Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 7
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI (ENGMO) 5
Jafnan var slegið í þurru og þegar útlit
var fyrir þurrk. Veður á tilraunaskeiðum
reyndist mjög breytilegt. Rigning féll í heyið
í 65% tilvika; úrkomumagnið var mjög
mismunandi, allt frá 0,2 mm upp í 66,0 mm.
Má því gera ráð fyrir, að veðurskilyrði til
þurrheysöflunar á tilraunaskeiðum hafi ekki
verið mjög frábrugðin þeim, er að jafnaði
þekkjast í Borgarfirði.
NIÐURSTÖÐUR
Við mat á niðurstöðum þessara tilrauna verð-
ur einkum miðað við þær breytingar, sem
verða á fóðurmagni og fóðurgildi, út reikn-
að á grundvelli méltanleika þurrefnis heys-
ins (in vitro). Tekið skal fram, að áður
hefur verið gerð grein fyrir dálitlum hluta
þessara tilrauna (Bjarni Guðmundsson,
1971).
Sá þáttur, sem hvað mest áhrif virðist
hafa á efnatap við hrakningu á velli, er
lengd hrakningsins (x dagar). Ahrifum hans
virðist mega lýsa með eftirfarandi aðhvarfs-
líkingum:
Tap þurrefnis y=2,19+0,87x
r=0,84
Tap meltanlegs þurrefnis y=3,18+l,27x
r=0,87
Rýrnun meltanlegra fóðurefna er samkvæmt
þessu tæplega 1,5 sinnum meiri en þurr-
efnisrýrnunin. Það, hve lágur þessi stuðull
er, bendir til, að aðallega sé um að ræða
magn-tap, en ekki gæðarýrnun heysins við
hrakninginn. Stuðullinn (1,45) hefur svipað
gildi og reiknað er með við verkun votheys
(Breirem og Homb, 1970 eftir Jarl, 1952).
Efnatap það, sem líkingarnar hér að ofan
sýna, virðist við neðri mörk þess, sem erlend-
ar heimildir herma (t. d. Banthien, 1970,
Kosmos og Chestnutt, 1967 og 1968,
Möller og Skovborg, 1971, Ruxton et.
al., 1975). Þar kemur fram, að þurrefnistap
við vallþurrkun hefur numið 1,5—4% á
dag, en í innlendu tilraununum reyndist það
1—2% á dag. Skal ósagt látið, hvað mis-
muninum veldur, enda hæpið, að gera megi
sanngjarnan samanburð; svo ólíkar eru allar
aðstæður.
I ljós kom, að þroskastig vallarfoxgrass-
ins við slátt hafði marktæk áhrif á efnatap
við hrakning á velli:
Tap þurrefnis
y=7,09+0,83xi-0,15xo R=0,86
Tap meltanlegs þurrefnis
y=9,11+1,22xi—0,18x2 R=0,89
xi = lengd hraknings á velli, dagar.
X2= þroskastig við slátt, dagar.
Vallarfoxgrasið að skríða við X2=20.
Viðlíka áhrif þroskastigsins fundust í til-
raunum á írlandi (Kosmos og ChestnuTT,
1968).
Svo sem áður var minnzt á, fer nokkur
hluti viðkvæmra plöntuhluta forgörðum við
vélræna meðhöndlun heysins á velli. Þessu
atriði var gefinn sérstakur gaumur í nokkr-
um tilrunanna. Var það gert með þeim hætti,
að tekin voru sýni við slátt og eftir þurrkun
og fundið hlutfallslegt magn blaða og stöngla
í þeim miðað við þurrefni. Þannig var greint
á milli plöntuhlutanna, að blaðslíðrin voru
Iátin fylgja stönglunum. Ut frá þessum gild-
um mátti síðan reikna magn blaða og stöngla
í uppskerunni við slátt og eftir þurrkun á
velli. Niðurstöður athugananna má sjá á 1.
mynd, en þar er sýnt samband blaðtaps (í %
af heildarblaðmagni) og heildartaps, hvort
tveggja miðað við þurrefni.
Myndin sýnir, að drjúgur hluti blaðanna fer
forgörðum, jafnvel við fremur lítinn hrakn-
ing. Virðist mega ætla, að við 5% heildar-
tap þurrefnis hverfi um 20% af þurrefnis-
magni blaðanna. Við 10% heildartap er
blaðtapið um 30%. Þetta er tilfinnanlegt