Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 65

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 65
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9,1: 63-69 Á fengieldi að halda áfram, eftir að ærin fær fang? Ólafur Rúnar Dýrmundsson, SlGURÐUR KaRL BjARNASON, Og JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON, Bxndaskólanum, Hvanneyri. YFIRLIT Greint er frá niðurstöðum tilraunar, sem gerð var í þrjú ár á tilraunabúi Bændaskólans á Hvanneyri til að kanna, hvort það hefði áhrif á frjósemi áa að taka af þeim fengieldið strax eftir tilhleypingu. Samtals voru 480 ær í tilrauninni, sem var skipulögð og gerð því sem næst á sama hátt öll árin. Ærnar voru á aldrinum 1—9 vetra við upphaf tilraunar ár hvert, og var þeim skipt í tvo flokka, A og B. Báðir flokkarnir fengu sama 2—3 vikna eldið fram að fengitíma, þ.e.a.s. auk 1,2 kg af töðu 200—250 g af fóðurbæti á dag að meðaltali. Ær í A-flokki voru hafðar á eldinu út fengitímann, en eldi áa í B-flokki var minnkað niður í ríflegt viðhaldsfóður, um leið og hleypt hafði verið til þeirra. Áætlað er, að þannig hafi sparazt um 3 f. fe. af fengieldi á hverja á í B-flokki að meðaltali. Frá lokum fengitíma til vors voru allar ærnar fóðraðar saman. Rúmlega 98% ánna festu fang og báru, en munur á flokkum var hverfandi lítill. Meðalfrjósemi (fædd lömb) var 1,53 lömb eftir ána í A-flokki og 1,56 lömb eftir ána í B-flokki, en sá munur er óverulegur og tölfræðilega óraunhæfur. Munur innan ára var fremur lítill, og aðeins eitt árið voru ærnar í A-flokki frjósamari. Að loknum fengitíma í janúar vógu ærnar í A-flokki 58,41 kg og ærnar í B-flokki 57,66 kg að meðaltali, en sá munur er óraunhæfur. Þungabreytingar ánna frá haustvigtun seint í september til vigtunar í janúar sýndu, að meðferð ánna í báðum flokkum, bæði fyrir og um fengitíma, var tiltölulega góð. Við slíkar aðstæður virðist því ekki ávinningur að halda fengieldi áfram, eftir að hleypt hefur verið til ærinnar. Þá ætti ríflegt viðhaldsfóður að nægja, og eru þær niðurstöður x samræmi við reynslu sumra bænda hér á landi, sem hafa þann hátt á að taka ærnar frá strax eða fljótlega eftir fang. INNGANGUR Víða um heim hafa verið gerðar umfangs- miklar tilraunir með fengieldi til að auka frjósemi áa. Það er nú orðin algeng búskap- arvenja að bæta fóðrun ánna fyrir og um fengitímann, enda náið samhengi á milli vænleika ærinnar og fjölda eggfrumna, sem losna úr eggjastokkunum (Coop, 1966, Gunn et. al. 1969). Hér á landi hafa flestar fengieldistilraun- irnar verið gerðar á tilraunabúinu á Hesti. Fóðurnotkun og lengd eldis hafa verið mis- munandi í tilraununum, og niðurstöður þeirra hafa reynzt gagnlegar við leiðbeiningar til bænda (Halldór PÁLSSON, 1967). Þó er þörf frekari rannsókna á þessu sviði, og ýmsum spurningum um fengieldi og áhrif þess er ósvarað. Meðal annars hefur skort upplýs- ingar um, hvort þörf sé á að halda eldinu áfram um skeið, eftir að hleypt hefur verið til ærinnar. Algengast er að hafa ærnar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.