Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mjógörn. Aðstæður leyfðu aðeins mjög lauslega at- hugun á ormum í mjógörnum. Tekinn var um 25 — 50 cm langur mjógirnisbútur í um 4 cm fjarlægð frá vinstur. Síðan var skolað úr bútnum og innihaldið síað í fínni síu. Innihaldið var þynnt mjög mikið og síðan leitað í því með berum augum. Alls voru þannig kannaðir 153 mjógirnis- bútar. Lítið fannst af ormum, en langalgeng- astir voru vinstrarormarnir Ostertagia, eink- um O. ostertagi. Alls fundust þessir ormar í 45 bútum (um 29%). Nokkuð fannst einnig af Cooperia oncophora. Fundust þeir í 16 bútum (um 10%), að meðaltali 5,1 í hverj- um bút, en mest fannst 21. C. oncophora finnst einnig örsjaldan í sauðfé, en er þar greinilega miklu sjaldgæfari en í nautgrip- um. Enn fremur fannst Trichostrongylus axei í 5 bútum, Trichostrongylus capricola fannst í einum bút og ormar (kvendýr), sem annað- hvort eru af þessari tegund eða Trichostron- gylus vitrinus, fundust í fjórum bútum til viðbótar. Bæði T. capricola og T. vitrinus eru mjög algengir í mjógörnum sauðkinda hérlendis, en eru erlendis mjög sjaldséðir í nautgripum. Að lokum fundust lirfur í níu bútum. Ristill og langi. Allt innihald ristils og langa var síað í fínni síu og orma leitað með berum augum í því, sem eftir varð í síunni. Aðeins var leitað í ristli og langa úr einum grip og í langa eingöngu úr öðrum. Engir ormar fundust. Saur. Kannað var magn ormaeggja í saur alls 156 nautgripa. Könnunin fór þannig fram, að saursýni voru tekin úr endaþarmi gripanna, en síðan leitað að eggjum í smásjá í 0,02 g úr hverju sýni. Alls fundust ormaegg í 43 eða um 28% af sýnum. Meðalfjöldi eggja í grammi af saur í þessum 43 gripum reynd- ist vera 90, en 25, ef miðað er við alla 156 gripi. Að öðru leyti urðu niðurstöðúrnar þessar: Eggjafjöldi Fjöldi í grammi gripa 0 113 50 22 100 14 150 2 200 4 250 1 Ekki var að sjá neina breytingu á fjölda ormaeggja á því tímabili, sem könnunin fór fram. Ekki var heldur um neina fylgni að ræða milli ormaeggjafjölda í saur og fjölda orma í vinstur. Þess ber þó að geta, að könn- unin var í grófara lagi. Fjöldi ormaeggja í grammi af saur er yfirleitt mun minni í nautgripum en í sauðfé, en aðferðirnar, sem notaðar voru hér, voru miðaðar við sauðfé. Því hefði verið æskilegt að kanna mun meira af saur úr hverjum grip en hér var gert.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.