Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR þurrefnismagns á flatareiningu eftir sláttinn (Kosmos og Chestnutt, 1967). Þrjár ástæður eru einkum fyrir efnatapi við þurrk- un: a) öndun jurtafrumna og starfsemi smávera, b) útskdlun vegna úrkomu, c) molnun þlönmhluta vegna meðhöndlunar. Ondun jurtafmmnanna stendur í réttu hlutfalli við rakastig plönmnnar og stöðv- ast, er rakinn fer niður fyrir 27—3396 (Banthien, 1970, Wood og Parker, 1971). Þurrefnistap vegna öndunar fer sjald- an yfir 5%. Tap efna vegna útskolunar er því meira sem heyið er þurrara, er í það rignir (Land Jensen, 1967). Enn fremur virðist svo sem tíðar smáskúrir valdi meira tjóni en mikil rigning í takmarkaðan tíma (Watson og Nash, 1960). Ýmsir hafa bent á, að notkun snúningsvéla valdi moln- un viðkvæmra plöntuhluta (blaða). Mest er hættan við meðhöndlun belgjurta (Tou- gaard Pedersen, 1962), en mikill munur er einnig á milli véla og vinnubragða, að því er varðar molnun plöntuhluta (Anonym, 1963) og heildartap efna (Banthien, 1970, Klinner, 1969, Frennberg, 1973). RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐ Rannsóknir fóru fram á Hvanneyri á ára- bilinu 1969—1973, og mun hér verða stuðzt við niðurstöður tíu tilrauna. Þær voru gerð- ar á túnspildum, þar sem Engmovallarfox- gras var ríkjandi gróður (>90%). Túnin eru á framræstu mýrlendi og til þeirra sáð á árunum 1962—65. Túnin eru í ágætri rækt, og á þau hafa jafnan verið borin 100— 120 kg N, 30 kg P og 83 kg K á hektara árlega. Tap efna úr vallarfoxgrasinu var mælt með eftirfarandi aðferð: Eftir að grasið hafði verið slegið, voru afmarkaðir 5X20 m2 reitir, tveir fyrir hvern lið tilraunarinnar. Grasinu af hverjum reit var síðan safnað saman, það vegið, tekið úr því eitt sýni (~!/2 kg) með grasbor og heyið síðan breitt sem jafnast á reitinn á ný. I flestum tilvikum lauk þessu innan lþi klst. frá slætti. Síðan var heyið með- höndlað með vélum á eðlilegan hátt, eftir því sem tíðarfar og tilraunaáætlun sögðu til um. I lok tilraunarinnar var heyið af hverjum reit vegið á ný og tekin úr því sýni til frekari rannsókna. Meðan á þurrkun stóð, voru tekin sýni úr heyinu til þess að fylgjast með þurrkuninni. A Hvanneyri eru veðurathuganir gerðar þrisvar á sólarhring, kl. 9, kl. 15 og kl. 21, samkvæmt reglum Veðurstofu Islands. Veð- urstöðin er í um 1,5 km fjarlægð frá til- raunasvæðinu. Þær upplýsingar um veður, sem hér á eftir verða notaðar, eru fengnar úr dagbókum veðurstöðvarinnar, nema ann- ars sé getið. Heysýni úr tilraununum, þau er nota átti til mælinga á þurrefni og fóðurgildi, voru fryst þegar að töku lokinni, væri ekki unnt að þurrka þau strax. Þau voru þurrkuð við 70°C í 24 klst. Sýni, sem tekin voru óreglu- lega til athugunar á gangi þurrkunar, voru þurrkuð í sérstökum rakamælingaofni (gerð Jakobi S 55) við 120—140°C í 20 mín. Þurrefnismælingar voru gerðar á rannsókna- stofunni á Hvanneyri, en ákvarðanir á melt- anleika þurrefnis (in vitro) unnar hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Við snúning heysins var ætíð nomð hey- þyrla, en heyinu rakað saman með hjól- múgavél, stjörnumúgavél eða, sem sjaldnast var, með hrífu. Reynt var eftir föngum að láta alla meðhöndlun vera sem líkasta þeirri, er verður í stórum heyflekk. Hverjum lið tilraunar var haldið áfram, þar til heyið á reitunum var orðið hæfilega þurrt til hirðingar í súgþurrkunarhlöðu (raki 30-45%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.