Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
Flokkum þessum fyrir fjör hafa verið
gefin eftirfarandi tölugildi:
0 = latur
1 = viljugur
2 = fjörugur
NIÐURSTÖÐUR
Tölugildi fyrir fjör hafa verið notuð til að
reikna út meðaltöl fyrir vilja mæðra og
afkvæma ásamt mismun milli þeirra og
sömuleiðis aðhvarf afkvæma á mæður og
arfgengi á fjöri ásamt meðalfrávikum þess-
ara stærða.
Niðurstöður þessara útreikninga eru sýnd-
ar í 2. töflu.
A 1. mynd er sýnt, hvernig meðaleinkunnir
afkvæma breytast með flokkum mæðra, og
þar er einnig teiknuð inn aðhvarfslínan af
afkvæmum á mæður.
Samkvæmt niðurstöðum í 2. töflu hafa
mæður verið viljugar í meðallagi, en afkvæm-
in meira en í meðallagi viljug. Afkvæmin
hafa raunhæft hærri stig fyrir vilja heldur
en mæðurnar.
Áhrifin af vilja mæðra á vilja afkvæma
eru veruleg og raunhæf. Með því að tvöfalda
aðhvarfsstuðulinn af vilja afkvæma á vilja
mæðra, fæst arfgelngi viljans, sem sam-
kvæmt 2. töflu reynist 0,85 — 0,11.
ÁLYKTANIR
Útreikninga þá, sem hér hafa verið gerðir
á arfgengi á vilja reiðhrossa, hlýtur að þurfa
að taka með varúð.
2. Tafla. Meðaltöl og meðalfrávik fyrir vilja mæðra (x) og afkyæmá (y)
asamt mismun ixdlli mæðra og afkvæma (y-x), aðhvarfi (b) og
arfgengi á vilja (h2)j
Table 2.. Means and standard deviation for temperament score for dams (x)
and progeny (y) together with their difference (y-x), regression
coefficient (b) and heritability (hz).
Mæling Tákn Gildi Meðalfrávik
Measurement Symbol Value Standard deviation
Vilji nœðra Dams temperament score X 1,01 0,55
Vilji afkvæna Progenys temperament score y 1,21 0,52
Mismunur Difference y-x 0,20* 0,086
Aðhvarf Regression coefficient b 0,426*** 0,057
Arfgengi Heritability h2 0,85*** 0,114
* Raunhæfur munur - Significant difference (P<0,05)
***Raunhæfur stuðull - Significant coefficient (P<0,001)