Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 47
SKYLDLEIKI OG SKYLDLEIKARÆKT SAUÐFJÁR 45
og N er heildarfjöldi ánna í árganginum.
Þar sem faðir og móðurfaðir eru óháðir,
fæst heildarskyldleikinn við samlagningu
beggja liðanna.
Einnig var reiknaður út á sama hátt skyld-
leiki allra hrúta á þessum búum fyrir hvert
af árunum 1970—1975. A þennan hátt er
aðeins unnt að meta hluta af skyldleikan-
um, en þó greinilega meginhluta hans í nær
öllum tilfellum.
Auk þessa var reiknuð hlutdeild nokkurra
hrúta, sem hafa haft veruleg áhrif á stofn-
inn.
NIÐURSTÖÐUR
í 1. töflu er að finna niðurstöður útreikn-
inga á skyldleikaræktarstuðli. Þar sést, að
skyldleikaræktin árið 1970 er 1,28%, en
1975 er hún orðin 3,22%. Þetta er ívið
meiri skyldleikarækt en fundin var á Hvann-
eyri (Jón Viðar Jónmundsson, 1975a),
en eins og sést í 1. töflu, er verulegur munur á
skyldleikarækt milli búa, og minnst er hún
á stærstu búunum, Hesti og Skriðuklaustri.
I 2. töflu er sýndur reiknaður skyldleiki.
Þar kemur fram gott samræmi við tölurn-
ar í 1. töflu og greinileg áhrif bústærðarinn-
ar.
I 3. töflu er sýndur hlutur nokkurra ein-
staklinga í stofninum þessi ár. Tölurnar frá
Hesti eru miðaðar við hyrnda stofninn á
Hesti, en þar eru tveir alveg aðskildir stofn-
ar. Þarna má sjá, að áhrif þeirra hrúta, sem
mest eru notaðir hverju sinni, eru veruleg.
Einnig kemur þar í Ijós, að áhrif einstakra
einstaklinga haldast lengi í hjörðinni, og
má í því sambandi benda á Hvíting 504
á Reykhólum. Hvítingur 504 var hrúmr á
Felli í Kollafirði, en við fjárskiptin 1961
komu sex dætur hans að Reykhólum. Þetta
voru alhvítar ær, sem voru auk þess frá-
bærar mjólkurær (Stefán Aðalsteinson,
1965), og hafa áhrif þeirra á stofninn á
Reykhólum því orðið mjög mikil.
Vert er að benda á, að hrútarnir, sem
teknir eru með í 3. töflu, eru margir skyldir,
m. a. er Kappi 542 sonur Dofra 47, Kvist-
1. Tafla. Reiknaður skyldleikaræktapstuðull.
Tablel. Calculated inbreeding coefficient.
BÚ 197.0 1975
Farm F%±S.E. F%±S.E.
Hestur
Reykhólar
Skriðuklaustur
Holar
1,455±0,394
1,357±0,563
1,631±0,433
0,664±0,348
2,324±0,467
3,418±0,690
2,529±0,627
4,592±0,579
Meðaltal:
Mean:
1,277±0,217
3,219±0,295