Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 50

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 50
48 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR saman haust- og vorsáning grasfræs, og reyndist hvort tveggja jafnvel. Næsta til- raun var gerð árið 1931, og voru þá bornir saman þrír sáðtímar með hálfs mánaðar millibili miðsumars. Enginn munur fannst. Þriðja sáðtímatilraunin var gerð á Akureyri ári síðar. Þá var borin saman sáning 6. sept., 19. sept. og 3. okt. að hausti og 17. maí vorið eftir. Haustsáning gaf betri uppskeru en vorsáning, og sáning svo síðla hausts, að fræið spíraði ekki, reyndist betri en sáning í september (Sigurður Elíasson 1947, Ólafur Jónsson 1950). A Sámsstöðum voru gerðar fimm tilraunir með sáðtíma grasfræs. I tveimur samstæðum tilraunum árin 1934 og 1935 voru bornir saman tólf sáðtímar með hálfs mánaðar millibili frá 14. maí til 18. okt. Ekki var slegið sáðárið. Fjórir fyrstu sáðtímarnir (14. maí—19. júní) reyndust beztir og nokkuð jafnir. Þrír hinir næstu (30. júní—2. ág.) vom nokkm lakari. Reitir fimm síðustu sáð- tímanna (17. ág. — 18. okt.) eyðilögðust af arfa. Árin 1938—1941 var sáð til þriggja til- rauna samstæðra. Þar voru bornir saman þrír sáðtímar grasfræsblöndu með hálfs mánaðar millibili frá miðjum maí til miðs júní. Upp- skera var ekki vegin sáðárið. Á öðm ári reyndist fyrsti sáðtíminn bezmr, en hinn síð- asti lakasmr. Munurinn var horfinn á fjórða ári (Sigurður Elíasson 1947, Klemenz Kristjánsson 1953). Á grundvelli þessara tilrauna hefur haust- sáning grasfræs verið ráðlögð norðan lands, en varað við henni syðra. LÝSING TILRAUNA Á Hvanneyri hafa verið gerðar tvær tilraunir með sáðtíma grasfræs. Hin fyrri hófst árið 1970, en hin tveimur ámm síðar. Tilraun- irnar vom auðkenndar með tölunum 283 — 70 og 283—72. Síðari talan táknar upp- hafsár tilraunarinnar. í hvorri tilraun var gerður samanburður sex mismunandi sáð- tíma á mánaðarfresti. Tilraunirnar vom báð- ar flokkatilraunir með sex liðum og fjórum endurtekningum. Stærð reita var 4X9 m eða 36 m2. Tilraunirnar vom báðar í fram- ræstri mýri, sem var endumnnin og kýfð 1970. Áburður sáðárið var sem svaraði 80 kg N, 60 kg P og 80 kg K á ha á alla reitina nema hina haustsánu (10. sept.—25. okt.). Þeir fengu 30 kg P á ha. Áburður síðari árin var sem svaraði 120 kg N, 25 kg P, 75 kg K á ha, jafnt á alla liði. Fyrri tilrauninni lauk sumarið 1973, en hinni síð- ari ári síðar. I tilraun 283—70 var sáð á þessum tímum: 1. liður sáð 10. sept. 1970, 2. liður sáð 10. okt. 1970, 3. liður sáð 10. maí 1971, 4. liður sáð 10. júní 1971, 5. liður sáð 10. júlí 1971, 6. liður sáð 10. ágúst 1971. Sáð var grasfræsblöndu A frá S. í. S., sem var svo saman sett: vallarfoxgras (Phleum pratense), Engmo, 35% Á spírunarhæfni vallarfoxgras (Phleum > 93%, pratense), Korpa, 20 % J túnvingull (Fesmca rubra), Rubina, 30%, spímnarhæfni 74%, vallarsveifgras (Poa pratensis), Otofte, 15%, spímnarhæfni 40%. Auk venjulegra uppskerumælinga voru gerðar athuganir á gróður- og illgresisþekju og hlutdeild sáðgrasa. I tilraun 283—72 var sáð á þessum tímum: 1. liður sáð 15. maí 1972, 2. liður sáð 15. júní 1972, 3. liður sáð 15. júlí 1972,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.