Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 46

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 46
44 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR rannsóknir þarf færri afkvæmi undan skyld- leikaræktuðum grip til að fá jafnöruggan dóm og um óskyldleikaræktaðan. Dickerson (1973) hefur gerzt talsmaður þess að nýta þetta í kynbótastarfinu, þannig, að hrútar væru notaðir á dætur sínar til að fá örugg- ari afkvæmadóma, en í skýldleikaræktinni kemur einnig fram aukinn erfðabreytileiki milli afkvæmahópanna. Þá er skylt að nefna, að skyldleikarækt er árangursríkasta aðferð, sem að jafnaði er nothæf til að finna dulda erfðavísa ein- staklinga. Skyldleikarækt íslenzks búfjár er nær ókönnuð. Jón Viðar Jónmundsson (1975a) reiknaði skyldleikarækt ásettra lamba á skóla- búinu á Hvanneyri árin 1968—1974. Einn- ig kannaði Jón Viðar Jónmundsson (1975b) skyldleika áa vegna sama faðernis í fjárræktarfélögum árin 1970 og 1971. Engar rannsóknir eru til á skyldleikahnign- un íslenzks sauðfjár, en þær takmörkuðu erlendu rannsóknir, sem gerðar hafa verið (Turner og Young, 1969) og einkum eru bundnar við sauðfé af Merínó-kyni, benda til nokkurrar skyldleikahnignunar, sérstak- iega í frjósemi. I þessari grein verður fjállað um rann- sókn, sem gerð hefur verið á skyldleika og skyidleikarækt sauðfjár á fjórum ríkisbúum. EFNI OG AÐFERÐIR Gögn þau, sem notuð eru í rannsókn þessa, eru fengin úr fjárbókum tilraunabúanna á Hesti, Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólum. Fjárstofninum á Hesti hefur áður verið lýst af Halldóri Pálssyni og Stefáni Sch. Thor- steinssyni (1971), en Stefán Aðalsteins- SON (1971) gefur yfirlit um uppruna fjárins á Reykhólum, Skriðuklaustri og Hólum. Til að meta skyldleikaræktina voru vald- ar á hverju búi 20 ær, ásettar árin 1970 og 1975 á þessum búum, samtals 160 ær. Þess- ar ær voru valdar af tilviljun úr öllum ám, ásettum á búunum þessi ár. A Hólum voru þó ekki teknar með ær, sem eru þar í sér- stökum erfðarannsóknum vegna erfða á grá- um og dropóttum lit. Sérstaklega var þó reiknaður skyldleikaræktarstðull grárra áa, ásettum á Hólum árin 1974 og 1975. Utbúnar voru fullkomnar ættartölur hvers einstaklings í fimm ættliði eftir því sem upplýsingar í fjárbókum leyfðu. Upplýsing- ar í fjærri ættliðum voru þó mjög slitrótt- ar, þar sem fullkomin ættfærsla hefst fyrst árið 1965 á Hólum, Skriðuklaustri og Reyk- hólum. A Reykhólum voru fjárskipti haustið 1961, og voru ættir þá ekki raktar lengra en til þeirra, með þeirri undantekningu, að upplýsingar voru tiltækar um faðerni áa frá Felli í Kollafirði. A Hesti hafa sæðingar allmikið verið notaðar, en á sæðingastöðvunum eru mest notaðir óskyldir einstaklingar. Ut frá ættar- töflunum er skyldleikaræktin síðan metin eftir eftirfarandi formúlu (Falconer 1960): ni+n2+l FX=S((1) (1+Fa)), þar sem ni og n2 er fjöldi ættliða frá sam- eiginlegum forföður eða formóður, annars vegar til föður og hins vegar til móður, og ^a er skyldleikaræktarstuðull sameiginlegs forföður. Við skyldleikamat voru notaðar upplýs- ingar um föður og móðurföður állra ásettra gimbra á búunum þessi sömu ár. Þann skyldleika, sem rekja má til þessa, má meta með eftirfarandi formúlu (Jón Viðar JÓN- mundsson, 1975b): Sn?-N 2n?-N R = — ----- • 0,25 + —1------ • 0 ,062 5 , N(N-l) N(N-l) þar sem ni er fjöldi áa, sem eiga sama föður, ogn- tilsvarandi tala móðurföður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.