Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mjógörn. Aðstæður leyfðu aðeins mjög lauslega at- hugun á ormum í mjógörnum. Tekinn var um 25 — 50 cm langur mjógirnisbútur í um 4 cm fjarlægð frá vinstur. Síðan var skolað úr bútnum og innihaldið síað í fínni síu. Innihaldið var þynnt mjög mikið og síðan leitað í því með berum augum. Alls voru þannig kannaðir 153 mjógirnis- bútar. Lítið fannst af ormum, en langalgeng- astir voru vinstrarormarnir Ostertagia, eink- um O. ostertagi. Alls fundust þessir ormar í 45 bútum (um 29%). Nokkuð fannst einnig af Cooperia oncophora. Fundust þeir í 16 bútum (um 10%), að meðaltali 5,1 í hverj- um bút, en mest fannst 21. C. oncophora finnst einnig örsjaldan í sauðfé, en er þar greinilega miklu sjaldgæfari en í nautgrip- um. Enn fremur fannst Trichostrongylus axei í 5 bútum, Trichostrongylus capricola fannst í einum bút og ormar (kvendýr), sem annað- hvort eru af þessari tegund eða Trichostron- gylus vitrinus, fundust í fjórum bútum til viðbótar. Bæði T. capricola og T. vitrinus eru mjög algengir í mjógörnum sauðkinda hérlendis, en eru erlendis mjög sjaldséðir í nautgripum. Að lokum fundust lirfur í níu bútum. Ristill og langi. Allt innihald ristils og langa var síað í fínni síu og orma leitað með berum augum í því, sem eftir varð í síunni. Aðeins var leitað í ristli og langa úr einum grip og í langa eingöngu úr öðrum. Engir ormar fundust. Saur. Kannað var magn ormaeggja í saur alls 156 nautgripa. Könnunin fór þannig fram, að saursýni voru tekin úr endaþarmi gripanna, en síðan leitað að eggjum í smásjá í 0,02 g úr hverju sýni. Alls fundust ormaegg í 43 eða um 28% af sýnum. Meðalfjöldi eggja í grammi af saur í þessum 43 gripum reynd- ist vera 90, en 25, ef miðað er við alla 156 gripi. Að öðru leyti urðu niðurstöðúrnar þessar: Eggjafjöldi Fjöldi í grammi gripa 0 113 50 22 100 14 150 2 200 4 250 1 Ekki var að sjá neina breytingu á fjölda ormaeggja á því tímabili, sem könnunin fór fram. Ekki var heldur um neina fylgni að ræða milli ormaeggjafjölda í saur og fjölda orma í vinstur. Þess ber þó að geta, að könn- unin var í grófara lagi. Fjöldi ormaeggja í grammi af saur er yfirleitt mun minni í nautgripum en í sauðfé, en aðferðirnar, sem notaðar voru hér, voru miðaðar við sauðfé. Því hefði verið æskilegt að kanna mun meira af saur úr hverjum grip en hér var gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.