Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Síða 18

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Síða 18
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3,2: 16-26 Athugun á átmagni tvílembna að sumarlagi Tryggvi Eiríksson, Sigurjón J. Bláfeld, Stefán Aðalsteinsson og Sturla Fribriksson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Gerð var athugun á fóðurþörf tvílembna að sumarlagi með því, að ala þrjár tví- lembur á grasi við innigjöf og mæla daglegt átmagn þeirra. Mælt var þurrefnismagn grassins, og fóðurgiidi þess fundið með meltanleikarannsókn. Ær með tveimur lömbum át 3.91 kg af þurrefni í grasi á dag eða 2.65 F. E. Fylgzt var með þrifum áa og vaxtarhraða lamba og samband milli fóðurgæða og át- magns kannað. INNGANGUR Aðaltilgangur þeirrar athugunar, sem liér er skýrt frá, var að fá nákvæma mælingu á fóðurþörf tvílembna að sumarlagi. En til þess er nauðsynlegt að fylgjast með fóðurmagni, sem ær og lömb éta. Einnig er mikilvægt að vita þurrefnismagn og fóð- urgildi grassins. Þá þótti eðlilegt að mæla vaxtarhraða lamba, miðað við það fóður, sem þau fengu. Reyna átti jafnframt að fá frarn, hvort mælingar á þessum þáttum vörpuðu einhverju Ijósi á það atriði, hvers vegna lambær, sem eingöngu ganga á rækt- uðu landi, þrífast illa yfir sumartímann, og lömb þeirra ná ekki verulegum þroska fram yfir þau lömb, er ganga á úthaga. Gerðar hafa verið tilraunir hérlendis með beit á tún og fóðurkál. Flestar þessara tilrauna hafa miðazt við mælingu á fall- þunga og ýmsum eiginleikum fallsins við mismunandi beitaraðferðir (Halldór Páls- son og Runólfur Sveinsson, 1952; Halldór Pálsson og Pétur Gunnarsson, 1961). Virt- ist nokkur ávinningur við að beita á rækt- að land, tún eða fóðurkál. Miðuðust til- raunirnar einungis við haustbeit. Ekki hafa gæði uppskerunnar verið metin í þessum tilraunum né heildarneyzla fóðurs. I athugun, sem gerð var hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins (Sturla Friðriks- son, 1963) með beit tvílembna á ræktað land að sumarlagi, var reynt að ákvarða fóðurneyzlu fjárins í heild. Sú aðferð, sem notuð var við það mat, var að klippa reiti í beitarhólfunum fyrir og eftir, að beitt var á hlutaðeigandi hólf. Gallinn við þessa aðferð var sá, að ekki var hægt að mæla, hve mikið grasið spratt, á meðan féð var í hólfunum. í heild má segja, að þær að- stæður, sem oftast skapast við beit með sauðfé, vakli því, að fremur erfitt er að mæla nákvæmlega neyzlu fjárins af upp- skerunni. Sé landið t. d. mjög misbitið, er erfitt að nteta eftirstöðvar uppskerunn- ar. Endurteknar mælingar þurfa að vera margar við þær aðstæður og með þeim að- ferðum, sem notaðar hafa verið, þ. e. að klippa reiti í beitarhólfunum. Með inni- gjöf rná fylgjast nákvæmlega með fóður- neyzlu.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.