Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Síða 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1977 9, 1: 3-15 Rannsóknir á vallarfoxgrasi (ENGMO) II. Rýrnun efnamagns og fóðurgildis vallarfoxgrass við þurrkun þess á velli Bjarni Guðmundsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútceknideild, Hvanneyri. YFIRLIT Árin 1969—1973 voru gerðar á Hvanneyri mælingar á þeirri rýrnun efnamagns og fóðurgildis, sem verður við þurrkun vallarfoxgrass (Engmo) á velli. Rýrnun þurrefnis svo og meltanlegs þurrefnis virtist vaxa línulega með þeim dagafjölda, sem heyið lá á velli. Nam tapið 0,9% (þurrefni) og 1,3% (meltanl. þurrefni) á dag. Svo virtist sem minna tap yrði við þurrkun sxðslægju en snemmslægju. Var það rakið til minni hlutdeildar blaða í síðslægj- unni, en verulegur hluti efnatapsins virtist felast í rýrnun og skemmdum blaðanna. Á hinn bóginn varðveittu stönglarnir næringu sína vel, jafnvel við mikinn hrakning. Tap meltanlegs hrápróteíns mældist álíka mikið og tap meltanlegs þurrefnis. Minnkun snúningshraða heyþyrlunnar við snúning (540 í 400 sn/mín), eftir að heyið tók að þorna, leiddi til minna efnataps, en ekki reyndust þau áhrif marktæk. Meltanleiki þurrefnis heysins eftir þurrkun og hrakning á velli reyndist einkum fara eftir meltan- leika grassins við slátt, en dagafjöldinn, sem heyið lá á velli, hafði einnig marktæk áhrif þar á. Með vali sláttutíma má því ætla, að hafa megi veruleg áhrif á fóðurgildi heyjanna. INNGANGUR Þurrkun heys á vélli er útbreidd aðferð við heyverkun hérlendis. Þurrkunin hefur ætíð í för með sér rýrnun efna heysins, og er rýrnunin mörgum þáttum háð, m. a. veður- fari, meðhöndlun heysins og fleira. Erlendis hafa verið gerðar margar rannsóknir á efna- tapi við þurrkun á velli. Niðurstöður þeirra er ekki unnt að nýta við íslenzkar aðstæður, þar sem aðstæður hér eru á flestan hátt ólík- ar hinum erlendu. Það er tilgangur þessarar ritgerðar að greina frá niðurstöðum rannsókna á því efna- magni, sem tapast úr vallaxfoxgrasi við þurrkun þess á velli. Hér mun um fyrstu innlendu rannsóknirnar af þessu tagi að ræða, og miðuðu þær því einkum að mælingum á efnatapi við „venjulega" framkvæmd vall- þurrkunar. Síðar mun væntanlega gefast kostur á að bera saman efnarýrnun við hvers konar aðferðir við heyþurrkun á velli. Ekki er gerlegt að gefa tæmandi yfirlit um fyrri rannsóknir á þessu sviði, en aðeins skal getið nokkurra. Það er sameiginlegt flest- um niðurstöðunum, að tölugildi efnataps er mjög breytilegt. Má um það nefna, að við ákveðnar aðstæður hefur mælzt aukning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.