Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 65

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 65
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9,1: 63-69 Á fengieldi að halda áfram, eftir að ærin fær fang? Ólafur Rúnar Dýrmundsson, SlGURÐUR KaRL BjARNASON, Og JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON, Bxndaskólanum, Hvanneyri. YFIRLIT Greint er frá niðurstöðum tilraunar, sem gerð var í þrjú ár á tilraunabúi Bændaskólans á Hvanneyri til að kanna, hvort það hefði áhrif á frjósemi áa að taka af þeim fengieldið strax eftir tilhleypingu. Samtals voru 480 ær í tilrauninni, sem var skipulögð og gerð því sem næst á sama hátt öll árin. Ærnar voru á aldrinum 1—9 vetra við upphaf tilraunar ár hvert, og var þeim skipt í tvo flokka, A og B. Báðir flokkarnir fengu sama 2—3 vikna eldið fram að fengitíma, þ.e.a.s. auk 1,2 kg af töðu 200—250 g af fóðurbæti á dag að meðaltali. Ær í A-flokki voru hafðar á eldinu út fengitímann, en eldi áa í B-flokki var minnkað niður í ríflegt viðhaldsfóður, um leið og hleypt hafði verið til þeirra. Áætlað er, að þannig hafi sparazt um 3 f. fe. af fengieldi á hverja á í B-flokki að meðaltali. Frá lokum fengitíma til vors voru allar ærnar fóðraðar saman. Rúmlega 98% ánna festu fang og báru, en munur á flokkum var hverfandi lítill. Meðalfrjósemi (fædd lömb) var 1,53 lömb eftir ána í A-flokki og 1,56 lömb eftir ána í B-flokki, en sá munur er óverulegur og tölfræðilega óraunhæfur. Munur innan ára var fremur lítill, og aðeins eitt árið voru ærnar í A-flokki frjósamari. Að loknum fengitíma í janúar vógu ærnar í A-flokki 58,41 kg og ærnar í B-flokki 57,66 kg að meðaltali, en sá munur er óraunhæfur. Þungabreytingar ánna frá haustvigtun seint í september til vigtunar í janúar sýndu, að meðferð ánna í báðum flokkum, bæði fyrir og um fengitíma, var tiltölulega góð. Við slíkar aðstæður virðist því ekki ávinningur að halda fengieldi áfram, eftir að hleypt hefur verið til ærinnar. Þá ætti ríflegt viðhaldsfóður að nægja, og eru þær niðurstöður x samræmi við reynslu sumra bænda hér á landi, sem hafa þann hátt á að taka ærnar frá strax eða fljótlega eftir fang. INNGANGUR Víða um heim hafa verið gerðar umfangs- miklar tilraunir með fengieldi til að auka frjósemi áa. Það er nú orðin algeng búskap- arvenja að bæta fóðrun ánna fyrir og um fengitímann, enda náið samhengi á milli vænleika ærinnar og fjölda eggfrumna, sem losna úr eggjastokkunum (Coop, 1966, Gunn et. al. 1969). Hér á landi hafa flestar fengieldistilraun- irnar verið gerðar á tilraunabúinu á Hesti. Fóðurnotkun og lengd eldis hafa verið mis- munandi í tilraununum, og niðurstöður þeirra hafa reynzt gagnlegar við leiðbeiningar til bænda (Halldór PÁLSSON, 1967). Þó er þörf frekari rannsókna á þessu sviði, og ýmsum spurningum um fengieldi og áhrif þess er ósvarað. Meðal annars hefur skort upplýs- ingar um, hvort þörf sé á að halda eldinu áfram um skeið, eftir að hleypt hefur verið til ærinnar. Algengast er að hafa ærnar á

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.