Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 36

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Blaðsíða 36
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3,2: 34-39 Gæruflokkun og þungi á íslenzkum lömbum I — Arfgengi á gæruflokk lamba Stefán Aðalsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bufjárrcektardeild Yfirlit. Gerð er grein fyrir rannsóknum á arfgengi á gæruflokk 13489 lamba á fjórum ríkisbúum á árunum 1965—1971. Gæruflokkarnir eru: A og B, báðir alhvítir með ialna- gildið 10, C með gulan lit á skæklum og talnagildið 5 og D með gular illhærur á belg og talnagildið 0. Arfgengið (h2 ± s.e.) reyndist 0.49 ± 0.03. reiknað út frá fervikagreiningu milli og inn- sn hrúta, og 0.54 ± 0.05 reiknað sem línulegt samband milii afkvæmis og móður. Foreldrar í D-flokki reyndust oftar arfblendin fyrir erfðavísi fyrir hvítum lit, Ai, heldur en foreldrar í öðrum gæruflokkum. INNGANGUR Áður helur verið lýst upphafi rannsókna á erfðum á rauðgulum illhærum og ræktun á alhvítu fé (Stefán Aðalsteinsson, 1963). í þeirri grein var gefið yfirlit um lielztu nið- urstöður rannsókna á þessu sviði frá árinu 1962, en það ár fóru þær fram á tilrauna- búinu á Hesti í Borgarfirði og bændaskóla- búinu á Hólum í Hjaltadal. Haustið 1963 hófust sams konar rann- sóknir á tilraunastöðinni á Reykhólum á Barðaströnd. Bráðabirgðaniðurstöðum frá Hólum og Reykliólum fyrir árin 1963 og 1964 hefur áður verið lýst (Stefán Aðal- steinsson, 1965). Haustið 1965 hófust þessar sömu rann- sóknir á bændaskólabúinu á Hvanneyri í Borgarfirði og á tilraunastöðinni á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Bráðabirgðauppgjör á niðurstöðum frá haustinu 1965 hafa áður verið birtar (Steí'án Aðalsteinsson, 1966), og bráðabirgðauppgjör á ýmsum niðurstöð- um fram til haustsins 1968 hafa einnig ver- ið birtar (Stefán Aðalsteinsson, Ingi Garð- ar Sigurðsson og Páll Sigbjörnsson, 1969). Tilgangurinn með rannsóknum þessum var sá að kanna, á hvern hátt útrýma mætti rauðgulum illhærum úr ullinni með úrvali samtímis því sem kannað væri, hver breyt- ing yrði á öðrum eiginleikum fjárins, og þá fyrst og fremst lambaþunga og frjósemi ánna. Hér á eftir verður gerð grein fyrir úr- vinnslu gagna frá Hvanneyri, Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólurn fyrir árin 1965— 1971, að báðum árum meðtöldum. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR a. Fjárstofti á einstökum búum Fjárstofninn á Hvanneyri kom uppruna- lega af Vestfjörðum haustið 1951 við fjár- skipti. Síðan hefur allmargt aðkeyptra hrúta verið notað þar, m. a. margir hrútar frá tilraunabúinu á Flesti, ýmist hreinræktaðir vestfirzkir hrútar eða blendingar undan eða út af sæðingahrútum úr Árnessýslu af þing- eyskum stofni. Enn fremur var ílutt sæði úr kollóttum hrútum af Snæfellsnesi að Hvanneyri og einnig úr kollóttum hrútum úr Strandasýslu og úr Vestur-Skaftafells-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.