Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 22
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1975 7, 1-2: 20-45 Myndun móajarðvegs í Skagaíirði Grétar Guðbergsson Rannsóknastofnun landbúnaSarins, Keldnaholti. ÁGRIP í ritgerð þessari er gerð grein fyrir myndun móajarðvegs í Skagafirði. Mæld voru 27 jarðvegssnið og tekin sýni úr þremur þeirra til kornastærðarákvörðunar. Einnig var athuguð bergfræði jarðvegs- kornanna og hlutfallslegar breytingar þeirra í sniðunum. Við rannsóknir þessar var mjög stuðzt við öskulagatímatal, einkum ljósu öskulögin frá Heklu. Helztu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær, að meðalkornastærð í skagfirzkum móajarðvegi er 3.760, sem flokkast undir fínan sand. Breytingar á meðalkornastærð innan sniða eru ekki miklar, en hins vegar nokkur munur á hlutfalli grófra korna í jarðvegssniðunum. Hlutfall grófu kornanna fer minnkandi frá ísaldarlokum fram að síðara mýraskeiði, en eykst úr því og verður jafnmikið eftir landnám og var í upphafi jarðvegsmyndunar í ísaldarlok eða byrjun nútíma. Því meiri sem gróð- urinn varð og gróðurþekjan jafnari, þeim mun minna varð rofið og áfokið minna. Hugsanlegt er, að fín korn fjúki lengra og því verði grófi kornahlutinn meiri eftir landnám og meginhluti grófu kornanna verið til kominn vegna umlögunar við uppblástur. Móajarðvegur í Skagafirði er gerður að langmestu leyti úr dökku móbergsgleri og ummynduðu mó- bergsgleri (70%), en ljós aska er aðeins 17% og bergbrot og kristallar um 15%. Þessi jarðvegsefni hljóta að hafa fluzt inn á svæðið með einhverjum hætti nema bergbrot og kristallar, sem geta verið ættuð að mestu af blágrýtissvæðinu. Leirs úr millilögum gætir alls ekki. Jarðvegskornin eru því að mestu (85—95%) aðflutt af öðrum svæðum og þá helzt af móbergssvæðum sunnan Skagafjarðar. Ljósa glerið er mestmegnis ættað frá Heklu, enda verður það ekki áberandi fyrr en öskulagið H3 féll. Isa leysir snemma af Skagafjarðarsvæðinu, og gróður hefur fljótt fest rætur. Jarðvegsþykknun er til- tölulega hæg þar til fyrir 4500 árum (H4), um 0,05 mm á ári. Á birkiskeiðinu síðara (4500— 2900 B. P.) dregur mjög úr jarðvegsþykknun. Hún er þá tæplega 0,04 mm á ári. Þetta tímabil hefur veðrátta verið hagstæð og gróður aldrei náð meiri hæð, svo að áfokssvæði munu vart hafa verið til. Tímabilið frá 2900 B. P. (ofan H3) og fram til landnáms tvöfaldast jarðvegsþykknun í Skagafirði og varð 0,07 mm á ári. Veðrátta versnaði mjög á þessu tímabili, sem er fyrri hluti síðara mýra- skeiðsins. Frá landnámi og fram til 1104 eykst jarðvegsþykknun mjög mikið í Skagafirði, enda þéttbýli mikið þegar snemma á öldum. Þessi 200 ár var jarðvegsþykknunin 0,74 mm á ári. Frá 1104 og fram til 1970 hefur jarðvegseyðingin haldið áfram og jarðvegsþykknun verið 0,5 mm á ári, þ.e. mun minni en í upphafi byggðar. Eftirtektarvert er hve jarðvegsmyndun er háð gróðurfarshreytingum á for- sögulegum tíma. Þetta samhengi truflast hins vegar mjög á sögulegum tíma vegna landnáms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.