Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 5
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 1: 3-15
Rannsóknir á vallarfoxgrasi (ENGMO)
II. Rýrnun efnamagns og fóðurgildis vallarfoxgrass
við þurrkun þess á velli
Bjarni Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútceknideild,
Hvanneyri.
YFIRLIT
Árin 1969—1973 voru gerðar á Hvanneyri mælingar á þeirri rýrnun efnamagns og fóðurgildis, sem
verður við þurrkun vallarfoxgrass (Engmo) á velli.
Rýrnun þurrefnis svo og meltanlegs þurrefnis virtist vaxa línulega með þeim dagafjölda, sem heyið lá
á velli. Nam tapið 0,9% (þurrefni) og 1,3% (meltanl. þurrefni) á dag. Svo virtist sem minna tap
yrði við þurrkun sxðslægju en snemmslægju. Var það rakið til minni hlutdeildar blaða í síðslægj-
unni, en verulegur hluti efnatapsins virtist felast í rýrnun og skemmdum blaðanna. Á hinn bóginn
varðveittu stönglarnir næringu sína vel, jafnvel við mikinn hrakning. Tap meltanlegs hrápróteíns
mældist álíka mikið og tap meltanlegs þurrefnis. Minnkun snúningshraða heyþyrlunnar við snúning
(540 í 400 sn/mín), eftir að heyið tók að þorna, leiddi til minna efnataps, en ekki reyndust þau
áhrif marktæk.
Meltanleiki þurrefnis heysins eftir þurrkun og hrakning á velli reyndist einkum fara eftir meltan-
leika grassins við slátt, en dagafjöldinn, sem heyið lá á velli, hafði einnig marktæk áhrif þar á. Með
vali sláttutíma má því ætla, að hafa megi veruleg áhrif á fóðurgildi heyjanna.
INNGANGUR
Þurrkun heys á vélli er útbreidd aðferð við
heyverkun hérlendis. Þurrkunin hefur ætíð
í för með sér rýrnun efna heysins, og er
rýrnunin mörgum þáttum háð, m. a. veður-
fari, meðhöndlun heysins og fleira. Erlendis
hafa verið gerðar margar rannsóknir á efna-
tapi við þurrkun á velli. Niðurstöður þeirra
er ekki unnt að nýta við íslenzkar aðstæður,
þar sem aðstæður hér eru á flestan hátt ólík-
ar hinum erlendu.
Það er tilgangur þessarar ritgerðar að
greina frá niðurstöðum rannsókna á því efna-
magni, sem tapast úr vallaxfoxgrasi við
þurrkun þess á velli. Hér mun um fyrstu
innlendu rannsóknirnar af þessu tagi að ræða,
og miðuðu þær því einkum að mælingum
á efnatapi við „venjulega" framkvæmd vall-
þurrkunar. Síðar mun væntanlega gefast
kostur á að bera saman efnarýrnun við
hvers konar aðferðir við heyþurrkun á velli.
Ekki er gerlegt að gefa tæmandi yfirlit
um fyrri rannsóknir á þessu sviði, en aðeins
skal getið nokkurra. Það er sameiginlegt flest-
um niðurstöðunum, að tölugildi efnataps er
mjög breytilegt. Má um það nefna, að við
ákveðnar aðstæður hefur mælzt aukning