Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 45
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, l'. 43-49
Skyldleiki og skyldleikarækt sauðfjár
á tilraunabúunum.
JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Keldnaholti, Reykjavík.
YFIRIIT
Gerð var könnun á skyldleikarækt fjár á tilrauna- og skólabúunum á Hesti, Reykhólum, Skriðu-
klaustri og Hólum. í rannsóknina voru teknar ær, ásettar árin 1970 og 1975, 20 á búi/ári, valdar
af tilviljun. Ættir voru raktar í fimm ættliði. Meðal-skyldleikaræktarstuðull var 1.28±0.22% árið
1970 og 3.22±0.30% árið 1975.
Meðalskyldleiki ásettra einstaklinga, metinn út frá föður og móðurföður, var 3.44% árið 1970 og
2.64% árið 1975.
Gefin er hlutdeild nokkurra ættfeðra í stofninum bæði árin. Aukning skyldleikaræktar á þessum bú-
um þetta tímabil er allveruleg, en ekki er að vænta mælanlegra áhrifa af skyldleikahnignun á afurðir
á búunum.
INNGANGUR
Við ræktun búfjár eru einstakir einstakling-
ar oft notaðir mjög mikið og eignast því
marga afkomendur. Við áframhaldandi rækt-
un eru því allar líkur á, að í sama einstaklingi
komi fyrir í sama sæti (locus) erfðavísar, sem
að uppruna eru hinir sömu. Þetta er það, sem
kallað er skyldleikarækt. Skyldleikarækt er
mæld með skyldleikaræktarstuðlinum, sem
eru líkurnar á því, að samstæðir erfðavísar
einstaklinga séu báðir upprunalega hinir
sömu. Skyldleiki einstaklinga í stofninum er
afmr á móti mældur sem líkur til að finna
í sama sæti hjá tveimur einstaklingum erfða-
vísa, sem eru að uppruna hinir sömu.
Skyldleikarækt er ræktunaraðferð, sem á
tímabili var í miklum hávegum höfð meðal
búf j árræktarmanna.
Páll Zóphóníasson (1930) ráðleggur að
nota skyldleikarækt að vissu marki í sauð-
fjárrækt. Hann nefnir ákveðna galla skyld-
leikaræktar og bendir sérstaklega á að vera
á verði gegn smækkun, sem kunni að koma
upp í stofninum samfara skyldleikaræktinni.
Segja verður, að nú sé skyldleikarækt sem
ræktunaraðferð í mun minna áliti en áður
var. Astæða þess er sú, að jafnhliða skyld-
leikaræktinni má vænta skyldleikahnignun-
ar, sem kemur fram í minnkandi afurðum.
Þetta hefur neikvæð áhrif á afrakstur bænda
af búfjárræktinni og er af þeim ástæðum
vafasöm ræktunaraðferð.
Jákvæðar hliðar við skyldleikarækt eru,
að með henni má festa í stofninum æskilega
eiginleika. Þetta var meginástæða hinna
miklu vinsælda skyldleikaræktarinnar, með-
an búfjárræktarmenn lögðu mikla áherzlu á
að framleiða mjög samstæð (kynföst) bú-
fjárkyn. Einnig má benda á, að við afkvæma-