Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Side 33
RANNSÓKNIR Á ROTKALI Á ÍSLANDI 31
reynzt raunhæf kalvörn og kalsveppir hafa
þess vegna ekki verið valdir að kalskemmd-
unum í þessum tilraunum vorið 1969. Raun-
hæfur munur var milli bæja (P < 0.001) og
sömuleiðis milli fyrsta árs nýræktar og eldri
túna (P<0.01).
ÁLYKTUNARORÐ
Rannsóknir á sambandi veðurfars og kal-
skemmda á íslandi síðasta áratuginn (Bjarni
E.Guðleifsson 1971) hafa leitt í ljós, að kal
verður í heild mest þau ár og á þeim svæð-
um, senr snjór er mestur og þekur jörð
lengst. Vetrarskeiðið 1967/1968 voru milli
116 og 189 alhvítir dagar á hinum
ýmsu veðurathugnarstöðvum norðanlands
(Veðráttan 1968). Þrátt fyrir langan og
snjóþungan vetur tókst með athugunum á
kölnum túnum ekki að sýna fram á, að
sveppir hefðu átt neinn þátt í kalskemnrd-
unum þetta árið. Vetrarskeiðið 1968/1969
voru alhvítir dagar nokkru færri, og í ná-
rnunda við úðunartilraunirnar voru þeir frá
30 og upp í 140 (Veðráttan 1969). Þetta
árið kom í ljós, að fyrsta árs nýræktir kól
meira en eldri tún, og virðist þetta erlendis
einmitt vera eitt einkenni rotkals (Ekstrand
1955, Pohjakallio et al. 1963). Þrátt fyrir
þetta komu ekki í ljós nein áhrif af úðun
með PCNB. Er líklegt, að kalskemmdirnar
þetta árið hafi, að minnsta kosti sums stað-
ar, verið til komnar vegna þurrakals (Ell-
enberg & Ellenberg 1969, Bjarni E. Guð-
leifsson 1970), en árið 1968 vegna svellkals
(Bjarni E. Guðleifsson 1971).
Niðurstöður þessara rannsókna á rotkali
á íslandi eru á sömu lund og aðrar þær at-
huganir, sem hingað til liafa verið gerðar
(Jónas Jónsson 1970). Virðist mega full-
yrða, að sveppir hafi ekki verið valdir að
kalskemmdunum hérlendis, en óljóst er,
hvort þeir finnast hér, þó að í smáum mæli
sé. Samkvæmt rannsóknum Ársvolls (1971)
í Noregi má telja einna mestar líkur á, að
snæmygla (Fusarium nivale) sé staðlæg hér
á landi.
ÞAKKARORÐ
Höfundur vill þakka Raunvísindadeild Vís-
indasjóðs íslands fyrir fjárhagsstuðning við
gagnasöfnun, einnig tilraunastjórunum
Kristni Jónssyni og Jóhannesi Sigvaldasvni
og Einari Erlendssyni ráðsmanni fyrir að-
stoð við úðunartilraunir. Sömuleiðis eiga
prófessor dr. Birger Opsahl og ammanuensis
Leif Robert Hansen á Landbúnaðarháskól-
anum að Ási þakkir skildar fyrir leiðbein-
ingar við söfnun og úrvinnslu gagna.