Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 18

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 18
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3,2: 16-26 Athugun á átmagni tvílembna að sumarlagi Tryggvi Eiríksson, Sigurjón J. Bláfeld, Stefán Aðalsteinsson og Sturla Fribriksson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Gerð var athugun á fóðurþörf tvílembna að sumarlagi með því, að ala þrjár tví- lembur á grasi við innigjöf og mæla daglegt átmagn þeirra. Mælt var þurrefnismagn grassins, og fóðurgiidi þess fundið með meltanleikarannsókn. Ær með tveimur lömbum át 3.91 kg af þurrefni í grasi á dag eða 2.65 F. E. Fylgzt var með þrifum áa og vaxtarhraða lamba og samband milli fóðurgæða og át- magns kannað. INNGANGUR Aðaltilgangur þeirrar athugunar, sem liér er skýrt frá, var að fá nákvæma mælingu á fóðurþörf tvílembna að sumarlagi. En til þess er nauðsynlegt að fylgjast með fóðurmagni, sem ær og lömb éta. Einnig er mikilvægt að vita þurrefnismagn og fóð- urgildi grassins. Þá þótti eðlilegt að mæla vaxtarhraða lamba, miðað við það fóður, sem þau fengu. Reyna átti jafnframt að fá frarn, hvort mælingar á þessum þáttum vörpuðu einhverju Ijósi á það atriði, hvers vegna lambær, sem eingöngu ganga á rækt- uðu landi, þrífast illa yfir sumartímann, og lömb þeirra ná ekki verulegum þroska fram yfir þau lömb, er ganga á úthaga. Gerðar hafa verið tilraunir hérlendis með beit á tún og fóðurkál. Flestar þessara tilrauna hafa miðazt við mælingu á fall- þunga og ýmsum eiginleikum fallsins við mismunandi beitaraðferðir (Halldór Páls- son og Runólfur Sveinsson, 1952; Halldór Pálsson og Pétur Gunnarsson, 1961). Virt- ist nokkur ávinningur við að beita á rækt- að land, tún eða fóðurkál. Miðuðust til- raunirnar einungis við haustbeit. Ekki hafa gæði uppskerunnar verið metin í þessum tilraunum né heildarneyzla fóðurs. I athugun, sem gerð var hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins (Sturla Friðriks- son, 1963) með beit tvílembna á ræktað land að sumarlagi, var reynt að ákvarða fóðurneyzlu fjárins í heild. Sú aðferð, sem notuð var við það mat, var að klippa reiti í beitarhólfunum fyrir og eftir, að beitt var á hlutaðeigandi hólf. Gallinn við þessa aðferð var sá, að ekki var hægt að mæla, hve mikið grasið spratt, á meðan féð var í hólfunum. í heild má segja, að þær að- stæður, sem oftast skapast við beit með sauðfé, vakli því, að fremur erfitt er að mæla nákvæmlega neyzlu fjárins af upp- skerunni. Sé landið t. d. mjög misbitið, er erfitt að nteta eftirstöðvar uppskerunn- ar. Endurteknar mælingar þurfa að vera margar við þær aðstæður og með þeim að- ferðum, sem notaðar hafa verið, þ. e. að klippa reiti í beitarhólfunum. Með inni- gjöf rná fylgjast nákvæmlega með fóður- neyzlu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.