Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 19

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 19
BREYTINGAR Á JARBVEGI \~j efstu 5 cm jarðvegsins árið 1963. í því sam- bandi ber að minnast þess, að þá höfðu til- raunirnar staðið mislengi, tvær hinar eldri frá 1945, en hinar frá 1953 og 1954. Enn frem- ur er rétt að ítreka, að tilraunirnar eru ekki fullkomlega sambærilegar hver við aðra vegna ólíks magns köfnunarefnisáburðar, sbr. það, sem áður er sagt um áburðarmagnið. Engu að síður segja þær svipaða sögu. Ef fyrst er litið á þá reiti, sem engan köfnunarefnisáburð hafa fengið, kemur í ljós, að engar raunverulegar breytingar um- fram það, sem ætla má sem eðlilegar sveiflur milli ára, hafa orðið á tímabilinu 1963 — 1973 á Sámsstöðum og Akureyri. A Skriðu- klaustri virðist hins vegar að ræða um lítils háttar rýrnun Ca og Mg og lækkun pH á þessu sama tímabili og enn meiri á Reyk- hólum, þar sem Ca minnkar úr 19,2 m.e. í 16,3 m.e. á tímabilinu. Ahrif brennisteinssúrs ammóníaks eru at- hyglisverð að því leyti að sýrustig á Sáms- stöðum hefur haldizt óbreytt síðan 1963, pH = 4,8, jafnframt því sem Ca-j-Mg-þK hefur einnig staðið í stað. A Akureyri hefur sýrustig sömuleiðis haldizt óbreytt við pH = 4,8 og það þrátt fyrir mikla rýrnun kat- jónanna þriggja. Er líklegt, að þarna gæti „buffer"-áhrifa frá járni og áli, er tefji fyrir áframhaldandi lækkun pH. Sé litið til Skriðuklausmrs í þessu sam- bandi, kemur í Ijós, að pH hefur minnkað um heila einingu, úr 5,8 niður í 4,8, og Ca hrapað úr rúmlega 17 m.e. niður í 9,5 m.e. miðað við 100 g jarðvegs. Einnig er þar um greinilega rýrnun Mg-magns að ræða á þessu 10 ára tímabili. Á Reykhólum er athyglisverðast, hve mjög jarðvegur er orðinn súr, því að pH mælist þar aðeins 4,3, en hafði mælzt 12 árum áður 4,9. Á þessu tímabili er að vísu ekki um jafnmikla hlutfallslega rýrnun katjóna að ræða og varð á Skriðuklaustri. En hið lága pH á Reykhólum má vafalaust skýra í ljósi jónrýmdar jarðvegsins, sem mælist 69,6 m.e., og sést þá, að heildarmettun jarðvegsins nem- ur aðeins 8,3 af hundraði. Skýrir þetta vænt- anlega að einhverju leyti minnkandi upp- skeru af völdum brennisteinssúrs ammóníaks í Reykhólatilrauninni miðað við annan köfn- unarefnisáburð. Á Skriðuklaustri er metmn jónrýmdar hins vegar helmingi meiri, 19,4%, með tilliti til þessara þriggja katjóna. Á umræddu 10 ára tímabili hafa áhrif kalksaltpéturs haldið áfram að aukast bæði á Akureyri og Reykhólum. Kemur þetta fram sem lítils háttar hækkun pH ásamt aukningu Ca-magns um sem næst 10 af hundraði. Á Reykhólum virðist lítil sem engin breyting hafa átt sér stað varðandi magn katjóna. pH mælist þar að vísu nokkru lægra vorið 1973, 5,7 í stað 6,0 áður, og er það óskýrt. Líklegt er, að hér sé aðeins um árferðissveiflu að ræða eða ónákvæmni við sýnatöku, en ekki raunverulega breytingu. Á Sámsstöðum er svipaða sögu að segja, að breytingarnar af völdum kalksaltpéturs á þessu tímabili eru lítt merkjanlegar. Áhrif Kjarna eru nokkuð breytileg. Á Ak- ureyri virðast áhrifin engin, enda áburðar- magn tiltölulega lítið, en hins vegar mjög mikil á Reykhólalandinu, og á þetta við, hvort sem litið er á minni eða stærri Kjarna- skammtinn. Áhrif þessi koma bæði fram sem mikil lækkun pH, sem svarar 0,5—0,7 ein- ingum, og einnig sem veruleg rýrnun Ca- magnsins. Á Sámsstöðum og Skriðuklaustri er svo að. sjá sem minni Kjarnaskammturinn hafi haft óveruleg áhrif, einkum á síðarnefnda staðn- um, enda magn köfnunarefnis í því tilfelli aðeins 75 kg N/ha, sem er töluvert minna en venja er að nota. Stærri skammturinn á Skriðuklaustri, sem jafngildir algengasta tún- skammti (120 kg N/ha), hefur valdið lítils háttar rýrnun Ca-magnsins, þegar saman eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.