Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 36
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1971 3,2: 34-39
Gæruflokkun og þungi á íslenzkum lömbum
I — Arfgengi á gæruflokk lamba
Stefán Aðalsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bufjárrcektardeild
Yfirlit. Gerð er grein fyrir rannsóknum á arfgengi á gæruflokk 13489 lamba á fjórum
ríkisbúum á árunum 1965—1971. Gæruflokkarnir eru: A og B, báðir alhvítir með ialna-
gildið 10, C með gulan lit á skæklum og talnagildið 5 og D með gular illhærur á belg og
talnagildið 0.
Arfgengið (h2 ± s.e.) reyndist 0.49 ± 0.03. reiknað út frá fervikagreiningu milli og inn-
sn hrúta, og 0.54 ± 0.05 reiknað sem línulegt samband milii afkvæmis og móður.
Foreldrar í D-flokki reyndust oftar arfblendin fyrir erfðavísi fyrir hvítum lit, Ai,
heldur en foreldrar í öðrum gæruflokkum.
INNGANGUR
Áður helur verið lýst upphafi rannsókna á
erfðum á rauðgulum illhærum og ræktun á
alhvítu fé (Stefán Aðalsteinsson, 1963). í
þeirri grein var gefið yfirlit um lielztu nið-
urstöður rannsókna á þessu sviði frá árinu
1962, en það ár fóru þær fram á tilrauna-
búinu á Hesti í Borgarfirði og bændaskóla-
búinu á Hólum í Hjaltadal.
Haustið 1963 hófust sams konar rann-
sóknir á tilraunastöðinni á Reykhólum á
Barðaströnd. Bráðabirgðaniðurstöðum frá
Hólum og Reykliólum fyrir árin 1963 og
1964 hefur áður verið lýst (Stefán Aðal-
steinsson, 1965).
Haustið 1965 hófust þessar sömu rann-
sóknir á bændaskólabúinu á Hvanneyri í
Borgarfirði og á tilraunastöðinni á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal. Bráðabirgðauppgjör á
niðurstöðum frá haustinu 1965 hafa áður
verið birtar (Steí'án Aðalsteinsson, 1966),
og bráðabirgðauppgjör á ýmsum niðurstöð-
um fram til haustsins 1968 hafa einnig ver-
ið birtar (Stefán Aðalsteinsson, Ingi Garð-
ar Sigurðsson og Páll Sigbjörnsson, 1969).
Tilgangurinn með rannsóknum þessum
var sá að kanna, á hvern hátt útrýma mætti
rauðgulum illhærum úr ullinni með úrvali
samtímis því sem kannað væri, hver breyt-
ing yrði á öðrum eiginleikum fjárins, og þá
fyrst og fremst lambaþunga og frjósemi
ánna.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir úr-
vinnslu gagna frá Hvanneyri, Reykhólum,
Skriðuklaustri og Hólurn fyrir árin 1965—
1971, að báðum árum meðtöldum.
RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR
a. Fjárstofti á einstökum búum
Fjárstofninn á Hvanneyri kom uppruna-
lega af Vestfjörðum haustið 1951 við fjár-
skipti. Síðan hefur allmargt aðkeyptra hrúta
verið notað þar, m. a. margir hrútar frá
tilraunabúinu á Flesti, ýmist hreinræktaðir
vestfirzkir hrútar eða blendingar undan eða
út af sæðingahrútum úr Árnessýslu af þing-
eyskum stofni. Enn fremur var ílutt sæði
úr kollóttum hrútum af Snæfellsnesi að
Hvanneyri og einnig úr kollóttum hrútum
úr Strandasýslu og úr Vestur-Skaftafells-