Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 57
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI 55
KÖFNUNAREFNI DRFIFT EINU
SINNI EÐA TVISVAR Á SUMRI
Tilraunir á Hvanneyri hafa áður leitt í ljós,
að ekki er ástæða til að bera köfnunarefni á
milli slátta, ef heildarnotkun köfnunarefnis
er í kringum 100 kg/ha á ári (Magnús Ósk-
arsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1964).
Pálmi Einarsson (1962) liafði komi/L að
sömu niðurstöðu, en taldi þó, að í mestu
rigningarsveitum landsins gæti verið rétt að
tvískipta köfnunarefnisáburðinum. í tilraun
nr. 167—65 kom ekki fram munur á upp-
skeru eftir því, hvort 120 kg/ha af köfnunar-
efni var dreift einu sinni að vori eða 2/s af
áburðarskammtinum var dreift að vori og
i/3 á milli slátta.
Athyglisvert er, að tvískipting köfnunar-
efnisáburðar virðist ekki hafa haft áhrif á
uppskerumagnið, jafnvel þótt fyrri sláttur
væri sleginn mjög snemma.
Á mynd 3 sést, að árin 1968 og 1969 hefur
yfirleitt verið minni uppskera á þeim reit-
um, þar sem hluti af köfnunarefninu var
borinn á milli slátta, en á reitum, þar sem
allt köfnunarefnið var borið á að vori. Á
töflu 8 sést, að vallarfoxgrasið hefur gengið
fljótar úr sér, þar sem köfnunarefnisáburðin-
um var tvískipt. Skýringin er sennilega sú, að
þegar köfnunarefni er borið á milli slátta,
eru jurtirnar illa undir vetur búnar og deyja
því fremurí hörðum árum (Ellenberg 1971,
Ruthsatz og Geyger 1971). Innlendu grös-
in, sem koma í stað vallarfoxgrassins, virð-
ast þola köfnunarefni milli slátta betur.
SAMBÝLI TÚNVINGULS OG
VALLARFOXGRASS
Tilgangur með tilraun nr. 199—66 var með-
al annars að rannsaka, hvernig vallarfoxgras
og túnvingull færu saman í gróðursamfélagi.
Túnvingullinn var ekki liarðgerður og dó
út á 3. og 4. ári tilraunarinnar. Þetta sýnir
það, sem áður hefur komið fram (BöTTCher
1971), að Rubin og sennilega aðrir danskir
stofnar af túnvingli þola illa harða vetur, þó
að þeir kunni að gefa mikla uppskeru í góð-
um árum (Sturla Friðriksson 1954).
Árin 1966 og 1969—71 voru tilraunareit-
irnir aðeins slegnir einu sinni, en árin 1967
og 1968 voru þeir slegnir tvisvar. Þá kom í
ljós, að túnvingullinn var uppskerumeiri í
seinni slætti en vallarfoxgrasið. Árið 1967
var seinni sláttur 4. september, og þá kom
24,9% af uppskerunni af hreinu vallarfox-
grasi íseinni slætti, en 34,3% afreitum, þar
sem aðeins átti að vera túnvingull. Árið
1968 var seinni sláttur 13. september, og
þá kom 8,7% af uppskeru vallarfoxgrass-
ins i seinni slætti, en 38,3% af túnvinglin-
um. Þetta stafar öðru fremur af því, að Rub-
in túnvingull er upprunninn í landi með
langt sumar, ef miðað er við ísland, en Eng-
mo vallarfoxgras er af landsvæði með svip-
aða sumarlengd og Island. Plöntum frá
svæðum, þar sem sumarið er langt, er eðli-
legt að vaxa lengur fram á haustið en plönt-
um frá löndum, þar sem sumarið er stutt.
Sá lífeðlisfræðilegi munur er á vexti suð-
lægra og norðlægra grasa, að þau fyrrnefndu
byrja síðar á söfnun forðanæringar fyrir
veturinn (Cooper 1964). Það er hugsanlegt,
að slátturinn 13. september 1968 hafi verið á
viðkvæmum tíma fyrir forðasöfnun tún-
vingulsins, en þá hafi forðasöfnun vallarfox-
grassins að mestu verið lokið. Ef þessi til-
gáta er rétt, skýrir það kalið árið 1969, sem
virðist hafa eyðilagt túnvingulinn, en lítil
áhrif hafa haft á vallarfoxgrasið. Ef upp-
skeran 1968 er sett sem 100, þá féll upp-
skera Engmo vallarfoxgrass 1969 niður í 98,
en Rubin túnvinguls niður í 57.
Þó að danskur túnvingull sé líklega ekki
varanlegur í íslenzkum túnum, að minnsta
kosti ekki í köldum árum, getur samtverið
rétt að hafa hann í fræblöndun til að auka
sprettuna fyrstu árin eftir sáningu. Á þeim
sex árum, sem tilraunin stóð, jók það upp-