Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Blaðsíða 46
44 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
rannsóknir þarf færri afkvæmi undan skyld-
leikaræktuðum grip til að fá jafnöruggan
dóm og um óskyldleikaræktaðan. Dickerson
(1973) hefur gerzt talsmaður þess að nýta
þetta í kynbótastarfinu, þannig, að hrútar
væru notaðir á dætur sínar til að fá örugg-
ari afkvæmadóma, en í skýldleikaræktinni
kemur einnig fram aukinn erfðabreytileiki
milli afkvæmahópanna.
Þá er skylt að nefna, að skyldleikarækt er
árangursríkasta aðferð, sem að jafnaði er
nothæf til að finna dulda erfðavísa ein-
staklinga.
Skyldleikarækt íslenzks búfjár er nær
ókönnuð. Jón Viðar Jónmundsson (1975a)
reiknaði skyldleikarækt ásettra lamba á skóla-
búinu á Hvanneyri árin 1968—1974. Einn-
ig kannaði Jón Viðar Jónmundsson
(1975b) skyldleika áa vegna sama faðernis í
fjárræktarfélögum árin 1970 og 1971.
Engar rannsóknir eru til á skyldleikahnign-
un íslenzks sauðfjár, en þær takmörkuðu
erlendu rannsóknir, sem gerðar hafa verið
(Turner og Young, 1969) og einkum eru
bundnar við sauðfé af Merínó-kyni, benda
til nokkurrar skyldleikahnignunar, sérstak-
iega í frjósemi.
I þessari grein verður fjállað um rann-
sókn, sem gerð hefur verið á skyldleika og
skyidleikarækt sauðfjár á fjórum ríkisbúum.
EFNI OG AÐFERÐIR
Gögn þau, sem notuð eru í rannsókn þessa,
eru fengin úr fjárbókum tilraunabúanna á
Hesti, Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólum.
Fjárstofninum á Hesti hefur áður verið lýst
af Halldóri Pálssyni og Stefáni Sch. Thor-
steinssyni (1971), en Stefán Aðalsteins-
SON (1971) gefur yfirlit um uppruna fjárins
á Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólum.
Til að meta skyldleikaræktina voru vald-
ar á hverju búi 20 ær, ásettar árin 1970 og
1975 á þessum búum, samtals 160 ær. Þess-
ar ær voru valdar af tilviljun úr öllum ám,
ásettum á búunum þessi ár. A Hólum voru
þó ekki teknar með ær, sem eru þar í sér-
stökum erfðarannsóknum vegna erfða á grá-
um og dropóttum lit. Sérstaklega var þó
reiknaður skyldleikaræktarstðull grárra áa,
ásettum á Hólum árin 1974 og 1975.
Utbúnar voru fullkomnar ættartölur hvers
einstaklings í fimm ættliði eftir því sem
upplýsingar í fjárbókum leyfðu. Upplýsing-
ar í fjærri ættliðum voru þó mjög slitrótt-
ar, þar sem fullkomin ættfærsla hefst fyrst
árið 1965 á Hólum, Skriðuklaustri og Reyk-
hólum. A Reykhólum voru fjárskipti haustið
1961, og voru ættir þá ekki raktar lengra
en til þeirra, með þeirri undantekningu, að
upplýsingar voru tiltækar um faðerni áa frá
Felli í Kollafirði.
A Hesti hafa sæðingar allmikið verið
notaðar, en á sæðingastöðvunum eru mest
notaðir óskyldir einstaklingar. Ut frá ættar-
töflunum er skyldleikaræktin síðan metin
eftir eftirfarandi formúlu (Falconer 1960):
ni+n2+l
FX=S((1) (1+Fa)),
þar sem ni og n2 er fjöldi ættliða frá sam-
eiginlegum forföður eða formóður, annars
vegar til föður og hins vegar til móður, og
^a er skyldleikaræktarstuðull sameiginlegs
forföður.
Við skyldleikamat voru notaðar upplýs-
ingar um föður og móðurföður állra ásettra
gimbra á búunum þessi sömu ár. Þann
skyldleika, sem rekja má til þessa, má meta
með eftirfarandi formúlu (Jón Viðar JÓN-
mundsson, 1975b):
Sn?-N 2n?-N
R = — ----- • 0,25 + —1------ • 0 ,062 5 ,
N(N-l) N(N-l)
þar sem ni er fjöldi áa, sem eiga sama
föður, ogn- tilsvarandi tala móðurföður