Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 7

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1979, Page 7
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1979 11, 1-2: 5-31 Áhrif sláttutíma og verkunar á fóðrunarvirði þurrheys Bjarni Guðmundsson, Bœndaskólanum á Hvanneyri. YFIRLIT. í eftirfarandi grein er skýrt frá niðurstöðum þriggja heyöflunar- og fóðrunarathugana, sem gerðar voru á Hvanneyri á árunum 1973 til 1977. Athuganirnar beindust að áhrifum sláttutíma og verkunar þurrheys á nýtingu þess til fóðrunar. Bornir voru saman eftirtaldir liðir: a. Slegið snemma, vel verkað (súgþurrkað), b. Slegið snemma, hrakið á velli, c. Slegið snemma, bliknað/ornað, d. Slegið seint, vel verkað (súgþurrkað). Liðir a, b og c voru slegnir við skrið vallarfoxgrass. í tveimur fyrri athugunum réð vallarfoxgras (Engmo) ríkjum (> 90%), en í síðustu athuguninni var fóðrið blanda ýmissa grastegunda, einkum knjáliðagrass, língresis, vallarsveifgrass og snarrótar. Haíðir voru fjórir gemlingar í hverjum hópi (lið) við fóðrun (þó 10 fyrsta árið). Fóðrunarskeiðin voru til jafnaðar 138 dagar að lengd. Helztu niðurstöður athugananna má draga saman á eftirfarandi hátt: 1. Þurrefnismagn á hektarajókst aðjafnaði um 25—40 kg á dag með þroska, en fóðureiningafjöldi breyttist lítið, eftir að komið var að hefðbundinni sláttarbyrjun. 2. Tap meltanlegs þurrefnis við verkun heysins reyndist vera á bilinu 8—13%, mest í b- og c-liðum. 3. Fóðurgildi heysins hafði sáralítil áhrifá át gemlinganna, þegar um vallarfoxgras var að ræða. Hins vegar ázt hey úr blönduðu grastegundunum þeim mun betur sem fóðurgildi þess var meira. 4. Vöxtur gemlinganna var nátengdur fóðrunarvirði heysins, en fóðrunarvirðið er margfeldi áts og orku- gildis heysins. Um 20% breytileika fóðrunarvirðisins mátti rekja til mismunandi þurrefnisáts, en 80% til mismunandi orkugildis heysins. 5. Aðeins þeirgemlingar, sem fengu vel verkaðasnemmslægju (a-liður),sýndu eðlilegarframfarirí vextiog þrifum. Lökust þrif voru í gemlingum c- og d-hópa. 6. Þroskun grasanna virtist hafa alvarlegri áhrifá fóðrunarvirði heysins en veðrun þess á velli. Alykta má, abxdaga hrakningur heysins á vellinum hafi haft svipuð áhrif á fóðrunarvirði þess fyrir gemlingana og2x daga dráttur á slætti. Hitamyndun í heyinu rýrði fóðrunarvirðið um 15-39% í samanburði við vel verkaða heyið (a-lið). 7. Niðurstöður athugananna sýndu, að bezt nýting uppskerunnar, töðuvallarins, og gemlinganna fékkst með því tvennu að slá um það bil, sem síðbúnustu túngrösin (vallarfoxgrasið) voru að skríða, og með því að vanda vel til verkunar heysins (súgþurrka það).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.