Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 48
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1975 7, 1-2: 46-54 Sáðtími grasfræs Niðurstöður tveggja tilrauna gerðra á Hvanneyri 1970-1974 JÓNATAN HERMANNSSON Tilraunastöðinni á Hvanneyri YFIRLIT Hlutverk greinar þessarar er að birta niðurstöður tveggja tilrauna með sáðtíma grasfræsblöndu, sem gerðar voru á tilraunastöðinni að Hvanneyri í Borgarfirði á árunum 1970 til 1974. Bornir voru saman sex sáðtímar með mánaðar millibili í hvorri tilraun. Fyrsti sáðtími var 10. maí og hinn síðasti 25. okt. Fram komu vandkvæði á samanburði haust- og vorsáinna liða. Uppskerumunur milli liða var marktækur í 99% tilvika á fyrsta og öðru ári, en var horfinn hið þriðja. Reitir sánir að hausti og síðari hluta sumars reyndust öll uppskeruminni en aðrir, einkum septembersánir reitir. Miseldri reita skekkir niðurstöður og gerir dóm örðugan. Á þriðja ári gáfu allir sáðtímar fuligott tún. Við íslenzkar aðstæður, þar sem sáðskipti eru lítt notuð, koma því allir þessir sáðtímar til greina. Þó benda líkur til þess, að sáning milli miðs ágústs og októberbyrjunar geti verið varhugaverð. INNGANGUR Sáning grasfræs í unnin fiög til túnræktar er tiltölulega nýr ræktunarháttur hérlendis. A þessari öld er fyrst sáð grasfræi að ein- hverju marki, og þá taka sáðsléttur við af græðislétmm og þaksléttum. Þegar jurtir af grasætt fjölga sér með fræi við eðlilegar aðstæður, fellur fræið í jörðu að hausti. Fræið gerir síðan annað tveggja, að spíra og vaxa sama haust eða liggja óspír- að til vors. Með vorsáningu er þessum ferli breytt. Fræið er skorið upp að hausti og geymt til sáningar að vori. Frá upphafi hef- ur því verið ljóst, að til greina kom að sá grasfræi hvort 'heldur vor eða haust. Fyrsta tilraun með sáðtíma grasfræs hér- iendis er gerð á Akureyri 1912 —1913. Þar er borin saman haust- og vorsáning. Næstu tilraunir eru gerðar á fjórða áratugi aldar- innar, bæði á Akureyri og Sámsstöðum. Síð- an hafa ekki verið gerðar tilraunir á þessu sviði fyrr en árið 1970. Þá var sáð til slíkrar tilraunar og til annarrar tveimur árum síðar. Erfitt gemr reynzt að meta og gera upp niðurstöður slíkra tilrauna. Iðulega er verið að bera saman uppskeru tilraunaliða sem fengið hafa mismikinn áburð og em í raun misgamalt tún. Ekki er Ijóst, hvort bera á haustsáningu saman við vorsáningu vorið á undan eða vorið á eftir. Niðurstaða fer oft eftir því, hvor samanburðurinn er valinn. Mat verður að leggja á niðurstöður með tilliti til mismunandi nýtingar rækmnar- lands. Ekki gegnir einu máli, hvort verið er að sá í nýbrotið land eða sáning er þátmr í nýtingu unnin lands. Einnig er ólíkt, hvort sáðslétm er ætlað að verða áramgagamali töðuvöllur eða þátmr í tíðum sáðskiptum, eins og tíðkast í grannlöndum vomm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.