Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 8
V 6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 1. mynd. Samhengi blaðtaps og þurrefnistaps við þurrkun vallarfoxgrass á velli. Fig. 1. Tbe regression of the losses of leaves (y) on the dry matter loss (x) during field drying of Phleum pratense. tjón, því að blöðin eni mjög lostætt fóður og verðmætt (Laredo og Minson, 1975). Hlut biaðanna í þurrefnisuppskeru vallarfox- grass má ætla um Yi kringum skrið, en hann fellur síðan niður fyrir 16, er líður á þroska- feril grassins. Það fyrirbrigði, að efnatap er minna við vallþurrkun síðslægju en snemm- slægju, má því skýra með þeim staðreynd- um, að þurrefnistapið er umfram allt blað- tap, en að hlutur blaðanna fer tiltölulega minnkandi með auknum þroska. Onnur skýr- ing á minnkandi tapi með auknum þroska grasanna gæti verið fólgin í mismunandi veðrátm. Svo virtist sem samband væri á milli úrkomu á hrakningsskeiði og þroska- stigs grassins við slátt (r=0,34), en ekki reyndist sú fylgni marktæk. Endurspeglast þetta einnig í lengd hrakningsins, en hann styttist nokkuð með auknum þroska gras- anna við slátt (r=—0,2). Er því tæplega ástæða til þess að ætla, að mismunandi veðrátta skýri allan muninn, er fram kem- ur á efnatapi heys, sem slegið er á ólíku þroskastigi. Þar sem hér er um að ræða mikilvægt atriði varðandi heyhrakning og efnatap, skal rakin smttlega ein tilraun, sem varpar ským ljósi á efnatapið. Tilraunin var gerð sumarið 1972. Stóð hún í 14 daga og var gerð við mjög óhag- stæð heyskaparskilyrði. Veður var hagstætt fyrstu tvo dagana, en úr því rigndi nær sífellt, álls 66 mm. Vallarfoxgrasið var að skríða, er tilraunareitirnir voru slegnir 27. júní. Niðurstöður tilraunarinnar má bezt skýra með mynd: Línunt 2-1 sýnir, hvernig hlutur biaðanna í heildaruppskerunni breytist, er líður á hrakn- inginn. Við sláttinn var hlutur blaðanna 31%, en eftir liðlega eins sólarhrings þurrk- un í góðum þerri hafði hlutur þeirra minnk- að niður í 28%. Eftir 14 daga hrakning var hlutur blaðanna aðeins orðinn 21%. Rýrnun- in virðist hafa orðið mest fyrst á hraknings- skeiðinu, trúlega sökum meðhöndlunar heys- ins í véium. Línurit 2-11 sýnir þær breytingar, sem urðu á meltanleika plöntuhlutanna við hrakning- inn. Meltanleiki blaða og stöngla er mjög áþekkur, enda grasið slegið snemma á þroska- ferli þess. Athyglisvert er, að meltanleiki stönglanna breytist sáralítið við hinn mikla hrakning, og fyrst í stað virðist meltanleiki stöng;lanna jafnvel aukast. Kann það að stafa af efnflutningi frá blöðum til stöngla, þótt nákvæmni mælingar á meltanleika þurr- efnis sé vart nógu mikil til þess að tryggja öryggi þeirrar tilgám. Meitanleiki blaðanna rýrnaði hins vegar mjög ört, svo að nam 0,7—0,9 stigum á dag. Er rýrnunin línu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.