Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 13

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 13
BREYTINGAR Á JARÐVEGI 11 ræstum og þó mjög rökum jarðvegi skammt undan brattri fjallshlíð. Þessi jarðvegur virð- ist vera millistig móa- og mýrarjarðvegs. Lítið mun hafa verið sáð í landið og það látið gróa upp að mestu af sjáifu sér. Tilraunakerfið er hið sama í öllum stöðv- unum, þ. e. 5X5 „latin square". Stærð á- burðarreita er 50 m2 og stærð uppskerureita 25 m2. A Reykhólum og Skriðuklaustri hefur sama áburðarmagn verið notað allt tilrauna- skeiðið. A Akureyri hefur alla tíð verið notað nokkru minna magn kalí- og fosfóráburðar og aðeins 82 kg N/ha í stað 120 kg/ha í fyrrnefndu stöðvunum tveimur. A Sámsstöðum hafa hins vegar nokkrar breytingar verið gerðar á áburðarmagninu til að færa það til betra samræmis við venjulega áburðarnotkun bænda á hverjum tíma. Að- albreytingar hafa verið að auka köfnunar- efnismagn, fyrst úr 62 kg N/ha upp í 93 kg N/ha árið 1961 og svo árið 1964 upp í 120 kg N/ha. Aburðarmagnið og breytingar á því eru skýrðar í athugasemdum með töflu 1. ÁSTAND JARÐVEGSINS I töflu 1 sjást þær breytingar, sem tegund- irnar þrjár af köfnunarefnisáburði hafa vald- ið á magni CaJMg-K í efsta 5 cm lagi jarð- vegsins. I öllum tilraunastöðvunum kemur í ljós sams konar þróun þrátt fyrir ólíkar að- stæður og mislangt tilraunaskeið Skýrast koma þessar breytingar fram, ef litið er á Ca-þMg-j-K sem eina heild. Annars vegar eru þar mikilvægust áhrif kalksaltpémrs til að auka kalsíummagn jarð- vegsins, svo að það er í sumum tilvikum orðið næstum helmingi meira en í þeim reitum, sem aldrei hafa köfnunarefnisáburð fengið. Á Akureyri er t. d. um að ræða aukn- ingu úr 20,5 m.e. (þ. e. Ca-|-Mg-(-K) upp í 41 m.e. Á Sámsstöðum, þar sem úrkoma er langtum meiri og skolun næringarefna úr jarðveginum væntanlega samsvarandi, er aukningin úr 17,5 m.e. upp í 24,3 m.e. Hins vegar er svo hin aukna skolun af völdum brennisteinssúrs ammóníaks. Hún kemur bezt fram sem mjög minnkandi magn kalsíums, og hefur það t.d. rýrnað úr 12,7 m.e. á Sámsstöðum niður í 2,4 m.e., og á Reykhólum minnkar það úr 16,3 m.e. niður í 3,8 m.e. Einnig veldur brennisteinssúrt ammóníak allverulegri rýrnun magnesíums, en sú rýrnun er þó hlutfallslega minni en rýrnun kalsíummagnsins. Enn fremur endurspeglast áhrif þessara tveggja áburðartegunda bæði í verulegum breytingum sýrustigs (pH) og breytingum á gróðurfari tilraunareitanna. Er þetta í sam- ræmi við niðurstöður, sem kunnar eru t. d. af hinum klassísku tilraunum að Rothamsted í Englandi (Warren og Johnston 1964). Sem dæmi um gróðurfarsbreytingar má geta þess, að í tilraunasttöðvunum á Akureyri og Skriðuklaustri (nafnlaus 1973) hefur m. a. komið í ljós, að hlutdeild háliðagrass hefur minnkað stórlega í reimm með brennisteins- súm ammóníaki miðað við aðra reiti, en hlumr vallarsveifgrass hins vegar aukist. Og á Sámsstöðum hefur hlutdeild tvíkímblöð- unga í reitum með kalksaltpétri aukizt miðað við aðra reiti. Niðurstöðurnar frá Akureyri verður að telja að nokkm leyti undantekningu frá því, sem að ofan greinir, því að fleiri jónir, eink- um Ca-jónir, mælast í þeim reitum, sem hafa fengið Kjarna, en í reitum, sem hafa verið án köfnunarefnis. Hugsanleg skýring á þessu gæti verið sú, að aukin grasspretta á Kjarna- reitum hafi að einhverju leyti leitt til svo aukinnar efnaumsetningar í jarðveginum, að nemi meira en aukinni efnauppttöku grassins og aukinni skolun úr jarðveginum, sem jafn- an er gert ráð fyrir, að fylgi notkun ammóní- umáburðar. Telja verður, að Skriðuklausmr sé ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.