Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Blaðsíða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR að niður í deigluna með 2000 lbs. þrýstingi. Deiglan með 10 cm löngum kveikjuþræði var síðan látin í súrefnisbombu og inn í bombuna dælt súrefni (25 atm.) Þar næst var bomban látin í fötu með 2000 ml af 22,3 °C heim vatni. Fatan var sett í vatns- fylltan adíabetískan kaloríumæli og sýnið brennt til ösku með því að hleypa rafstraumi á kveikiþráð. Hitabreytingar voru skráðar, þegar vatnið í fötunni hitnaði vegna varma frá bruna efnisins í kalorímeternum. Eftir brunann var bomban tekin upp, deigl- an athuguð og brennsluþráðurinn, sem eftir var, mældur. Bomban var skoluð að innan með eimuðu vatni og það síðan títerað með Na-OH-upplausn til þess að finna magn saltpéturssýru, sem myndast við brunann. Hitagildi (orkuforði) sýnis var reiknað þannig: m H = hitagildi sýnis í cal/g, t = hækkun hitastigs á vatni í kaloríu- meter við bruna, m = magn efnis í g, w = vatnsgildi kaloríumeters = 1356 cal/F0, ei = leiðrétting vegna myndunarvarma sait- péturssýrna, e2 = leiðrétting vegna myndunarvarma brennisteinssýrna, þessum lið var sleppt, e3 = leiðrétting vegna brennsluvarma kveikiþráðar, 2,3 * C3 cal, þar sem c2 = fjöldi cm af kveikiþræði sem brenna. Leiðréttingarnar námu < 1% af (brennslu- varma) hitagildi. NIÐURSTÖÐUR Við þessa athugun voru einkum valdar tvær plöntutegundir, snarrót og brennisóley. Snar- rótin var valin vegna þess, hve hún er algeng grastegund hér á landi og mikilvæg beitar- planta, hávaxin og rótarmikil. Brennisóleyin er hins vegar algeng jurt í úthaga og á tún- um og slæðist því oft með í heyi. Fylgzt var með vexti þessara plantna frá júnílokum til síðari hluta júlímánaðar og í hvert sinn mæld ný planta. Aðrar tegundir, svo sem blásveif- gras, túnfífill og ætihvönn, voru aðeins at- hugaðar í eitt skipti. Niðurstöður einstakra mælinga eru skráð- ar í 1. töflu, og má þar sjá þurrvigt og hita- einingar róta og ofanvaxtar einstakra tegunda á ýmsum tímum. Auk þess voru gerðar nokkrar mælingar á votvigt og rúmmáli, en eðlisþyngd (Þ/R) er að sumu leyti mæli- kvarði á hreinleika sýnisins eða t.d. hve vel hefur tekizt að ná jarðvegi af rótum. Kemur fram, að eðlisþyngd er að öllu jöfnu meiri í rótum (0,95) miðað við ofanvöxt (0,88), sem gæti bent til þess, að ekki hafi örugglega náðst að skola allan jarðveg af rótum, en gæti eins borið vitni um raunverulegan eðlis- þyngdarmun þessara tveggja plöntuhluta. Þær tegundir, sem kannaðar voru, eru allar fjölærar og eru annaðhvort með trefja- rætur (brennisóley, snarrót og blásveifgras) eða jarðstöngul (túnfífill og ætihvönn). Að meðaltali var þurrvigt í ofanvexti plantna nokkru meiri en í rótum, 22,5 g í ofanvexti plöntu miðað við 19,1 g í rót. Um aldur plantnanna var ekki vitað, en árleg þurr- efnisframleiðsla ofanvaxtar er augljóslega mun meiri en rótar. Hitagildi í vefjum teg- undanna var að jafnaði um 3638 cal/g þurr- efnis. Enda þótt einhverjar eftirstöðvar jarðvegs kunni að hafa loðað við rætur, reyndist með- alhitagildi vera öllu meira í rótum (3698 cal/g) borið saman við ofanvöxt (3629
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.