Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1975, Síða 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR að niður í deigluna með 2000 lbs. þrýstingi. Deiglan með 10 cm löngum kveikjuþræði var síðan látin í súrefnisbombu og inn í bombuna dælt súrefni (25 atm.) Þar næst var bomban látin í fötu með 2000 ml af 22,3 °C heim vatni. Fatan var sett í vatns- fylltan adíabetískan kaloríumæli og sýnið brennt til ösku með því að hleypa rafstraumi á kveikiþráð. Hitabreytingar voru skráðar, þegar vatnið í fötunni hitnaði vegna varma frá bruna efnisins í kalorímeternum. Eftir brunann var bomban tekin upp, deigl- an athuguð og brennsluþráðurinn, sem eftir var, mældur. Bomban var skoluð að innan með eimuðu vatni og það síðan títerað með Na-OH-upplausn til þess að finna magn saltpéturssýru, sem myndast við brunann. Hitagildi (orkuforði) sýnis var reiknað þannig: m H = hitagildi sýnis í cal/g, t = hækkun hitastigs á vatni í kaloríu- meter við bruna, m = magn efnis í g, w = vatnsgildi kaloríumeters = 1356 cal/F0, ei = leiðrétting vegna myndunarvarma sait- péturssýrna, e2 = leiðrétting vegna myndunarvarma brennisteinssýrna, þessum lið var sleppt, e3 = leiðrétting vegna brennsluvarma kveikiþráðar, 2,3 * C3 cal, þar sem c2 = fjöldi cm af kveikiþræði sem brenna. Leiðréttingarnar námu < 1% af (brennslu- varma) hitagildi. NIÐURSTÖÐUR Við þessa athugun voru einkum valdar tvær plöntutegundir, snarrót og brennisóley. Snar- rótin var valin vegna þess, hve hún er algeng grastegund hér á landi og mikilvæg beitar- planta, hávaxin og rótarmikil. Brennisóleyin er hins vegar algeng jurt í úthaga og á tún- um og slæðist því oft með í heyi. Fylgzt var með vexti þessara plantna frá júnílokum til síðari hluta júlímánaðar og í hvert sinn mæld ný planta. Aðrar tegundir, svo sem blásveif- gras, túnfífill og ætihvönn, voru aðeins at- hugaðar í eitt skipti. Niðurstöður einstakra mælinga eru skráð- ar í 1. töflu, og má þar sjá þurrvigt og hita- einingar róta og ofanvaxtar einstakra tegunda á ýmsum tímum. Auk þess voru gerðar nokkrar mælingar á votvigt og rúmmáli, en eðlisþyngd (Þ/R) er að sumu leyti mæli- kvarði á hreinleika sýnisins eða t.d. hve vel hefur tekizt að ná jarðvegi af rótum. Kemur fram, að eðlisþyngd er að öllu jöfnu meiri í rótum (0,95) miðað við ofanvöxt (0,88), sem gæti bent til þess, að ekki hafi örugglega náðst að skola allan jarðveg af rótum, en gæti eins borið vitni um raunverulegan eðlis- þyngdarmun þessara tveggja plöntuhluta. Þær tegundir, sem kannaðar voru, eru allar fjölærar og eru annaðhvort með trefja- rætur (brennisóley, snarrót og blásveifgras) eða jarðstöngul (túnfífill og ætihvönn). Að meðaltali var þurrvigt í ofanvexti plantna nokkru meiri en í rótum, 22,5 g í ofanvexti plöntu miðað við 19,1 g í rót. Um aldur plantnanna var ekki vitað, en árleg þurr- efnisframleiðsla ofanvaxtar er augljóslega mun meiri en rótar. Hitagildi í vefjum teg- undanna var að jafnaði um 3638 cal/g þurr- efnis. Enda þótt einhverjar eftirstöðvar jarðvegs kunni að hafa loðað við rætur, reyndist með- alhitagildi vera öllu meira í rótum (3698 cal/g) borið saman við ofanvöxt (3629

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.