Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR sjö vetra 21 átta vetra 19 níu vetra 11 tíu vetra 6 Nautgripunum var öllum slátrað á árinu 1962, og skiptust þeir þannig á mánuði: janúar 13 febrúar 10 marz 32 apríl 52 maí 25 júní 31 júlí 15 Lungu. Alls voru lungu athuguð úr 39 gripum. Lungu úr 19 gripum vom skoluð og síðan skorin upp og leitað skemmda, en úr 20 vom lungu aðeins skoluð. Enginn lungna- ormur fannst í þessum lungum, og ekki varð vart neinna skemmda. Allt bendir því til þess, að lungnaormar séu mjög fátíðir í nautgripum hérlendis, en þó hefur lungna- ormsins Dictyocaulus viviparus, sem hrjáir nautgripi víða erlendis, orðið vart hér (Sigurður Sigurðarson, munnl. uppl.). Vinstrar. Athuganir voru gerðar á vinstrum 174 naut- gripa. Tiltölulega nákvæm skoðun var þó að- eins gerð á 16 gripum. Var þá allt innihald vinstrar skolað úr henni og síað í fínni síu (möskvastærð um 175 micron) og síðan leitað vandlega í ákveðnum hluta (1/100) af því, sem eftir varð í síunni. Enn fremur var slím- húðin öll skafin með skeið, skafið melt í sérstökum meltingarvökva (2 gr. pepsín, 4 ml conc. HCI í 240 ml vatni) í um 24 tíma við 37 °C og síðan leitað í ákveðnum hluta (venjulega 1/10—1/100) af upplausninni. I 16 gripum til viðbótar var vinstrin skoluð, en ekki skafin, og í 36 öðrum var vinstrin skafin, en ekki skoluð. Að lokum var í 106 gripum aðeins skolað á þann hátt, að hluti vinstrar (pylorus) var skafinn. Að meðaltali voru rúmlega 30 sinnum fleiri ormar af ættkvíslinni Ostertagia og um 10 sinnum fleiri Trichostrongylus axei í skolinu en í skafinu, þar sem báðum aðferðum var beitt, en sambandið milli ormafjölda í skafi og skoli nálgast það að vera línulegt. Lirfur voru að meðaltali um 20 sinnum fleiri í skoli en í skafi, en þetta hlutfall byggist á ónógum gögnum. Þar sem bæði var skafið úr pylorus-hluta vinstrar og einnig úr fundus-hluta hennar, voru að meðaltali um tvöfalt til þrefalt fleiri Ostertagia í fundus en í pylorus, en nægileg gögn skorti um T axei og lirfur. Af þessu má ætla, að allýtar- lega könnun á vinstrarormum nautgripa mætti gera með skoli eingöngu, en í tíma- hraki má fá einhverja bendingu um ástandið með því að skafa vinstrina og jafnvel aðeins hluta hennar. Hér verður fjallað um þær niðurstöður, sem fengust við skolun á vinstrum, nema annars sé getið. Alls var skolað úr 32 vinstr- um (gripum öllum slátrað í júní og júlí), og fundust ormar í öllum nema einni. Var um þrjár eftirfarandi tegundir af fuílvaxta ormum að ræða: Trichostrongylus axei. Þessi tegund fannst í 14 gripum eða í um 44%. Að meðaltali voru um 1140 ormar í þessum 14 naut- gripum, en mesti fjöldi, sem fannst, var 6200, en næsthæsta tala var aðeins 2900. T. axei er algengur í vinstrum sauðfjár, og hér á landi virðist hann vera í mun ríkara mæli í sauðfé en í nautgripum. Þannig má til samanburðar geta þess, að T. axei fannst í 34 af 42 kindum (76%), sem athugaðar voru á tímabilinu janúar til júlí 1962. Meðalfjöldi orma í þessum 34 kindum var um 8520. Þessi tala er um átta sinnum hærri en meðaltal í nautgripum þrátt fyrir mikinn stærðarmun á vinstrum. Að vísu verður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.