langur öll árin (7 og 9 vikur), er varrna-
magn, reiknað í daggráðum, og meðal-
hiti sambærilegar stærðir. Þar eð lítill
munur var á háarmagni eftir því, hvort
sprettutími liáarinnar var 7 eða 9 vikur, var
tekið meðaltal af þessum liðum. Síðan var
reiknað aðhvarf uppskeru seinni sláttar að
meðalhita fyrsta mánaðar af sprettutíma
'A
2A
^2 Hlutdeild túnvinguls
Mynd 1. Sambandið milli hæðar grasa og hlutdeildar vallarfoxgrass og túnvinguls í gróðri. Mæl-
ingarnar gerðar 12. júlí 1967.
Fig. 1. Plant height in relation to participatio n of Phleum prate?ise ancl Festuca ruhra in the
seed mixture. Measurement, 12 July, 1967.
Hlutdeild vallarfoxgrass = participation of Phleum pratense.
Hlutdeild túnvinguls = participation of Festuca rubra.